Rocky slær frá sér 28. desember 2006 13:00 Rocky Balboa Kætir krítikera jafnt sem almenning. Þrátt fyrir hrakspár, háð og spott getur Sylvester Stallone vel við unað með gengi sjöttu myndarinnar um boxarann sjónumhrygga Rocky Balboa, sem ekki aðeins laðar fjöldann að heldur fær fína dóma ofan í kaupið. Myndin er í þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndir í Bandaríkjunum; halaði inn rúmar 900 milljónir króna fyrstu sýningarhelgina en heildartekjur frá því að myndin var frumsýnd á miðvikudag fyrir viku eru þegar orðnar 1,6 milljarðar. Gagnrýnendur eru heilt á litið ánægðir með Stallone og segja Rocky aldrei hafa verið í betra formi síðan 1976 þegar fyrsta myndin um hann kom út. Ef til vill vinnur mótbyrinn með honum því eins og gagnrýnandi Premire Magazine kemst að orði virðist sem Stallone hafi eitthvað að sanna og gerir það með glæsibrag. Gagnrýnandi Eclipse Magasine tekur í sama streng og segir að Stallone hafi tekist hið ómögulega, að glæða nýju lífi í steindauða persónu sem áhorfendum stóð á sama um. Á heimasíðu IMDB fær myndin 7,9 í meðaleinkunn sem má teljast prýðileg einkunn og á Rotten Tomatoes fær hún 77 prósent, sem þykir afbragð á þeim bæ. Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þrátt fyrir hrakspár, háð og spott getur Sylvester Stallone vel við unað með gengi sjöttu myndarinnar um boxarann sjónumhrygga Rocky Balboa, sem ekki aðeins laðar fjöldann að heldur fær fína dóma ofan í kaupið. Myndin er í þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndir í Bandaríkjunum; halaði inn rúmar 900 milljónir króna fyrstu sýningarhelgina en heildartekjur frá því að myndin var frumsýnd á miðvikudag fyrir viku eru þegar orðnar 1,6 milljarðar. Gagnrýnendur eru heilt á litið ánægðir með Stallone og segja Rocky aldrei hafa verið í betra formi síðan 1976 þegar fyrsta myndin um hann kom út. Ef til vill vinnur mótbyrinn með honum því eins og gagnrýnandi Premire Magazine kemst að orði virðist sem Stallone hafi eitthvað að sanna og gerir það með glæsibrag. Gagnrýnandi Eclipse Magasine tekur í sama streng og segir að Stallone hafi tekist hið ómögulega, að glæða nýju lífi í steindauða persónu sem áhorfendum stóð á sama um. Á heimasíðu IMDB fær myndin 7,9 í meðaleinkunn sem má teljast prýðileg einkunn og á Rotten Tomatoes fær hún 77 prósent, sem þykir afbragð á þeim bæ.
Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira