Bræðralag blúsaranna 18. desember 2006 12:30 Skemmtileg blúskvöld eru nú haldin á Classic Rock á mánudagskvöldum. fréttablaðið/vilhelm Undanfarinn mánuð hafa verið í gangi blúskvöld á mánudagskvöldum á Classic Rock. Bubbi Morthens ætlar að blúsa þar á næsta ári auk þess sem blúsarar frá Bandaríkjunum og Kanada eru væntanlegir. Að sögn Smára Jósepssonar, eins af aðstandendum blúskvöldanna, byrjaði boltinn að rúlla þegar blúsþátturinn Bölverkur hóf göngu sína á sunnudögum á útvarpsstöðinni X-FM. Ákváðu þá Smári og félagar að efna til blúskvölda þar sem hinar ýmsu blússveitir gætu troðið upp. „Við höfum reynt að finna tvær nýjar hljómsveitir í hvert sinn og erum með prógram sem getur rúllað í nokkra mánuði. Við erum að reyna að finna þessu farveg þar sem við getum verið með vikulegan dag með blústónleikum um klukkan fimm til sex fyrir alla aldurshópa," segir Smári.Allir velkomnirSmári Jósepsson lætur sig aldrei vanta á blúskvöldin. Hann hvetur alla sem hafa áhuga á blús til að mæta á staðinn.Blús hefur ekki verið í hávegum hafður hér á landi að undanförnu og vilja Smári og félagar ráða bót á því. „Þetta er tónlist sem hefur kannski ekki verið í neinum stöðugum farvegi. Við höfum lagt mikið upp úr því að það séu allir velkomnir og við hvetjum alla til að taka þátt sem eru í blús- og blússkotnum hljómsveitum. Á fyrsta kvöldinu mætti til dæmis gaur sem sagðist spila á munnhörpu. Honum var kippt í gang og hann spilaði viku seinna. Það er svona bræðralag sem er í gangi þarna," segir hann. Ýmislegt framundanBlúskvöldin hafa vakið mikla lukku og á áhorfendum vafalítið eftir að fjölga enn meir á næstunni.Ýmislegt er framundan hjá blúsurunum á næsta ári. Bubbi Morthens ætlar að heiðra þá með nærveru sinni snemma á árinu auk þess sem bandaríski blúsarinn Joe Bonamassa mun troða upp í febrúar og Sean Pinchin frá Kanada í haust.Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í blúskvöldunum, með spilamennsku eða öðru, geta haft samband með tölvupósti á bluesiceland@gmail.com eða kíkt á heimasíðuna Myspace.com/bluesiceland. freyr@frettabladid.is Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Undanfarinn mánuð hafa verið í gangi blúskvöld á mánudagskvöldum á Classic Rock. Bubbi Morthens ætlar að blúsa þar á næsta ári auk þess sem blúsarar frá Bandaríkjunum og Kanada eru væntanlegir. Að sögn Smára Jósepssonar, eins af aðstandendum blúskvöldanna, byrjaði boltinn að rúlla þegar blúsþátturinn Bölverkur hóf göngu sína á sunnudögum á útvarpsstöðinni X-FM. Ákváðu þá Smári og félagar að efna til blúskvölda þar sem hinar ýmsu blússveitir gætu troðið upp. „Við höfum reynt að finna tvær nýjar hljómsveitir í hvert sinn og erum með prógram sem getur rúllað í nokkra mánuði. Við erum að reyna að finna þessu farveg þar sem við getum verið með vikulegan dag með blústónleikum um klukkan fimm til sex fyrir alla aldurshópa," segir Smári.Allir velkomnirSmári Jósepsson lætur sig aldrei vanta á blúskvöldin. Hann hvetur alla sem hafa áhuga á blús til að mæta á staðinn.Blús hefur ekki verið í hávegum hafður hér á landi að undanförnu og vilja Smári og félagar ráða bót á því. „Þetta er tónlist sem hefur kannski ekki verið í neinum stöðugum farvegi. Við höfum lagt mikið upp úr því að það séu allir velkomnir og við hvetjum alla til að taka þátt sem eru í blús- og blússkotnum hljómsveitum. Á fyrsta kvöldinu mætti til dæmis gaur sem sagðist spila á munnhörpu. Honum var kippt í gang og hann spilaði viku seinna. Það er svona bræðralag sem er í gangi þarna," segir hann. Ýmislegt framundanBlúskvöldin hafa vakið mikla lukku og á áhorfendum vafalítið eftir að fjölga enn meir á næstunni.Ýmislegt er framundan hjá blúsurunum á næsta ári. Bubbi Morthens ætlar að heiðra þá með nærveru sinni snemma á árinu auk þess sem bandaríski blúsarinn Joe Bonamassa mun troða upp í febrúar og Sean Pinchin frá Kanada í haust.Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í blúskvöldunum, með spilamennsku eða öðru, geta haft samband með tölvupósti á bluesiceland@gmail.com eða kíkt á heimasíðuna Myspace.com/bluesiceland. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira