JóJó gleymir ekki gleymda fólkinu 16. desember 2006 12:15 Segir Bubba sjá um Hraunið en þeir Soul Brothers ætla að telja í nokkur blúsuð jólalög að Sogni. „Þetta er gleymda fólkið í þjóðfélaginu,“ segir götuspilarinn JóJó. Hann er að búa sig undir för á réttargeðdeildina á Sogni ásamt trymblinum Papa Jazz – Guðmundi Steingrímssyni – og með þeim í för verður bassaleikari úr Sinfóníunni sem heitir Dean Farell. „Já, við ætlum að spila þarna hinn nítjánda. Ætlum að renna í nokkur blúsuð jólalög og kjafta við fólkið. Við Papa köllum okkur alltaf Soul Brothers þegar við komum saman og gott að fá Dean í hópinn. Skömm að ekki skuli fleiri artistar fara að Sogni til að spila. Það mættu fleiri fara þangað og skemmta fólkinu. Bubbi sér um Hraunið en það má ekki gleyma þessum dal,“ segir JóJó. Í sumar fóru þeir Soul Brothers á Sogn til að spila fyrir vistmenn. JóJó segir það eftirminnilega reynslu og hafa komið sér á óvart hversu hlýtt og gott fólkið þar er. Hann segir ekki hægt að líta á vistmenn sem glæpamenn þótt sumir hafi framið hræðilega glæpi í geðsýki sinni. „Maður lítur ekki þannig á. Þetta eru manneskjur sem hafa lent inni á blindgötu eins og svo margir aðrir.“ JóJó ætlar að koma færandi hendi og gefa Sogns-fólki að gjöf nýjan disk sem hann var að setja saman – Jólagötuflippdisk sem JóJó kallar svo. Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er gleymda fólkið í þjóðfélaginu,“ segir götuspilarinn JóJó. Hann er að búa sig undir för á réttargeðdeildina á Sogni ásamt trymblinum Papa Jazz – Guðmundi Steingrímssyni – og með þeim í för verður bassaleikari úr Sinfóníunni sem heitir Dean Farell. „Já, við ætlum að spila þarna hinn nítjánda. Ætlum að renna í nokkur blúsuð jólalög og kjafta við fólkið. Við Papa köllum okkur alltaf Soul Brothers þegar við komum saman og gott að fá Dean í hópinn. Skömm að ekki skuli fleiri artistar fara að Sogni til að spila. Það mættu fleiri fara þangað og skemmta fólkinu. Bubbi sér um Hraunið en það má ekki gleyma þessum dal,“ segir JóJó. Í sumar fóru þeir Soul Brothers á Sogn til að spila fyrir vistmenn. JóJó segir það eftirminnilega reynslu og hafa komið sér á óvart hversu hlýtt og gott fólkið þar er. Hann segir ekki hægt að líta á vistmenn sem glæpamenn þótt sumir hafi framið hræðilega glæpi í geðsýki sinni. „Maður lítur ekki þannig á. Þetta eru manneskjur sem hafa lent inni á blindgötu eins og svo margir aðrir.“ JóJó ætlar að koma færandi hendi og gefa Sogns-fólki að gjöf nýjan disk sem hann var að setja saman – Jólagötuflippdisk sem JóJó kallar svo.
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira