Sterk blanda styrkt um 37 milljónir 18. desember 2006 16:30 Þórir Snær Sigurjónsson hefur fengið styrk upp á 37 milljónir fyrir næstu mynd sína. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Zik Zak hefur fengið styrk upp á 400.000 evrur, tæpar 37 milljónir króna, vegna The Good Heart, næstu myndar leikstjórans Dags Kára. Styrkurinn kemur frá Eurimages, sjóði sem Evrópuráðið hefur yfir að ráða til eflingar kvikmyndagerð í álfunni. Það er síður en svo nýlunda að íslenskt kvikmyndagerðarfólk sæki fé í evrópska sjóði en þessi styrkur þykir hins vegar hærri en gengur og gerist. „Já, styrkurinn er í hærra lagi og ég held að við getum aðallega þakkað það styrkleika handritsins og Degi Kára sem leikstjóra,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak. „Þarna er sterk blanda á ferð.“ Þórir Snær segir að líta megi á upphæðina sem ákveðinn gæðastimpil um leið og hún færi fyrirtækið nær því að geta hafið tökur myndarinnar. Annars held ég að þetta undirstriki hversu Dagur er orðinn sterkt og virt nafn sem leikstjóri í Evrópu.“ Gert er ráð fyrir að tökur á The Good Heart fari fram á Íslandi og í Bandaríkjunum þar sem myndin mun eiga sér stað. Tónlistarmaðurinn og leikarinn Tom Waits og ungstirnið Ryan Gosling hafa verið ráðnir í aðalhlutverkin í myndinni sem er fyrsta mynd Dags á ensku sem hefur áður gert Nóa albínóa á íslensku og Voksne mennesker á dönsku. Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Zik Zak hefur fengið styrk upp á 400.000 evrur, tæpar 37 milljónir króna, vegna The Good Heart, næstu myndar leikstjórans Dags Kára. Styrkurinn kemur frá Eurimages, sjóði sem Evrópuráðið hefur yfir að ráða til eflingar kvikmyndagerð í álfunni. Það er síður en svo nýlunda að íslenskt kvikmyndagerðarfólk sæki fé í evrópska sjóði en þessi styrkur þykir hins vegar hærri en gengur og gerist. „Já, styrkurinn er í hærra lagi og ég held að við getum aðallega þakkað það styrkleika handritsins og Degi Kára sem leikstjóra,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak. „Þarna er sterk blanda á ferð.“ Þórir Snær segir að líta megi á upphæðina sem ákveðinn gæðastimpil um leið og hún færi fyrirtækið nær því að geta hafið tökur myndarinnar. Annars held ég að þetta undirstriki hversu Dagur er orðinn sterkt og virt nafn sem leikstjóri í Evrópu.“ Gert er ráð fyrir að tökur á The Good Heart fari fram á Íslandi og í Bandaríkjunum þar sem myndin mun eiga sér stað. Tónlistarmaðurinn og leikarinn Tom Waits og ungstirnið Ryan Gosling hafa verið ráðnir í aðalhlutverkin í myndinni sem er fyrsta mynd Dags á ensku sem hefur áður gert Nóa albínóa á íslensku og Voksne mennesker á dönsku.
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira