Úthlutað úr sjóði Karls 29. desember 2006 16:00 Karl Sighvatsson Úthlutun úr Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar tónlistarmanns var á miðvikudag og féll styrkur sjóðsins í ár til ungs organista eins og í þau fjórtán skipti sem styrkurinn hefur verið veittur. Að þessu sinni var það Sigrún Magna Þórsteinsdóttir sem hlaut styrkinn. Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 1991 skömmu eftir að Karl fórst í hörmulegu slysi á Hellisheiði. Er stofn sjóðsins aflafé af tónsmíðum Karls, auk þess sem félagar hans úr tónlistarbransanum hafa í tvígang efnt til tónleikahalds sjóðnum til styrktar. Sigrún Magna er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og stundaði nám við Tónlistarskólann á Akureyri og síðar hjá Herði Áskelssyni í Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hún starfaði sem organisti í Breiðholtskirkju og Bessastaðakirkju og stundar nám við Konunglega tónlistarskólann í Kaupmannahöfn. Það var bróðir Karls, Sigurjón Sighvatsson, sem afhenti styrkinn og gat þess í ræðu sinni að Minningarsjóðurinn yrði efldur á næstu misserum og að styrkveitingar hans muni í framtíðinni ná til fleiri sviða, en sjóðurinn hefur til þessa einskorðað sig við styrkveitingar til einstaklinga, framlög til kaupa og viðgerða á kirkjuorgelum auk þess að kosta útgáfu á kennsluefni í organleik. Formaður úthlutunarnefndar sjóðsins er Haukur Guðlaugsson, organisti og fyrrum söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar. Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Úthlutun úr Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar tónlistarmanns var á miðvikudag og féll styrkur sjóðsins í ár til ungs organista eins og í þau fjórtán skipti sem styrkurinn hefur verið veittur. Að þessu sinni var það Sigrún Magna Þórsteinsdóttir sem hlaut styrkinn. Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 1991 skömmu eftir að Karl fórst í hörmulegu slysi á Hellisheiði. Er stofn sjóðsins aflafé af tónsmíðum Karls, auk þess sem félagar hans úr tónlistarbransanum hafa í tvígang efnt til tónleikahalds sjóðnum til styrktar. Sigrún Magna er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og stundaði nám við Tónlistarskólann á Akureyri og síðar hjá Herði Áskelssyni í Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hún starfaði sem organisti í Breiðholtskirkju og Bessastaðakirkju og stundar nám við Konunglega tónlistarskólann í Kaupmannahöfn. Það var bróðir Karls, Sigurjón Sighvatsson, sem afhenti styrkinn og gat þess í ræðu sinni að Minningarsjóðurinn yrði efldur á næstu misserum og að styrkveitingar hans muni í framtíðinni ná til fleiri sviða, en sjóðurinn hefur til þessa einskorðað sig við styrkveitingar til einstaklinga, framlög til kaupa og viðgerða á kirkjuorgelum auk þess að kosta útgáfu á kennsluefni í organleik. Formaður úthlutunarnefndar sjóðsins er Haukur Guðlaugsson, organisti og fyrrum söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar.
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira