Nýtt og betra Tjarnarbíó í bígerð 1. desember 2006 14:00 Gunnar segir breytingarnar, „um það bil næstum því að detta inn“. „Þetta er samstarf sjálfstæðu leikhúsanna og alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar, markmiðið er að reka þarna leikhús og bíóhús saman,“ segir Gunnar Gunnsteinsson, framkvæmdastjóri bandalags sjálfstæðra leikhúsa. Nú stendur til að efla starfsemi Tjarnarbíós, bæta og breyta húsnæðinu á ýmsan hátt. Gera á betri aðstöðu fyrir leikhópa baksviðs, og í skýrslu um framtíðarsýn á húsinu kemur fram að gera eigi það, „tæknilega fullbúið fyrir leik-, dans- og kvikmyndasýningar“. „Við köllum þetta Masterplan,” segir Gunnar, en ekki er enn búið að fullfjármagna framkvæmdirnar. „Við fengum smá pening frá ríkinu og núna erum við í umræðum við Menningar- og ferðamálaráð.“ Fái áætlunin að ganga eftir má með sanni segja að menningarlíf borgarinnar eflist til muna. Ekki hefur verið rekið grasrótar kvikmyndahús í Reykjavík síðan Fjalarkötturinn var og hét og með tilkomu betri aðstöðu mun gatan fyrir sjálfstæða leikhópa aldrei hafa verið jafn greið. „Þetta er svona um það bil, næstum því að detta inn,“ segir Gunnar að lokum en ekki hefur endanleg ákvörðun verið tekin hjá eiganda hússins, en það er Reykjavíkurborg. Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Þetta er samstarf sjálfstæðu leikhúsanna og alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar, markmiðið er að reka þarna leikhús og bíóhús saman,“ segir Gunnar Gunnsteinsson, framkvæmdastjóri bandalags sjálfstæðra leikhúsa. Nú stendur til að efla starfsemi Tjarnarbíós, bæta og breyta húsnæðinu á ýmsan hátt. Gera á betri aðstöðu fyrir leikhópa baksviðs, og í skýrslu um framtíðarsýn á húsinu kemur fram að gera eigi það, „tæknilega fullbúið fyrir leik-, dans- og kvikmyndasýningar“. „Við köllum þetta Masterplan,” segir Gunnar, en ekki er enn búið að fullfjármagna framkvæmdirnar. „Við fengum smá pening frá ríkinu og núna erum við í umræðum við Menningar- og ferðamálaráð.“ Fái áætlunin að ganga eftir má með sanni segja að menningarlíf borgarinnar eflist til muna. Ekki hefur verið rekið grasrótar kvikmyndahús í Reykjavík síðan Fjalarkötturinn var og hét og með tilkomu betri aðstöðu mun gatan fyrir sjálfstæða leikhópa aldrei hafa verið jafn greið. „Þetta er svona um það bil, næstum því að detta inn,“ segir Gunnar að lokum en ekki hefur endanleg ákvörðun verið tekin hjá eiganda hússins, en það er Reykjavíkurborg.
Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira