Babel fékk flestar tilnefningar 15. desember 2006 09:30 Í myndinni fléttast saman þrjár aðskildar sögur frá þremur heimshornum. Tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna voru tilkynntar í gær. Fjölþjóðlega kvikmyndin Babel, sem skartar leikurunum Brad Pitt og Cate Blanchett, fékk flestar tilnefningar, alls sjö talsins. Golden Globe-verðlaunin verða afhent í 64. sinn 15. janúar næstkomandi. Alejandro González Iñárritu fékk tilnefningu fyrir bestu leikstjórn, en mynd hans, Babel, hlaut sex aðrar tilnefningar, fyrir besta leikara í aukahlutverki, bestu frumsömdu tónlist, bestu mynd, besta handrit og tvær fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki. The Departed, eftir Martin Scorsese, fékk einnig góðar viðtökur. Í myndinni kemur fram einvala lið leikara, en hún fékk sex tilnefningar, þar á meðal fyrir leik Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki og tvær fyrir besta leik í aukahlutverki og voru þar félagarnir Jack Nicholson og Mark Wahlberg tilnefndir. Íslandsvinurinn Clint Eastwood fékk tvær tilnefningar sem besti leikstjóri, aðra fyrir Flags Of Our Fathers, sem var tekin upp að hluta í Sandvík, en hina fyrir systurmynd hennar, Letters From Iwo Jima. Hvorug myndin er þó tilnefnd sem besta mynd í flokki dramamynda. Sú seinni er tilnefnd sem besta myndin á erlendri tungu, en í henni er nær eingöngu töluð japanska. Þar fékk einnig tilnefningu mynd Mel Gibson, Apocalypto, sem er á tungu Maya-indjána. Nokkrar áberandi kvikmyndir hlutu engar tilnefningar, sem þótti koma nokkuð á óvart. Þar á meðal voru The Good German eftir Steven Soderbergh, kvikmynd Robert De Niro, The Good Shepherd, Children Of Men eftir Alfonso Cuaron og United 93 eftir Paul Greengrass, sem fjallar um atburði 11. september árið 2001. Cars, Happy Feet og Monster House hlutu allar tilnefningar sem besta teiknimynd ársins. Golden Globe veitir einnig verðlaun fyrir sjónvarp. Drama- og spennuþættirnir 24, Big Love, Grey's Anatomy, Heroes og Lost fengu allir tilnefningu og Entourage, Ugly Betty, Desperate Housewives, bandaríska útgáfan af The Office og Weeds fengu tilnefningar í flokki bestu gamanþátta. steindor@frettabladid.is Leikkonan Rosario Dawson talaði við kynningu tilnefninganna. . Fólkið á bakvið The Departed. Martin Scorsese, Vera Farmiga og Leonardo DiCaprio við kynningu á myndinni í haust. . Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna voru tilkynntar í gær. Fjölþjóðlega kvikmyndin Babel, sem skartar leikurunum Brad Pitt og Cate Blanchett, fékk flestar tilnefningar, alls sjö talsins. Golden Globe-verðlaunin verða afhent í 64. sinn 15. janúar næstkomandi. Alejandro González Iñárritu fékk tilnefningu fyrir bestu leikstjórn, en mynd hans, Babel, hlaut sex aðrar tilnefningar, fyrir besta leikara í aukahlutverki, bestu frumsömdu tónlist, bestu mynd, besta handrit og tvær fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki. The Departed, eftir Martin Scorsese, fékk einnig góðar viðtökur. Í myndinni kemur fram einvala lið leikara, en hún fékk sex tilnefningar, þar á meðal fyrir leik Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki og tvær fyrir besta leik í aukahlutverki og voru þar félagarnir Jack Nicholson og Mark Wahlberg tilnefndir. Íslandsvinurinn Clint Eastwood fékk tvær tilnefningar sem besti leikstjóri, aðra fyrir Flags Of Our Fathers, sem var tekin upp að hluta í Sandvík, en hina fyrir systurmynd hennar, Letters From Iwo Jima. Hvorug myndin er þó tilnefnd sem besta mynd í flokki dramamynda. Sú seinni er tilnefnd sem besta myndin á erlendri tungu, en í henni er nær eingöngu töluð japanska. Þar fékk einnig tilnefningu mynd Mel Gibson, Apocalypto, sem er á tungu Maya-indjána. Nokkrar áberandi kvikmyndir hlutu engar tilnefningar, sem þótti koma nokkuð á óvart. Þar á meðal voru The Good German eftir Steven Soderbergh, kvikmynd Robert De Niro, The Good Shepherd, Children Of Men eftir Alfonso Cuaron og United 93 eftir Paul Greengrass, sem fjallar um atburði 11. september árið 2001. Cars, Happy Feet og Monster House hlutu allar tilnefningar sem besta teiknimynd ársins. Golden Globe veitir einnig verðlaun fyrir sjónvarp. Drama- og spennuþættirnir 24, Big Love, Grey's Anatomy, Heroes og Lost fengu allir tilnefningu og Entourage, Ugly Betty, Desperate Housewives, bandaríska útgáfan af The Office og Weeds fengu tilnefningar í flokki bestu gamanþátta. steindor@frettabladid.is Leikkonan Rosario Dawson talaði við kynningu tilnefninganna. . Fólkið á bakvið The Departed. Martin Scorsese, Vera Farmiga og Leonardo DiCaprio við kynningu á myndinni í haust. .
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira