Útsölunni lokið 15. desember 2006 16:30 Tónlist Buttercup er rokkaðri en á síðustu plötum og það fer þeim ágætlega. Spilagleði þeirra skín í gegn í bestu lögum plötunnar. Stjörnur: 3 Það hefur ekki heyrst mikið frá drengjunum í Buttercup síðustu ár. Þeir voru heitir á sveitaballamarkaðnum í kringum aldamótin með söngkonuna Írisi Kristinsdóttur fremsta í flokki. Þá komu út plötur með afspyrnuslökum titlum á borð við Allt á útsölu og Butt-ercup.is en á þeim leyndust ágætis popplög. Eftir að upprunalegu meðlimirnir urðu einir eftir hefur sveitin snúið sér að nokkuð rokkaðri tónlist. Það gefur afskaplega góða raun því 1500 dagar er besta plata Buttercup til þessa. Tónlistin á 1500 dögum er einfalt popprokk, gítar, bassi og trommur og smá skreytingar með hljómborði og mandólíni. Fyrsta lagið, Fyrr en þú heldur, er flottur smellur en viðlagið minnir óþyrmi-lega mikið á 200.000 naglbíta. Því næst er komið að besta lagi plötunnar, Ekki þess virði, sem er frábær rokkhittari. Önnur sterk lög eru Fullkomið sólarlag, Yndislega óhamingja og Enginn nema ég. Þetta er síður en svo gallalaus plata – Dansarinn er til að mynda alveg hryllilega misheppnað. Brotin skel og Á leiðinni heim minna svo óþyrmilega á sveitaballatíma Buttercup, sér í lagi Á leiðinni heim sem hljómar alveg eins og eitthvert gamalt Þjóðhátíðarlag. Buttercup-menn koma þó nokkuð á óvart hér. Þennan árangur þeirra má ugglaust rekja til þess að þeir hafa gefið sveitaballa„drauminn“ upp á bátinn. Nú eru þetta bara fjórir strákar í hljómsveit að gera tónlist að eigin skapi. Tónlist þeirra mun ekki breyta heiminum, né heldur hafa mikil áhrif á Íslandi. En þeir hafa gaman af þessu og það skín í gegn. Höskuldur Daði Magnússon Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Það hefur ekki heyrst mikið frá drengjunum í Buttercup síðustu ár. Þeir voru heitir á sveitaballamarkaðnum í kringum aldamótin með söngkonuna Írisi Kristinsdóttur fremsta í flokki. Þá komu út plötur með afspyrnuslökum titlum á borð við Allt á útsölu og Butt-ercup.is en á þeim leyndust ágætis popplög. Eftir að upprunalegu meðlimirnir urðu einir eftir hefur sveitin snúið sér að nokkuð rokkaðri tónlist. Það gefur afskaplega góða raun því 1500 dagar er besta plata Buttercup til þessa. Tónlistin á 1500 dögum er einfalt popprokk, gítar, bassi og trommur og smá skreytingar með hljómborði og mandólíni. Fyrsta lagið, Fyrr en þú heldur, er flottur smellur en viðlagið minnir óþyrmi-lega mikið á 200.000 naglbíta. Því næst er komið að besta lagi plötunnar, Ekki þess virði, sem er frábær rokkhittari. Önnur sterk lög eru Fullkomið sólarlag, Yndislega óhamingja og Enginn nema ég. Þetta er síður en svo gallalaus plata – Dansarinn er til að mynda alveg hryllilega misheppnað. Brotin skel og Á leiðinni heim minna svo óþyrmilega á sveitaballatíma Buttercup, sér í lagi Á leiðinni heim sem hljómar alveg eins og eitthvert gamalt Þjóðhátíðarlag. Buttercup-menn koma þó nokkuð á óvart hér. Þennan árangur þeirra má ugglaust rekja til þess að þeir hafa gefið sveitaballa„drauminn“ upp á bátinn. Nú eru þetta bara fjórir strákar í hljómsveit að gera tónlist að eigin skapi. Tónlist þeirra mun ekki breyta heiminum, né heldur hafa mikil áhrif á Íslandi. En þeir hafa gaman af þessu og það skín í gegn. Höskuldur Daði Magnússon
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira