Heragi í hljóðverinu í L.A. 16. desember 2006 11:15 Rokksveitin Mínus tók upp nýjustu plötu sína í Los Angeles. Rokksveitin Mínus er nýkomin heim eftir að hafa tekið upp nýja plötu í Los Angeles. Þar unnu þeir með þekktum upptökustjóra. „Þetta gekk bara vel. Þetta var mjög strangt prógram í stúdíóinu allan tímann. Við vorum í tæpar þrjár vikur að vinna í stúdíói frá morgni til kvölds," segir Frosti Logason, gítarleikari Mínuss. „Eftirvinnslan á plötunni er eftir en við erum búnir að taka upp heila breiðskífu og erum mjög sáttir við útkomuna." Við vinnslu plötunnar nutu Mínus-menn leiðsagnar tveggja þekktra upptökustjóra, Íslendingsins Husky Huskolds og Joe Barresi sem meðal annars hefur unnið með Tool og Queens of the Stone Age Þegar Mínus fékk frí frá upptökunum nýttu þeir félagar tækifærið vel og spiluðu á hinum þekkta tónleikastað Viper Room. Voru viðbrögð áhorfenda mjög góð en þetta var í fyrsta sinn sem sveitin spilaði í Los Angeles. Að sögn Frosta tóku þaulvanir menn upp plötuna. „Þetta var mikil lífsreynsla og góður skóli fyrir okkur. Þetta var allt öðruvísi en við erum vanir og við lærðum mikið á þessu. Það var miklu meiri vandvirkni í öllu heldur en við erum vanir og rosalegur heragi í stúdíóinu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur út." Platan er væntanleg í vor og segir Frosti að hljómurinn sé ekki mjög frábrugðinn síðustu plötu, Halldóri Laxness, sem kom út fyrir þremur árum við frábærar undirtektir. „Þetta er þroskaðri og betri Mínus og þannig séð alveg rökrétt þróun frá því sem við höfum verið að gera," segir Frosti. Ekki er búið að ákveða hvenær Mínus heldur næstu tónleika. „Við vorum með plan fram að þessu og erum nýbúnir að ljúka upptökunum. Við ætlum að setjast niður og slappa af yfir hátíðarnar og svo verður framhaldið ákveðið eftir áramót." Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Rokksveitin Mínus er nýkomin heim eftir að hafa tekið upp nýja plötu í Los Angeles. Þar unnu þeir með þekktum upptökustjóra. „Þetta gekk bara vel. Þetta var mjög strangt prógram í stúdíóinu allan tímann. Við vorum í tæpar þrjár vikur að vinna í stúdíói frá morgni til kvölds," segir Frosti Logason, gítarleikari Mínuss. „Eftirvinnslan á plötunni er eftir en við erum búnir að taka upp heila breiðskífu og erum mjög sáttir við útkomuna." Við vinnslu plötunnar nutu Mínus-menn leiðsagnar tveggja þekktra upptökustjóra, Íslendingsins Husky Huskolds og Joe Barresi sem meðal annars hefur unnið með Tool og Queens of the Stone Age Þegar Mínus fékk frí frá upptökunum nýttu þeir félagar tækifærið vel og spiluðu á hinum þekkta tónleikastað Viper Room. Voru viðbrögð áhorfenda mjög góð en þetta var í fyrsta sinn sem sveitin spilaði í Los Angeles. Að sögn Frosta tóku þaulvanir menn upp plötuna. „Þetta var mikil lífsreynsla og góður skóli fyrir okkur. Þetta var allt öðruvísi en við erum vanir og við lærðum mikið á þessu. Það var miklu meiri vandvirkni í öllu heldur en við erum vanir og rosalegur heragi í stúdíóinu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur út." Platan er væntanleg í vor og segir Frosti að hljómurinn sé ekki mjög frábrugðinn síðustu plötu, Halldóri Laxness, sem kom út fyrir þremur árum við frábærar undirtektir. „Þetta er þroskaðri og betri Mínus og þannig séð alveg rökrétt þróun frá því sem við höfum verið að gera," segir Frosti. Ekki er búið að ákveða hvenær Mínus heldur næstu tónleika. „Við vorum með plan fram að þessu og erum nýbúnir að ljúka upptökunum. Við ætlum að setjast niður og slappa af yfir hátíðarnar og svo verður framhaldið ákveðið eftir áramót."
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira