Tónlist

Tónleikahald á Þorláki

Bubbi var í fínu formi á Nasa, en hann veitti tveimur gullplötum viðtöku á dögunum fyrir tónlistar- og mynddisk frá afmælistónleikum hans í Laugardalshöllinni í sumar.
Bubbi var í fínu formi á Nasa, en hann veitti tveimur gullplötum viðtöku á dögunum fyrir tónlistar- og mynddisk frá afmælistónleikum hans í Laugardalshöllinni í sumar. MYND/PB

Þorláksmessa er dagur hefða hjá mörgum landsmönnum. Fólk safnast saman til að borða skötu eða flykkist í bæinn um kvöldið til að versla síðustu jólagjöfina og njóta stemningarinnar. Hefð hefur einnig skapast fyrir ýmsum tónlistaruppákomum í höfuðborginni á Þorláksmessu.

Þannig hélt Bubbi sína árlegu jólatónleika á Nasa á laugardaginn, og Ullarhattarnir hvikuðu hvergi frá átta ára gömlum sið og tróðu upp á Hótel Borg. Köntrísveit Baggalúts blés hins vegar til veislu í Iðnó, en Rás 2 útvarpaði tónleikum þeirra beint.

Margt var um manninn á Nasa, og meðal annars mátti sjá fríðustu mæðgur landsins, Unni Birnu Vilhjálmsdóttur og Unni Steinsson, í áheyrendahópnum.


.
Baggalútur spilaði lög af plötunum Pabbi þarf að vinna, Aparnir í Eden og nýja jóladisknum Jól og blíða, í Iðnó á Þorláksmessu.


.
Þeir sem ekki komust fyrir í Iðnó, eða voru fjarri góðu gamni í miðbænum gátu notið tónleikanna í beinni útsendingu á Rás 2.


.
Eyjólfur Kristjánsson, Stefán Hilmarsson, Jón Ólafsson, Friðrik Sturluson og Jóhann Hjörleifsson hafa haldið Þorláksmessutónleika undir nafninu Ullarhattarnir í mörg ár.


.
Jón Ólafsson skartaði dýrindis ullarhúfu í tilefni dagsins, en hljómsveitin Ullarhattarnir kemur aldrei fram nema á Þorláksmessu.


.
Eyjólfur Kristjánsson sagði að ekki hefði staðið til að halda Ullarhattatónleika í ár, en þeir sáu sig tilneydda til að halda í hefðirnar vegna fjölda kvartana.


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.