Craig sigurvegari ársins 31. desember 2006 10:00 Daniel Craig slær í gegn sem nýr Bond og aðdáendur bíða spenntir eftir næstu myndum. Þrátt fyrir hrakspár aðdáanda leyniþjónustmannsins James Bond er það Daniel Craig sem stendur uppi með pálmann í höndunum. Þetta kemur hvað best í ljós þegar aðsóknartölur á nýjustu Bond-myndina, Casino Royal, eru skoðaðar en hún er orðin aðsóknarmesta James Bond-myndin til þessa. Casino Royal slær þar við Die Another Day sem á sínum tíma græddi vel fyrir framleiðendur myndarinnar þótt flestir væru sammála um að hún væri sú lélegasta hjá Pierce Brosnan í hlutverki leyniþjónustumannsins snjalla. Casino Royal halaði inn þrjátíu og tvo milljarða íslenskra króna á heimsvísu og ætti það að stinga uppí óvildarmenn Craig sem margir hverjir fundu honum flest til foráttu þegar breski leikarinn var ráðinn í þjónustu hennar hátignar. Líklegur kandítat. Kvikmyndin Dreamgirls þykir líkleg til að vera áberandi þegar tilnefningar til Óskarsverðlauna eru tilkynntar. Mikil spenna ríkti meðal framleiðanda í kvikmyndaborginni Hollywood þegar aðsóknartölur yfir jólavertíðina komu í hús. Ævintýramyndin Eragon trónir í efsta sæti í flestum löndum utan Bandaríkjanna en hún er byggð á samnefndri bók unglingsins Christopher Paolini. Í Bretlandi voru það hins vegar hinar dansandi mörgæsir sem héldu toppsætinu, þriðju vikuna í röð. Gamanmyndin Night at the Museum komst í efsta sætið í Bandaríkjunum en myndin segir frá safnverði sem verður vitni að því þegar sögusafn tekur að lifna við með kostulegum afleiðingum. Dreka-riddarinn. Velgengni Christopher Paolini heldur áfram en kvikmynd byggð á bókinni trónir í efsta sæti í Evrópu. Fast á hæla hennar kom kvikmyndin Dreamgirls en hún skartar þeim Jamie Foxx og Eddie Murphy auk söngfuglsins Beyoncé Knowles í aðalhlutverkum. Myndin hefur fengið frábæra dóma hjá bandarískum gagnrýnendum og veðja flestir á hana sem líklegan kandítat þegar Óskarstilefningarnar verða tilkynntar. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Þrátt fyrir hrakspár aðdáanda leyniþjónustmannsins James Bond er það Daniel Craig sem stendur uppi með pálmann í höndunum. Þetta kemur hvað best í ljós þegar aðsóknartölur á nýjustu Bond-myndina, Casino Royal, eru skoðaðar en hún er orðin aðsóknarmesta James Bond-myndin til þessa. Casino Royal slær þar við Die Another Day sem á sínum tíma græddi vel fyrir framleiðendur myndarinnar þótt flestir væru sammála um að hún væri sú lélegasta hjá Pierce Brosnan í hlutverki leyniþjónustumannsins snjalla. Casino Royal halaði inn þrjátíu og tvo milljarða íslenskra króna á heimsvísu og ætti það að stinga uppí óvildarmenn Craig sem margir hverjir fundu honum flest til foráttu þegar breski leikarinn var ráðinn í þjónustu hennar hátignar. Líklegur kandítat. Kvikmyndin Dreamgirls þykir líkleg til að vera áberandi þegar tilnefningar til Óskarsverðlauna eru tilkynntar. Mikil spenna ríkti meðal framleiðanda í kvikmyndaborginni Hollywood þegar aðsóknartölur yfir jólavertíðina komu í hús. Ævintýramyndin Eragon trónir í efsta sæti í flestum löndum utan Bandaríkjanna en hún er byggð á samnefndri bók unglingsins Christopher Paolini. Í Bretlandi voru það hins vegar hinar dansandi mörgæsir sem héldu toppsætinu, þriðju vikuna í röð. Gamanmyndin Night at the Museum komst í efsta sætið í Bandaríkjunum en myndin segir frá safnverði sem verður vitni að því þegar sögusafn tekur að lifna við með kostulegum afleiðingum. Dreka-riddarinn. Velgengni Christopher Paolini heldur áfram en kvikmynd byggð á bókinni trónir í efsta sæti í Evrópu. Fast á hæla hennar kom kvikmyndin Dreamgirls en hún skartar þeim Jamie Foxx og Eddie Murphy auk söngfuglsins Beyoncé Knowles í aðalhlutverkum. Myndin hefur fengið frábæra dóma hjá bandarískum gagnrýnendum og veðja flestir á hana sem líklegan kandítat þegar Óskarstilefningarnar verða tilkynntar.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira