Jóel í nýju varplandi 4. desember 2006 11:00 Varp, Jóel Pálsson * * * Varp ber vott um frjóar lagasmíðar Jóels Pálssonar sem þó hefði mátt útfæra á heildstæðari hátt. Jóel Pálsson er einn fremsti djass-tónlistamaður okkar Íslendinga og er fremstur meðal jafningja í hópi þeirra ungu tónlistarmanna sem hafa lagt þessa tónlistastefnu fyrir sig. Á Varpi setur Jóel sig í stellingar, fær til sín fjögurra manna hljómsveit sem hrúgar sig saman í hljóðveri og tekur upp. Ekkert óekta, bara alvöru „live"-hljómur sem virkar vel á djassplötum að mati undirritaðs. Stemningin kemst alltaf betur til skila með þessu móti. Lagið Innri opnar dyrnar að heimi Jóels en gefur kannski ekki réttu myndina af því sem koma skal. Að einhverju leyti rólegur og hefðbundin djass þar sem Jóel leikur listir sínar. Andrúm slær hins vegar hlustandann í andlitið og næstu þrjú lög hljóma líkt og félagarnir hafi ákveðið að pönkast í þessum hefðbundnu hljóðfærum. Hammond-orgelið fær að njóta sín og við tekur villt rokk og pönk með góðum spuna. Á köflum getur þetta virkað þreytandi en pönkið, rokkið og djassinn í einum og sama pottinum er á köflum nokkuð skemmtileg útkoma. Áheyrandinn fær smá pásu í lögunum Plasmi og Jörð en svo heldur Jóel áfram með að prófa sig í ólíkum straumum og stefnum. Lokar þessu með því ágæta lagi Eftirmál. Ungarnir af öllum stærðum og gerðum eru komnir á legg og flognir úr hreiðrinu í varplandi Jóels. Varp er fyrst og fremst vel spiluð plata, Davíð Þór Jónsson sýnir snilldartakta á hammond orgelið, Hilmar Jensson er traustur á gítarnum og þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Matthías Hemstock standa þeim ekki langt að baki. Varp líður hins vegar fyrir skorti á heildarmynd og á köflum getur platan hreinlega verið þreytandi fyrir áheyrandann. Varp fer því ekki í neinar sögubækur en er skemmtileg fyrir þá sem hafa gaman af fjölbreyttum lagasmíðum og þéttum, lifandi hljómi. Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Jóel Pálsson er einn fremsti djass-tónlistamaður okkar Íslendinga og er fremstur meðal jafningja í hópi þeirra ungu tónlistarmanna sem hafa lagt þessa tónlistastefnu fyrir sig. Á Varpi setur Jóel sig í stellingar, fær til sín fjögurra manna hljómsveit sem hrúgar sig saman í hljóðveri og tekur upp. Ekkert óekta, bara alvöru „live"-hljómur sem virkar vel á djassplötum að mati undirritaðs. Stemningin kemst alltaf betur til skila með þessu móti. Lagið Innri opnar dyrnar að heimi Jóels en gefur kannski ekki réttu myndina af því sem koma skal. Að einhverju leyti rólegur og hefðbundin djass þar sem Jóel leikur listir sínar. Andrúm slær hins vegar hlustandann í andlitið og næstu þrjú lög hljóma líkt og félagarnir hafi ákveðið að pönkast í þessum hefðbundnu hljóðfærum. Hammond-orgelið fær að njóta sín og við tekur villt rokk og pönk með góðum spuna. Á köflum getur þetta virkað þreytandi en pönkið, rokkið og djassinn í einum og sama pottinum er á köflum nokkuð skemmtileg útkoma. Áheyrandinn fær smá pásu í lögunum Plasmi og Jörð en svo heldur Jóel áfram með að prófa sig í ólíkum straumum og stefnum. Lokar þessu með því ágæta lagi Eftirmál. Ungarnir af öllum stærðum og gerðum eru komnir á legg og flognir úr hreiðrinu í varplandi Jóels. Varp er fyrst og fremst vel spiluð plata, Davíð Þór Jónsson sýnir snilldartakta á hammond orgelið, Hilmar Jensson er traustur á gítarnum og þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Matthías Hemstock standa þeim ekki langt að baki. Varp líður hins vegar fyrir skorti á heildarmynd og á köflum getur platan hreinlega verið þreytandi fyrir áheyrandann. Varp fer því ekki í neinar sögubækur en er skemmtileg fyrir þá sem hafa gaman af fjölbreyttum lagasmíðum og þéttum, lifandi hljómi.
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira