Fagmennska er ekki nóg! 30. nóvember 2006 11:00 Enn ein Ædolplatan sem er alveg eins og enn ein Ædolplatan, nema að það er meira kántrí og slidegítar. Þegar ég fékk plötu Bríetar Sunnu í hendurnar hugsaði ég með mér að hér væri komin enn ein Ædol-platan, hrikalega ófrumleg um-slagsmynd sagði allt sem segja þurfti. Ég leit aftan á plötuna og skoðaði lagalistann. „Nohh, þeir hafa ákveðið að treysta á ábreiðulögin, greinilegt að frumsömdu lögin hafa ekki verið að gera sig,“ hugsaði ég með mér. Leit síðan á það hverjir íslenskuðu lögin og mér til nákvæmlega engrar furðu voru það Stefán Hilmarsson, Einar Bárðarson og Kristján Hreinsson. Leit inn í umslagið til þess að athuga hvort þér/mér/hér-rím væri ekki örugglega að finna í textum Einars. Júbb, í báðum lögunum hans. Einar klikkar ekki. Ég skoðaði betur lögin og þóttist þekkja að hér væru á ferðinni tónmild kántrílög enda hafði Bríet oft lýst yfir ást sinni á slíkum lögum í Ædolinu. Af fyrri reynslu þóttist ég samt vita að hér myndi ekki kveða við nýjan tón. Ædol-diskarnir hafa hingað til einkennst af ófrumleika, einsleitum útsetningum, fljótfærni og gríðarlegri hræðslu við að taka áhættu. Því ætti þessi plata Bríetar Sunnu að vera eitthvað öðruvísi en hinar? Eitt var ég líka viss um; frammistaða Bríetar átti eftir að vera hin fínasta enda ágæt söngkona þar á ferð. Á listanum yfir þá sem komu að upptöku plötunnar var ég líka viss um að engan viðvaningsbrag mætti finna á plötunni. En það er einfaldlega ekki nóg að tónlist sé fagmannlega gerð. Það þarf einfaldlega svo miklu miklu miklu miklu meira, allavega til þess að tónlist geti talist góð. Ég endaði samt að sjálfsögðu á því að hlusta á gripinn almennilega en því miður, og ég endurtek: því miður, reyndust áhyggjur mínar um ágæti plötunnar á rökum reistar. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Þegar ég fékk plötu Bríetar Sunnu í hendurnar hugsaði ég með mér að hér væri komin enn ein Ædol-platan, hrikalega ófrumleg um-slagsmynd sagði allt sem segja þurfti. Ég leit aftan á plötuna og skoðaði lagalistann. „Nohh, þeir hafa ákveðið að treysta á ábreiðulögin, greinilegt að frumsömdu lögin hafa ekki verið að gera sig,“ hugsaði ég með mér. Leit síðan á það hverjir íslenskuðu lögin og mér til nákvæmlega engrar furðu voru það Stefán Hilmarsson, Einar Bárðarson og Kristján Hreinsson. Leit inn í umslagið til þess að athuga hvort þér/mér/hér-rím væri ekki örugglega að finna í textum Einars. Júbb, í báðum lögunum hans. Einar klikkar ekki. Ég skoðaði betur lögin og þóttist þekkja að hér væru á ferðinni tónmild kántrílög enda hafði Bríet oft lýst yfir ást sinni á slíkum lögum í Ædolinu. Af fyrri reynslu þóttist ég samt vita að hér myndi ekki kveða við nýjan tón. Ædol-diskarnir hafa hingað til einkennst af ófrumleika, einsleitum útsetningum, fljótfærni og gríðarlegri hræðslu við að taka áhættu. Því ætti þessi plata Bríetar Sunnu að vera eitthvað öðruvísi en hinar? Eitt var ég líka viss um; frammistaða Bríetar átti eftir að vera hin fínasta enda ágæt söngkona þar á ferð. Á listanum yfir þá sem komu að upptöku plötunnar var ég líka viss um að engan viðvaningsbrag mætti finna á plötunni. En það er einfaldlega ekki nóg að tónlist sé fagmannlega gerð. Það þarf einfaldlega svo miklu miklu miklu miklu meira, allavega til þess að tónlist geti talist góð. Ég endaði samt að sjálfsögðu á því að hlusta á gripinn almennilega en því miður, og ég endurtek: því miður, reyndust áhyggjur mínar um ágæti plötunnar á rökum reistar. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira