Tónlist

Falleg útgáfugleði hjá Fabúlu í Tjarnarbíói

Fabúla söng lög af nýju plötunni sinni við góðar undirtektir.
Fabúla söng lög af nýju plötunni sinni við góðar undirtektir. MYND/Atli

Tónlistarkonan Fabúla hélt útgáfutónleika í Tjarnarbíói á dögunum ásamt hljómsveit sinni. Fluttu þau efni af nýútkominni plötu, Dusk, við góðar undirtektir.

Með Fabúlu á tónleikunum voru Birkir Rafn Gíslason á gítar, Jökull Jörgensen á bassa, Sigtryggur Baldursson á trommur og slagverk og Ingunn Halldórsdóttir á selló. Platan Dusk einkennist af „melankólskri leikgleði" og ríkti sá andi í Tjarnarbíói þetta föstudagskvöld.

Fjöldi fólks var samankominn í Tjarnarbíói til að hlýða á útgáfutónleikana.


.
Sellóleikarinn Ingunn Halldórsdóttir og bassaleikarinn Jökull Jörgensen voru Fabúlu til halds og trausts á tónleikunum.


.
Fyrrum Sykurmolinn Sigtryggur Baldursson, til hægri, sem nýverið spilaði á endurkomutónleikum sveitarinnar í Höllinni, og gítarleikarinn Birkir Rafn Gíslason spiluðu í Tjarnarbíói.


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.