Nýi kvikmyndasamningurinn 17. nóvember 2006 12:45 Rétt ár er liðið frá því menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, lýsti því yfir í beinni útsendingu á Eddunni að hún vildi endurnýja samkomulag við hagsmunaaðila í kvikmyndaiðnaði, en þá hafði það runnið út nær tíu mánuðum fyrr. Það var loks skrifað undir nýtt samkomulag á þriðjudag í þessari viku. Við sama tækifæri tilkynnti iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, að hann gerði tillögu um að lög frá 1999 um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi sem renna sitt skeið í lok ársins, verði framlengd til næstu fimm ára. Ráðherra leggur til við efnahagsnefnd að endurgreiðsluhlutfall verði hækkað. Raunar er samkomulag menntamálaráðherra og fjármálaráðherra og frumvarp iðnaðarráðherrans nokkur aðskilin en samtengd mál. Það skýrir máski dráttinn sem hefur verið á frágangi málsins. Stefna ríkisstjórnarinnar er ekki að fullu skýr í þessum málaflokki og blandast þar inn í frumvarp um ríkisútvarpið og fjölmiðlalögin. Allur vari er um veika stefnu í samkomulaginu, „stefnt skal að …" er margoft notað í stuttu samkomulaginu og þar er vari á um samþykki Alþingis. Ekki er tekið fram hvort upphæðir eru tryggðar með vísitölu - og verður að að láta Árna Mathiesen og Þorgerði Katrínu njóta vafans - og treysta því að allar tölur geri gott betur en standast vísitölu, þær taki hana á sig. Ef ekki þá er plaggið sýndarmennskan ein og stendur rétt vísitöluhækkanir milli ára. Afskipti iðnaðar- og viðskiptaráðherra af málinu vekur upp gamalt álitamál: á kvikmyndaiðnaðurinn að sækja sér styrk í iðnaðinn eða leita ásjár hjá menntamálaráðherra? Endurgreiðslan var sett á til að auka flæði erlendra verkefna hingað til vinnslu að hluta. Nú vill ráðherrann að endurgreiðsluhlutfallið fari upp í 15 prósent úr 12 prósent. Sú ráðstöfun er skynsamleg. Ríki Bandaríkjanna og Kanada hafa í langan tíma unnið skipulega að því að draga til sín erlend framleiðslufyrirtæki. Norðurlöndin vildu gjarna sjá koma til sín erlend verkefni. Íslensk þjónusta við erlend fyrirtæki hefur fyrst og fremst landslag að bjóða og þótti sumum langt gengið þegar Clint Eastwood sneri hér öllu við. En endurgreiðslan gerir meira: hér fær fólk í iðnaði og þjónustu verkefni sem það annars ekki hefur. Ein nýjungin í samningnum er að loksins er sjónvarpssjóð komið á fót. Reyndar var yfirlýst stefna þegar menningarsjóður útvarpsstöðva var lagður niður að í hans stað skyldi koma ný deild hjá Kvikmyndamiðstöð. Nú er hann kominn til að vera. Innan fjögurra ára skulu í þeim sjóði vera 125 milljónir og einbeitt að leiknu sjónvarpsefni fyrir fjölskyldur og börn. Í því felst viðurkenning á þeirri sárgrætilegu staðreynd að íslenskar sjónvarpsstöðvar misbjóða börnum dag eftir dag með lélegu efni, kynningum sem klæddar eru sem barnaefni, eins og Stundinni okkar og Afa. Þetta árið eru 15 milljónir í sjóðnum, stefnt er að hann fari í 50 milljónir 2007, síðan 80, 95 og loks 125 árið 2010. Þetta er mikilvæg viðbót. Heimildamyndasjóður gætir einnig hagsmuna stuttmynda og hreyfimynda og vex raunar minnst, hann fær 100 milljónir 2007, hækkar um 10 milljónir 2008, 15 milljónir 2009 og endar í 125 milljónum. Stefnt skal að því að styrkhlutfall fari í 50 prósent af kostnaði. Aukin verkefni þeirrar deildar þýða í raun að verkefnum mun fækka, enda markaður erfiðari en í leiknu efni. Leiknar myndir í fullri lengd hafa lengst af verið fyrirferðarmestar í íslenskri kvikmyndagerð. Vegur þeirra flestra erlendis er lítill. Margar þeirra ná ekki til fleiri njótenda en meðal útvarpsleikrit í ríkishljóðvarpinu. En forkólfar í kvikmyndasamtökum eru allir kvikmyndaleikstjórar og þær eru settar á oddinn í nýja samningnum: Á næsta ári hefur kvikmyndamiðstöð 310 milljónir til að auka veg íslenskra kvikmyndagerðarmanna, það hækkar í 340 2008, 380 2009 og verður - stefnt skal að - 420 milljónir 2010. Vísitölutryggt? Þar er efinn. Kvikmyndamiðstöð eru aftur veittar sérstakar 30 milljónir næstu fjögur ár til samframleiðslu sem er merk nýjung. Það styrkir framleiðendur og mun koma íslenskri kvikmyndagerð til góða sem sækir sitt fjármagn að mestu í erlenda sjóði. Enn þá. Mörg atriði í samkomulagi þessu lýsa mest góðum vilja: barnamyndir annað hvert ár, fjórar myndir í fullri lengd á ári, sem sýnir hvar mest áhersla hefur verið í samninganefndinni. „Meðalframleiðslukostnaður" 2010 áætla aðilar að verði 210 miljónir - það er beinlínis óskhyggja og álíka áþreifanlegt eins og vonir um grasprettu það ár. Menntamálaráðherra hefur haft yfrinn tíma til að ljúka málinu og var við það að bíta hausinn af skömminni á sunnudag þegar hún mætir í næstu Eddu-útsendingu. Hennar mönnum tókst að forða því stórslysi. Enn eru stórar eyður í heildstæðri stefnu í málum kvikmyndaiðnaðar landsins og enn lifir sú spurning hvort honum væri ekki betur komið í faðmi iðnaðarráðuneytisins. Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Rétt ár er liðið frá því menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, lýsti því yfir í beinni útsendingu á Eddunni að hún vildi endurnýja samkomulag við hagsmunaaðila í kvikmyndaiðnaði, en þá hafði það runnið út nær tíu mánuðum fyrr. Það var loks skrifað undir nýtt samkomulag á þriðjudag í þessari viku. Við sama tækifæri tilkynnti iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, að hann gerði tillögu um að lög frá 1999 um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi sem renna sitt skeið í lok ársins, verði framlengd til næstu fimm ára. Ráðherra leggur til við efnahagsnefnd að endurgreiðsluhlutfall verði hækkað. Raunar er samkomulag menntamálaráðherra og fjármálaráðherra og frumvarp iðnaðarráðherrans nokkur aðskilin en samtengd mál. Það skýrir máski dráttinn sem hefur verið á frágangi málsins. Stefna ríkisstjórnarinnar er ekki að fullu skýr í þessum málaflokki og blandast þar inn í frumvarp um ríkisútvarpið og fjölmiðlalögin. Allur vari er um veika stefnu í samkomulaginu, „stefnt skal að …" er margoft notað í stuttu samkomulaginu og þar er vari á um samþykki Alþingis. Ekki er tekið fram hvort upphæðir eru tryggðar með vísitölu - og verður að að láta Árna Mathiesen og Þorgerði Katrínu njóta vafans - og treysta því að allar tölur geri gott betur en standast vísitölu, þær taki hana á sig. Ef ekki þá er plaggið sýndarmennskan ein og stendur rétt vísitöluhækkanir milli ára. Afskipti iðnaðar- og viðskiptaráðherra af málinu vekur upp gamalt álitamál: á kvikmyndaiðnaðurinn að sækja sér styrk í iðnaðinn eða leita ásjár hjá menntamálaráðherra? Endurgreiðslan var sett á til að auka flæði erlendra verkefna hingað til vinnslu að hluta. Nú vill ráðherrann að endurgreiðsluhlutfallið fari upp í 15 prósent úr 12 prósent. Sú ráðstöfun er skynsamleg. Ríki Bandaríkjanna og Kanada hafa í langan tíma unnið skipulega að því að draga til sín erlend framleiðslufyrirtæki. Norðurlöndin vildu gjarna sjá koma til sín erlend verkefni. Íslensk þjónusta við erlend fyrirtæki hefur fyrst og fremst landslag að bjóða og þótti sumum langt gengið þegar Clint Eastwood sneri hér öllu við. En endurgreiðslan gerir meira: hér fær fólk í iðnaði og þjónustu verkefni sem það annars ekki hefur. Ein nýjungin í samningnum er að loksins er sjónvarpssjóð komið á fót. Reyndar var yfirlýst stefna þegar menningarsjóður útvarpsstöðva var lagður niður að í hans stað skyldi koma ný deild hjá Kvikmyndamiðstöð. Nú er hann kominn til að vera. Innan fjögurra ára skulu í þeim sjóði vera 125 milljónir og einbeitt að leiknu sjónvarpsefni fyrir fjölskyldur og börn. Í því felst viðurkenning á þeirri sárgrætilegu staðreynd að íslenskar sjónvarpsstöðvar misbjóða börnum dag eftir dag með lélegu efni, kynningum sem klæddar eru sem barnaefni, eins og Stundinni okkar og Afa. Þetta árið eru 15 milljónir í sjóðnum, stefnt er að hann fari í 50 milljónir 2007, síðan 80, 95 og loks 125 árið 2010. Þetta er mikilvæg viðbót. Heimildamyndasjóður gætir einnig hagsmuna stuttmynda og hreyfimynda og vex raunar minnst, hann fær 100 milljónir 2007, hækkar um 10 milljónir 2008, 15 milljónir 2009 og endar í 125 milljónum. Stefnt skal að því að styrkhlutfall fari í 50 prósent af kostnaði. Aukin verkefni þeirrar deildar þýða í raun að verkefnum mun fækka, enda markaður erfiðari en í leiknu efni. Leiknar myndir í fullri lengd hafa lengst af verið fyrirferðarmestar í íslenskri kvikmyndagerð. Vegur þeirra flestra erlendis er lítill. Margar þeirra ná ekki til fleiri njótenda en meðal útvarpsleikrit í ríkishljóðvarpinu. En forkólfar í kvikmyndasamtökum eru allir kvikmyndaleikstjórar og þær eru settar á oddinn í nýja samningnum: Á næsta ári hefur kvikmyndamiðstöð 310 milljónir til að auka veg íslenskra kvikmyndagerðarmanna, það hækkar í 340 2008, 380 2009 og verður - stefnt skal að - 420 milljónir 2010. Vísitölutryggt? Þar er efinn. Kvikmyndamiðstöð eru aftur veittar sérstakar 30 milljónir næstu fjögur ár til samframleiðslu sem er merk nýjung. Það styrkir framleiðendur og mun koma íslenskri kvikmyndagerð til góða sem sækir sitt fjármagn að mestu í erlenda sjóði. Enn þá. Mörg atriði í samkomulagi þessu lýsa mest góðum vilja: barnamyndir annað hvert ár, fjórar myndir í fullri lengd á ári, sem sýnir hvar mest áhersla hefur verið í samninganefndinni. „Meðalframleiðslukostnaður" 2010 áætla aðilar að verði 210 miljónir - það er beinlínis óskhyggja og álíka áþreifanlegt eins og vonir um grasprettu það ár. Menntamálaráðherra hefur haft yfrinn tíma til að ljúka málinu og var við það að bíta hausinn af skömminni á sunnudag þegar hún mætir í næstu Eddu-útsendingu. Hennar mönnum tókst að forða því stórslysi. Enn eru stórar eyður í heildstæðri stefnu í málum kvikmyndaiðnaðar landsins og enn lifir sú spurning hvort honum væri ekki betur komið í faðmi iðnaðarráðuneytisins.
Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira