Bíó og sjónvarp

Sacha Baron felur sig á bak við Borat

Leikarinn vinsæli hefur verið gagnrýndur fyrir nýjustu mynd sína, Borat.
Leikarinn vinsæli hefur verið gagnrýndur fyrir nýjustu mynd sína, Borat.

Sacha Baron Cohen, sem leikur fréttamanninn umdeilda Borat í nýrri gamanmynd, segist ekki geta komið sjálfum sér eða öðrum í vandræðalega aðstöðu ef hann væri ekki að leika persónu.

„Maður getur falið sig á bak við persónurnar og gert hluti sem manni sjálfum finnst erfitt að gera,“ sagði Cohen.

Hann hefur verið gagnrýndur fyrir fordóma gegn gyðingum en Cohen er sjálfur gyðingur. „Með því að tala gegn gyðingum fæ ég fólk til að afhjúpa sig og greina frá fordómum sínum,“ sagði hann.

Myndin Borat hefur slegið rækilega í gegn um allan heim en margir hafa engu að síður gagnrýnt Baron fyrir að láta í ljós hina ýmsa fordóma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×