Gæðin tryggð á Grænu ljósi 29. desember 2006 10:30 Ísleifur B. Þórhallsson ætlar að sýna eina til tvær óháðar myndir í hverjum mánuði. Ísleifur B. Þórhallsson hefur ákveðið að setja aukinn kraft í dreifingarfyrirtæki sitt Græna ljósið, sem sérhæfir sig í óháðum kvikmyndum. Á nýju ári stefnir hann á að sýna eina til tvær slíkar myndir í hverjum mánuði. Ísleifur hefur rekið Græna ljósið, sem sérhæfir sig í óháðum myndum hvaðanæva úr heiminum, í nokkur ár en hyggst nú setja meiri kraft í starfsemina og bjóða upp á reglulegar sýningar allan ársins hring. „Það er kannski of snemmt að kalla þetta klúbb en markmiðið er vissulega að búa til vettvang, eins konar samfélag kvikmyndaáhugamanna, og fá fólk sem er hætt að fara í bíó aftur í kvikmyndahúsin,“ segir Ísleifur. Hann segir að heilt á litið sér úrvalið í kvikmyndahúsum hér á landi gott. „Hinu gagnstæða er oft haldið fram en ég er ósammála því, í ár og í fyrra voru til dæmis margar óháðar myndir sýndar hér á landi. Málið er að þessar myndir eru sýndar í törnum á kvikmyndahátíðum og þar fram eftir götunum, en það er bara aðferð sem er notuð til að koma þessum myndum út. Inn á milli koma hins vegar tímabil sem þar sem úrvalið er einsleitara og því vil ég breyta með því að sjá til þess að það sé ein eða tvær óháðar myndir í bíó í hverjum mánuði.“ Ísleifur mun ekki aðeins leitast við að flytja inn gæðamyndir heldur vill hann að bíóferðin sem slík verði hin ánægjulegasta í alla staði og hefur því samið hinar þrjár gullnu reglur Græna ljóssins. „Í fyrsta lagi verður ekkert hlé á sýningum Græna ljóssins. Þá verða færri auglýsingar þannig að myndin byrjar fyrr og eftir að sýning hefst verður ekki hægt að kaupa miða inn þannig þeir sem eru í salnum verða fyrir sem minnstri truflun.“ Hann segir að vissulega verði fyrirtækið af tekjum vegna þessa en ætlar ekki að bæta það upp með hærra miðaverði. „Við viljum höfða til áhorfenda sem leggja mikið upp úr gæðum og viljum að þeir getir treyst því að þær myndir sem sýndar eru á vegum Græna ljóssins höfði til þeirra og séu þess virði að sjá.“ Hinn 5. janúar verður hin rómaða Little Miss Sunshine sýnd á vegum Græna ljóssins, sem markar hið nýja upphaf fyrirtækisins. Höfuðstaður Græna ljóssins verður í Regnboganum en myndirnar verða einnig sýndar í öðrum kvikmyndahúsum þegar svo ber undir. Af öðrum myndum sem Ísleifur hefur tryggt sér réttinn á má nefna Inland Empire eftir David Lynch, Notes on a Scandal með Judi Dench og Cate Blanchett í aðalhlutverkum og hina kínversku Bölvun hins gullna blóms eftir leikstjórann Yimou Zhang. Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ísleifur B. Þórhallsson hefur ákveðið að setja aukinn kraft í dreifingarfyrirtæki sitt Græna ljósið, sem sérhæfir sig í óháðum kvikmyndum. Á nýju ári stefnir hann á að sýna eina til tvær slíkar myndir í hverjum mánuði. Ísleifur hefur rekið Græna ljósið, sem sérhæfir sig í óháðum myndum hvaðanæva úr heiminum, í nokkur ár en hyggst nú setja meiri kraft í starfsemina og bjóða upp á reglulegar sýningar allan ársins hring. „Það er kannski of snemmt að kalla þetta klúbb en markmiðið er vissulega að búa til vettvang, eins konar samfélag kvikmyndaáhugamanna, og fá fólk sem er hætt að fara í bíó aftur í kvikmyndahúsin,“ segir Ísleifur. Hann segir að heilt á litið sér úrvalið í kvikmyndahúsum hér á landi gott. „Hinu gagnstæða er oft haldið fram en ég er ósammála því, í ár og í fyrra voru til dæmis margar óháðar myndir sýndar hér á landi. Málið er að þessar myndir eru sýndar í törnum á kvikmyndahátíðum og þar fram eftir götunum, en það er bara aðferð sem er notuð til að koma þessum myndum út. Inn á milli koma hins vegar tímabil sem þar sem úrvalið er einsleitara og því vil ég breyta með því að sjá til þess að það sé ein eða tvær óháðar myndir í bíó í hverjum mánuði.“ Ísleifur mun ekki aðeins leitast við að flytja inn gæðamyndir heldur vill hann að bíóferðin sem slík verði hin ánægjulegasta í alla staði og hefur því samið hinar þrjár gullnu reglur Græna ljóssins. „Í fyrsta lagi verður ekkert hlé á sýningum Græna ljóssins. Þá verða færri auglýsingar þannig að myndin byrjar fyrr og eftir að sýning hefst verður ekki hægt að kaupa miða inn þannig þeir sem eru í salnum verða fyrir sem minnstri truflun.“ Hann segir að vissulega verði fyrirtækið af tekjum vegna þessa en ætlar ekki að bæta það upp með hærra miðaverði. „Við viljum höfða til áhorfenda sem leggja mikið upp úr gæðum og viljum að þeir getir treyst því að þær myndir sem sýndar eru á vegum Græna ljóssins höfði til þeirra og séu þess virði að sjá.“ Hinn 5. janúar verður hin rómaða Little Miss Sunshine sýnd á vegum Græna ljóssins, sem markar hið nýja upphaf fyrirtækisins. Höfuðstaður Græna ljóssins verður í Regnboganum en myndirnar verða einnig sýndar í öðrum kvikmyndahúsum þegar svo ber undir. Af öðrum myndum sem Ísleifur hefur tryggt sér réttinn á má nefna Inland Empire eftir David Lynch, Notes on a Scandal með Judi Dench og Cate Blanchett í aðalhlutverkum og hina kínversku Bölvun hins gullna blóms eftir leikstjórann Yimou Zhang.
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira