Nýtt fólk og nýir karakterar í Stelpunum 3. desember 2006 13:30 Tökum lokið á stelpunum. Sævar Guðmundsson leikstjóri gerir allt klárt í næsta skot. „Það var alveg rosalega skemmtilegt. Erfitt en skemmtilegt,” segir Sævar Guðmundsson leikstjóri en nýverið lauk tökum á nýrri seríu af gamanþáttunum Stelpurnar sem Sagafilm framleiðir fyrir Stöð 2. Þetta er í fyrsta skipti sem Sævar leikstýrir Stelpunum en á liðnum árum hefur hann starfað sem auglýsingaleikstjóri, auk þess að leikstýra stuttmyndum og þáttunum um Venna Páer sem er verið að sýna á Skjá einum. „Það er fyrst og fremst frábær kjarni sem stendur á bak við þessa þætti. Hópur sem gerir erfitt og annasamt verk létt og skemmtilegt, eða léttara í það minnsta” segir Sævar og er sáttur við afraksturinn. Eitthvað er þó um ný andlit í Stelpunum í þessari nýju seríu þar sem Brynhildur Guðjónsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Steinn Ármann Magnússon eru ekki lengur með. Í þeirra stað eru komin Helga Braga Jónsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og strákarnir Sveppi, Auddi og Pétur svo það er engin vöntun á grínurum frekar en fyrr. Sævar tekur fram að með viðbættum fyrri kjarna hafi þessi hópur unnið einstaklega vel saman. „Í raun er alveg sama hvaða vitleysingur er að leikstýra þessum snillingum.“ segir Sævar í léttum tón. „Í nýju seríunni er samt ekki mikið um að fyrri karakterar snúi aftur, enda er alltaf lagt upp með að gera nýja og ferska hluti. Enga að síður vorum við að vinna með týpur og atriði í sama anda, með sama húmor og hefur þegar fallið svona vel í kramið hjá Íslendingum.“ Sævar er nú sestur við að klippa þættina og hefur gaman af. Stelpurnar fara í sýningu eftir áramót. Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Það var alveg rosalega skemmtilegt. Erfitt en skemmtilegt,” segir Sævar Guðmundsson leikstjóri en nýverið lauk tökum á nýrri seríu af gamanþáttunum Stelpurnar sem Sagafilm framleiðir fyrir Stöð 2. Þetta er í fyrsta skipti sem Sævar leikstýrir Stelpunum en á liðnum árum hefur hann starfað sem auglýsingaleikstjóri, auk þess að leikstýra stuttmyndum og þáttunum um Venna Páer sem er verið að sýna á Skjá einum. „Það er fyrst og fremst frábær kjarni sem stendur á bak við þessa þætti. Hópur sem gerir erfitt og annasamt verk létt og skemmtilegt, eða léttara í það minnsta” segir Sævar og er sáttur við afraksturinn. Eitthvað er þó um ný andlit í Stelpunum í þessari nýju seríu þar sem Brynhildur Guðjónsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Steinn Ármann Magnússon eru ekki lengur með. Í þeirra stað eru komin Helga Braga Jónsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og strákarnir Sveppi, Auddi og Pétur svo það er engin vöntun á grínurum frekar en fyrr. Sævar tekur fram að með viðbættum fyrri kjarna hafi þessi hópur unnið einstaklega vel saman. „Í raun er alveg sama hvaða vitleysingur er að leikstýra þessum snillingum.“ segir Sævar í léttum tón. „Í nýju seríunni er samt ekki mikið um að fyrri karakterar snúi aftur, enda er alltaf lagt upp með að gera nýja og ferska hluti. Enga að síður vorum við að vinna með týpur og atriði í sama anda, með sama húmor og hefur þegar fallið svona vel í kramið hjá Íslendingum.“ Sævar er nú sestur við að klippa þættina og hefur gaman af. Stelpurnar fara í sýningu eftir áramót.
Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira