Minning um James Brown 28. desember 2006 12:00 James Joseph Brown 1933 (eða 1928) - 2006. James Brown - dægurlagasöngvari, hljómsveitarstjóri og áhugamaður um framgang og þróun tónlistar svartra Bandaríkjamanna um áratugaskeið, lést snemma á jóladag eftir hjartaáfall á Emory Crawford Long-sjúkrahúsinu í Atlanta. Brown var lagður inn á laugardag með lungnabólgu. „Ég fer í kvöld," sagði hann við framkvæmdastjóra sinn og var látinn skömmu síðar. Hann er sagður hafa verið 73 ára gamall. Svart og hvíttBrown var lítið þekktur hér á landi en fór að heyrast í Kananum þegar útvarpsstöð hersins í Keflavík tók að heyrast um Faxaflóasvæðið. Hann varð síðan velþekktur 1966 þegar hingað barst kvikmynd, The T.A.M.I. Show, frá hljómleikum í Bandaríkjunum sem var vel sótt af unglingum. Þar fluttu Rolling Stones Last time sem var þá að síga niður á vinsældalistum og Tom Jones söng It"s not unusual, en þessir listamenn voru helsta aðdráttarafl ungs fólks í Reykjavík á þessa svart/hvítu tónlistarmynd.Hápunkturinn reyndist öllum að óvörum lágvaxinn svartur kubbur sem söng af miklum tilþrifum síendurtekið viðlag uns hann var að niðurlotum kominn og leiddur frá míkrafóninum hágrátandi sveipaður skikkju af tveimur aðstoðarmönnum, sem hann skyndilega reif sig frá og tók að syngja á ný. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum með æ meiri tilþrifum og gráti. Lítið vissu menn þá að lokaatriðið var fastur liður í tónleikadagskránni hjá Brown, alltaf eins, lokapunktur sem stilltir reykvískir unglingar námu sem tryllingslega og furðulega uppákomu.JaðarmaðurBrown var eitt af stóru nöfnunum í bandarískum skemmtanaiðnaði: hann var að undirbúa tónleika á gamlárskvöld og átti að baki um hundrað tónleika ár hvert hin síðari ár, þrátt fyrir aldur og langan og erfiðan feril. Brown var fæddur í Barnville í suðurhluta Georgíu en ólst upp í Augusta í sama ríki og lenti fljótt upp á kant við lögin, hlaut sinn fyrsta dóm 16 ára, og var alla tíð í jaðri samfélagsins: 1988 var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir vopnaburð og fíkniefnaeign. Hann var margsinnis handtekinn fyrir vopnaburð, heimilisofbeldi og fíkniefnaneyslu. Hann var fjórkvæntur. Faðir fönksinsBrown lærði aldrei að lesa nótur. Hann kom fyrst fram 1955 með systur sinni en hóf svo feril sem söngvari með danshljómsveitum sem oftast voru skipaðar svörtum tónlistarmönnum með djúpar rætur í djassi, gospel og blúshefð suðurríkjanna. Fyrirmyndir hans voru listamenn sem voru vinsælir út fyrir raðir svartra, Ray Charles, Little Richard og síðar þeir sem urðu fyrirferðarmiklir á útgáfu Atlantic.Fyrsta hljómplata hans sem náði einhverri sölu var Please Please Please 1956. Í þá daga var vinsældalistum skipt niður og heimasvæði Browns og fleiri svartra listamanna var vinsældalisti kenndur við R&B. Tónlist Browns tók á sig sérstakan stíl sem byggði á hröðum taktskiptingum, notkun blásturshljóðfæra og sundurslitnum söngstíl. Fönkið varð til.KarlmannsheimurHann náði fyrst efsta sæti vinsældalista með laginu Try me 1959 og átti eftir að komast 119 sinnum á vinsældalista með stök lög og hljóðrita yfir 50 lagasöfn á vínilplötum.Stíll hans er talin hafa mótast til fulls með laginu Night Train sem kom út 1961. Ári síðar hljóðritaði hann frægan konsert í Apollo-leikhúsinu í Harlem sem talin er ein áhrifamesta hljóðritun á heilum tónleikum og gjarnan talin í hópi merkilegustu tónleikahljóðritana dægurtónlistar á síðustu öld.Í kjölfarið komu frá honum nokkrir smellir sem festu hann ofarlega á stjörnuhimin svartra tónlistarmanna: Papa"s got a brand new bag, I got you (I feel good) og It"s a man"s man"s man"s world.Áhrifamikill listamaðurBrown var óneitanlega mikill áhrifavaldur á marga yngri tónlistarmenn: Michael Jackson tók mikið frá honum, bæði í tónlistarstíl og sviðsframkomu, hann hafði stór áhrif á hiphop og rapp vestanhafs og var talinn til forfeðra margra tónlistarmanna sem lögðu þann feril fyrir sig. Miles Davis og fleiri forkólfar í bandarískum djassi sögðust vera í þakkarskuld við hann og á hann hlóðst ýmis heiður hin síðari ár. Hann var framarlega í baráttu og vitundarvakningu svartra og lag hans Say it loud (I'm black and I'm proud) var einkennislag mannréttindahreyfingar blökkumanna og baráttusveitarinnar Black Power á sjöunda áratugnum.Flest söfn hans sem komu út á vínil eru fáanleg í dag á geisladiskum og 1991 var tekið saman safn sem geymir þekktustu hljóðritanir hans. Hann kom hingað til lands 2004 og hélt tónleika í Laugardalshöll og var flestum þar viðstöddum ljóst að þar fór maður sem hafði marga fjöruna sopið, goðsögn í lifanda lífi með einstakan kraft til að flytja tónlist sína. Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Bíó og sjónvarp Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
James Brown - dægurlagasöngvari, hljómsveitarstjóri og áhugamaður um framgang og þróun tónlistar svartra Bandaríkjamanna um áratugaskeið, lést snemma á jóladag eftir hjartaáfall á Emory Crawford Long-sjúkrahúsinu í Atlanta. Brown var lagður inn á laugardag með lungnabólgu. „Ég fer í kvöld," sagði hann við framkvæmdastjóra sinn og var látinn skömmu síðar. Hann er sagður hafa verið 73 ára gamall. Svart og hvíttBrown var lítið þekktur hér á landi en fór að heyrast í Kananum þegar útvarpsstöð hersins í Keflavík tók að heyrast um Faxaflóasvæðið. Hann varð síðan velþekktur 1966 þegar hingað barst kvikmynd, The T.A.M.I. Show, frá hljómleikum í Bandaríkjunum sem var vel sótt af unglingum. Þar fluttu Rolling Stones Last time sem var þá að síga niður á vinsældalistum og Tom Jones söng It"s not unusual, en þessir listamenn voru helsta aðdráttarafl ungs fólks í Reykjavík á þessa svart/hvítu tónlistarmynd.Hápunkturinn reyndist öllum að óvörum lágvaxinn svartur kubbur sem söng af miklum tilþrifum síendurtekið viðlag uns hann var að niðurlotum kominn og leiddur frá míkrafóninum hágrátandi sveipaður skikkju af tveimur aðstoðarmönnum, sem hann skyndilega reif sig frá og tók að syngja á ný. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum með æ meiri tilþrifum og gráti. Lítið vissu menn þá að lokaatriðið var fastur liður í tónleikadagskránni hjá Brown, alltaf eins, lokapunktur sem stilltir reykvískir unglingar námu sem tryllingslega og furðulega uppákomu.JaðarmaðurBrown var eitt af stóru nöfnunum í bandarískum skemmtanaiðnaði: hann var að undirbúa tónleika á gamlárskvöld og átti að baki um hundrað tónleika ár hvert hin síðari ár, þrátt fyrir aldur og langan og erfiðan feril. Brown var fæddur í Barnville í suðurhluta Georgíu en ólst upp í Augusta í sama ríki og lenti fljótt upp á kant við lögin, hlaut sinn fyrsta dóm 16 ára, og var alla tíð í jaðri samfélagsins: 1988 var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir vopnaburð og fíkniefnaeign. Hann var margsinnis handtekinn fyrir vopnaburð, heimilisofbeldi og fíkniefnaneyslu. Hann var fjórkvæntur. Faðir fönksinsBrown lærði aldrei að lesa nótur. Hann kom fyrst fram 1955 með systur sinni en hóf svo feril sem söngvari með danshljómsveitum sem oftast voru skipaðar svörtum tónlistarmönnum með djúpar rætur í djassi, gospel og blúshefð suðurríkjanna. Fyrirmyndir hans voru listamenn sem voru vinsælir út fyrir raðir svartra, Ray Charles, Little Richard og síðar þeir sem urðu fyrirferðarmiklir á útgáfu Atlantic.Fyrsta hljómplata hans sem náði einhverri sölu var Please Please Please 1956. Í þá daga var vinsældalistum skipt niður og heimasvæði Browns og fleiri svartra listamanna var vinsældalisti kenndur við R&B. Tónlist Browns tók á sig sérstakan stíl sem byggði á hröðum taktskiptingum, notkun blásturshljóðfæra og sundurslitnum söngstíl. Fönkið varð til.KarlmannsheimurHann náði fyrst efsta sæti vinsældalista með laginu Try me 1959 og átti eftir að komast 119 sinnum á vinsældalista með stök lög og hljóðrita yfir 50 lagasöfn á vínilplötum.Stíll hans er talin hafa mótast til fulls með laginu Night Train sem kom út 1961. Ári síðar hljóðritaði hann frægan konsert í Apollo-leikhúsinu í Harlem sem talin er ein áhrifamesta hljóðritun á heilum tónleikum og gjarnan talin í hópi merkilegustu tónleikahljóðritana dægurtónlistar á síðustu öld.Í kjölfarið komu frá honum nokkrir smellir sem festu hann ofarlega á stjörnuhimin svartra tónlistarmanna: Papa"s got a brand new bag, I got you (I feel good) og It"s a man"s man"s man"s world.Áhrifamikill listamaðurBrown var óneitanlega mikill áhrifavaldur á marga yngri tónlistarmenn: Michael Jackson tók mikið frá honum, bæði í tónlistarstíl og sviðsframkomu, hann hafði stór áhrif á hiphop og rapp vestanhafs og var talinn til forfeðra margra tónlistarmanna sem lögðu þann feril fyrir sig. Miles Davis og fleiri forkólfar í bandarískum djassi sögðust vera í þakkarskuld við hann og á hann hlóðst ýmis heiður hin síðari ár. Hann var framarlega í baráttu og vitundarvakningu svartra og lag hans Say it loud (I'm black and I'm proud) var einkennislag mannréttindahreyfingar blökkumanna og baráttusveitarinnar Black Power á sjöunda áratugnum.Flest söfn hans sem komu út á vínil eru fáanleg í dag á geisladiskum og 1991 var tekið saman safn sem geymir þekktustu hljóðritanir hans. Hann kom hingað til lands 2004 og hélt tónleika í Laugardalshöll og var flestum þar viðstöddum ljóst að þar fór maður sem hafði marga fjöruna sopið, goðsögn í lifanda lífi með einstakan kraft til að flytja tónlist sína.
Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Bíó og sjónvarp Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira