Algjört prump 15. desember 2006 12:00 Aðdáendur þáttanna geta ekki einu sinni réttlætt sorann á þessari plötu. Tónlistin fer inn um eitt eyrað og út um hitt, eins og gestur sem maður er feginn að kveðja og vill aldrei sjá aftur. Stjörnur: 4 Rockstar Supernova ættu allir landsmenn að þekkja en hérna er á ferðinni hljómsveitin úr raunveruleikaþáttunum vinsælu. Það var Lukas Rossi sem fór með sigur af hólmi og þurfti hann Magni okkar að bíta í súrt. Hér er á ferðinni dæmigerð rokktónlist með tilheyrandi harðn-eskju, gólum, þungum bassa, krispí trommum, tærum en rifnum gítarriffum og fjöri. Sagt hefur verið að diskurinn hafi verið klár löngu áður en úrslit voru kunn í þættinum, en ég nenni ekki að trúa því. Það er skemmst frá því að segja að þessi diskur er ekki góður. Tónlistin er ótrúlega óspennandi og hafa þessi gömlu rokk-grey greinilega ekki vott af frumleika eftir í blóðinu. Í hljómsveit þar sem allir þurfa að vera stjörnur, er ekki nein liðsheild og það heyrist svo sannarlega í öllum lögum plötunnar, nema kannski laginu Headspin sem verður á köflum einlægt og ákveðið. Útsetningar Gilby Clark eru svo sem mjög fagmannlegar en ekki í takt við neinn almennilegan tíðaranda. Lukas Rossi er leiðindasöngvari. Hann er gjarn á að væla textana sína í stað þess að syngja þá og tilgerðin hreinlega drýpur af honum. Hann minnir mig einna helst á pervisnu geldingana sem sýndir voru í kvikmyndinni Amadeus. Ýmis fólskuleg upptökutækni er notuð við gerð laganna, en útkoman verður einhver ofhlaðinn hræringur. Ekki kaupa þennan disk, plís. Mér líður eins og einhver hafi rekið við í eyrað á mér. Dóri DNA . Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Rockstar Supernova ættu allir landsmenn að þekkja en hérna er á ferðinni hljómsveitin úr raunveruleikaþáttunum vinsælu. Það var Lukas Rossi sem fór með sigur af hólmi og þurfti hann Magni okkar að bíta í súrt. Hér er á ferðinni dæmigerð rokktónlist með tilheyrandi harðn-eskju, gólum, þungum bassa, krispí trommum, tærum en rifnum gítarriffum og fjöri. Sagt hefur verið að diskurinn hafi verið klár löngu áður en úrslit voru kunn í þættinum, en ég nenni ekki að trúa því. Það er skemmst frá því að segja að þessi diskur er ekki góður. Tónlistin er ótrúlega óspennandi og hafa þessi gömlu rokk-grey greinilega ekki vott af frumleika eftir í blóðinu. Í hljómsveit þar sem allir þurfa að vera stjörnur, er ekki nein liðsheild og það heyrist svo sannarlega í öllum lögum plötunnar, nema kannski laginu Headspin sem verður á köflum einlægt og ákveðið. Útsetningar Gilby Clark eru svo sem mjög fagmannlegar en ekki í takt við neinn almennilegan tíðaranda. Lukas Rossi er leiðindasöngvari. Hann er gjarn á að væla textana sína í stað þess að syngja þá og tilgerðin hreinlega drýpur af honum. Hann minnir mig einna helst á pervisnu geldingana sem sýndir voru í kvikmyndinni Amadeus. Ýmis fólskuleg upptökutækni er notuð við gerð laganna, en útkoman verður einhver ofhlaðinn hræringur. Ekki kaupa þennan disk, plís. Mér líður eins og einhver hafi rekið við í eyrað á mér. Dóri DNA .
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira