Útsölunni lokið 15. desember 2006 16:30 Tónlist Buttercup er rokkaðri en á síðustu plötum og það fer þeim ágætlega. Spilagleði þeirra skín í gegn í bestu lögum plötunnar. Stjörnur: 3 Það hefur ekki heyrst mikið frá drengjunum í Buttercup síðustu ár. Þeir voru heitir á sveitaballamarkaðnum í kringum aldamótin með söngkonuna Írisi Kristinsdóttur fremsta í flokki. Þá komu út plötur með afspyrnuslökum titlum á borð við Allt á útsölu og Butt-ercup.is en á þeim leyndust ágætis popplög. Eftir að upprunalegu meðlimirnir urðu einir eftir hefur sveitin snúið sér að nokkuð rokkaðri tónlist. Það gefur afskaplega góða raun því 1500 dagar er besta plata Buttercup til þessa. Tónlistin á 1500 dögum er einfalt popprokk, gítar, bassi og trommur og smá skreytingar með hljómborði og mandólíni. Fyrsta lagið, Fyrr en þú heldur, er flottur smellur en viðlagið minnir óþyrmi-lega mikið á 200.000 naglbíta. Því næst er komið að besta lagi plötunnar, Ekki þess virði, sem er frábær rokkhittari. Önnur sterk lög eru Fullkomið sólarlag, Yndislega óhamingja og Enginn nema ég. Þetta er síður en svo gallalaus plata – Dansarinn er til að mynda alveg hryllilega misheppnað. Brotin skel og Á leiðinni heim minna svo óþyrmilega á sveitaballatíma Buttercup, sér í lagi Á leiðinni heim sem hljómar alveg eins og eitthvert gamalt Þjóðhátíðarlag. Buttercup-menn koma þó nokkuð á óvart hér. Þennan árangur þeirra má ugglaust rekja til þess að þeir hafa gefið sveitaballa„drauminn“ upp á bátinn. Nú eru þetta bara fjórir strákar í hljómsveit að gera tónlist að eigin skapi. Tónlist þeirra mun ekki breyta heiminum, né heldur hafa mikil áhrif á Íslandi. En þeir hafa gaman af þessu og það skín í gegn. Höskuldur Daði Magnússon Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Það hefur ekki heyrst mikið frá drengjunum í Buttercup síðustu ár. Þeir voru heitir á sveitaballamarkaðnum í kringum aldamótin með söngkonuna Írisi Kristinsdóttur fremsta í flokki. Þá komu út plötur með afspyrnuslökum titlum á borð við Allt á útsölu og Butt-ercup.is en á þeim leyndust ágætis popplög. Eftir að upprunalegu meðlimirnir urðu einir eftir hefur sveitin snúið sér að nokkuð rokkaðri tónlist. Það gefur afskaplega góða raun því 1500 dagar er besta plata Buttercup til þessa. Tónlistin á 1500 dögum er einfalt popprokk, gítar, bassi og trommur og smá skreytingar með hljómborði og mandólíni. Fyrsta lagið, Fyrr en þú heldur, er flottur smellur en viðlagið minnir óþyrmi-lega mikið á 200.000 naglbíta. Því næst er komið að besta lagi plötunnar, Ekki þess virði, sem er frábær rokkhittari. Önnur sterk lög eru Fullkomið sólarlag, Yndislega óhamingja og Enginn nema ég. Þetta er síður en svo gallalaus plata – Dansarinn er til að mynda alveg hryllilega misheppnað. Brotin skel og Á leiðinni heim minna svo óþyrmilega á sveitaballatíma Buttercup, sér í lagi Á leiðinni heim sem hljómar alveg eins og eitthvert gamalt Þjóðhátíðarlag. Buttercup-menn koma þó nokkuð á óvart hér. Þennan árangur þeirra má ugglaust rekja til þess að þeir hafa gefið sveitaballa„drauminn“ upp á bátinn. Nú eru þetta bara fjórir strákar í hljómsveit að gera tónlist að eigin skapi. Tónlist þeirra mun ekki breyta heiminum, né heldur hafa mikil áhrif á Íslandi. En þeir hafa gaman af þessu og það skín í gegn. Höskuldur Daði Magnússon
Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira