Craig sigurvegari ársins 31. desember 2006 10:00 Daniel Craig slær í gegn sem nýr Bond og aðdáendur bíða spenntir eftir næstu myndum. Þrátt fyrir hrakspár aðdáanda leyniþjónustmannsins James Bond er það Daniel Craig sem stendur uppi með pálmann í höndunum. Þetta kemur hvað best í ljós þegar aðsóknartölur á nýjustu Bond-myndina, Casino Royal, eru skoðaðar en hún er orðin aðsóknarmesta James Bond-myndin til þessa. Casino Royal slær þar við Die Another Day sem á sínum tíma græddi vel fyrir framleiðendur myndarinnar þótt flestir væru sammála um að hún væri sú lélegasta hjá Pierce Brosnan í hlutverki leyniþjónustumannsins snjalla. Casino Royal halaði inn þrjátíu og tvo milljarða íslenskra króna á heimsvísu og ætti það að stinga uppí óvildarmenn Craig sem margir hverjir fundu honum flest til foráttu þegar breski leikarinn var ráðinn í þjónustu hennar hátignar. Líklegur kandítat. Kvikmyndin Dreamgirls þykir líkleg til að vera áberandi þegar tilnefningar til Óskarsverðlauna eru tilkynntar. Mikil spenna ríkti meðal framleiðanda í kvikmyndaborginni Hollywood þegar aðsóknartölur yfir jólavertíðina komu í hús. Ævintýramyndin Eragon trónir í efsta sæti í flestum löndum utan Bandaríkjanna en hún er byggð á samnefndri bók unglingsins Christopher Paolini. Í Bretlandi voru það hins vegar hinar dansandi mörgæsir sem héldu toppsætinu, þriðju vikuna í röð. Gamanmyndin Night at the Museum komst í efsta sætið í Bandaríkjunum en myndin segir frá safnverði sem verður vitni að því þegar sögusafn tekur að lifna við með kostulegum afleiðingum. Dreka-riddarinn. Velgengni Christopher Paolini heldur áfram en kvikmynd byggð á bókinni trónir í efsta sæti í Evrópu. Fast á hæla hennar kom kvikmyndin Dreamgirls en hún skartar þeim Jamie Foxx og Eddie Murphy auk söngfuglsins Beyoncé Knowles í aðalhlutverkum. Myndin hefur fengið frábæra dóma hjá bandarískum gagnrýnendum og veðja flestir á hana sem líklegan kandítat þegar Óskarstilefningarnar verða tilkynntar. Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þrátt fyrir hrakspár aðdáanda leyniþjónustmannsins James Bond er það Daniel Craig sem stendur uppi með pálmann í höndunum. Þetta kemur hvað best í ljós þegar aðsóknartölur á nýjustu Bond-myndina, Casino Royal, eru skoðaðar en hún er orðin aðsóknarmesta James Bond-myndin til þessa. Casino Royal slær þar við Die Another Day sem á sínum tíma græddi vel fyrir framleiðendur myndarinnar þótt flestir væru sammála um að hún væri sú lélegasta hjá Pierce Brosnan í hlutverki leyniþjónustumannsins snjalla. Casino Royal halaði inn þrjátíu og tvo milljarða íslenskra króna á heimsvísu og ætti það að stinga uppí óvildarmenn Craig sem margir hverjir fundu honum flest til foráttu þegar breski leikarinn var ráðinn í þjónustu hennar hátignar. Líklegur kandítat. Kvikmyndin Dreamgirls þykir líkleg til að vera áberandi þegar tilnefningar til Óskarsverðlauna eru tilkynntar. Mikil spenna ríkti meðal framleiðanda í kvikmyndaborginni Hollywood þegar aðsóknartölur yfir jólavertíðina komu í hús. Ævintýramyndin Eragon trónir í efsta sæti í flestum löndum utan Bandaríkjanna en hún er byggð á samnefndri bók unglingsins Christopher Paolini. Í Bretlandi voru það hins vegar hinar dansandi mörgæsir sem héldu toppsætinu, þriðju vikuna í röð. Gamanmyndin Night at the Museum komst í efsta sætið í Bandaríkjunum en myndin segir frá safnverði sem verður vitni að því þegar sögusafn tekur að lifna við með kostulegum afleiðingum. Dreka-riddarinn. Velgengni Christopher Paolini heldur áfram en kvikmynd byggð á bókinni trónir í efsta sæti í Evrópu. Fast á hæla hennar kom kvikmyndin Dreamgirls en hún skartar þeim Jamie Foxx og Eddie Murphy auk söngfuglsins Beyoncé Knowles í aðalhlutverkum. Myndin hefur fengið frábæra dóma hjá bandarískum gagnrýnendum og veðja flestir á hana sem líklegan kandítat þegar Óskarstilefningarnar verða tilkynntar.
Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira