Bó á vinsældalista í Þýskalandi 17. nóvember 2006 13:15 Þjóðverjum fellur vel í geð flutningur Björgvins á laginu Eina ósk eftir Jóhann G. Jóhannsson. „Nei nei, og þó …jú," svarar Björgvin Halldórsson stórsöngvari spurður út í fréttir þess efnis að lagið Eina ósk í hans flutningi sé að slá í gegn í Þýskalandi um þessar mundir. Á dögunum barst Björgvini tölvupóstur frá Christian Milling, útvarpsstjóra Radio 700 í Þýskalandi. Stöðin, sem nær til hálfrar annarrar milljónar heimila þar í landi, leggur áherslu á tónlist frá sjöunda áratugnum fram undir lok þess níunda og færði útvarpsstjórinn söngvaranum þær fréttir að Eina ósk hafi verið ofarlega á vinsældalista stöðvarinnar svo vikum skipti. „Þessi Christian vissi að ég hafði verið í Evróvisjón og fleiru og vill endilega taka viðtal við mig og gera tveggja tíma þátt um mig og tónlistina sem ég hef gert í gegnum tíðina," segir Björgvin. Þátturinn heitir Startreff og í þeim hefur verið rætt við nokkrar skærustu stjörnur Þýskalands, til dæmis Dieter-Thomas Heck, Hans Blum og Bernd Clüver. „Hann býðst til að taka viðtalið á þýsku, ensku, frönsku, allt eftir því hvað hentar mér. Ég hef náttúrlega tök á þessu öllu saman og get valið úr," segir Björgvin og slengir fram nokkrum þýskum orðum eins og ekkert sé. „Það er spurning hvort við tökum þetta ekki bara á esperanto." Björgvin segir gaman hversu lengi lög sín hafa lifað og ekki síst að það sé verið að spila lög á íslensku í útlöndum. „Ég fæ flutningsskýrslur víða að úr heiminum, aðallega Evrópu. Ég læt þó vera að tala um vinsældir í því sambandi, þær eru afstæðar. En það er ekki ónýtt að komast að í Þýskalandi, þetta er annar stærsti markaðurinn í heiminum," segir Björgvin, sem bíður spenntur eftir að Christian hringi hvað úr hverju. Menning Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Nei nei, og þó …jú," svarar Björgvin Halldórsson stórsöngvari spurður út í fréttir þess efnis að lagið Eina ósk í hans flutningi sé að slá í gegn í Þýskalandi um þessar mundir. Á dögunum barst Björgvini tölvupóstur frá Christian Milling, útvarpsstjóra Radio 700 í Þýskalandi. Stöðin, sem nær til hálfrar annarrar milljónar heimila þar í landi, leggur áherslu á tónlist frá sjöunda áratugnum fram undir lok þess níunda og færði útvarpsstjórinn söngvaranum þær fréttir að Eina ósk hafi verið ofarlega á vinsældalista stöðvarinnar svo vikum skipti. „Þessi Christian vissi að ég hafði verið í Evróvisjón og fleiru og vill endilega taka viðtal við mig og gera tveggja tíma þátt um mig og tónlistina sem ég hef gert í gegnum tíðina," segir Björgvin. Þátturinn heitir Startreff og í þeim hefur verið rætt við nokkrar skærustu stjörnur Þýskalands, til dæmis Dieter-Thomas Heck, Hans Blum og Bernd Clüver. „Hann býðst til að taka viðtalið á þýsku, ensku, frönsku, allt eftir því hvað hentar mér. Ég hef náttúrlega tök á þessu öllu saman og get valið úr," segir Björgvin og slengir fram nokkrum þýskum orðum eins og ekkert sé. „Það er spurning hvort við tökum þetta ekki bara á esperanto." Björgvin segir gaman hversu lengi lög sín hafa lifað og ekki síst að það sé verið að spila lög á íslensku í útlöndum. „Ég fæ flutningsskýrslur víða að úr heiminum, aðallega Evrópu. Ég læt þó vera að tala um vinsældir í því sambandi, þær eru afstæðar. En það er ekki ónýtt að komast að í Þýskalandi, þetta er annar stærsti markaðurinn í heiminum," segir Björgvin, sem bíður spenntur eftir að Christian hringi hvað úr hverju.
Menning Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira