Hugarsmíð Simons Cowell slær í gegn 16. nóvember 2006 11:45 Þau Louis Walsh, Sharon Osbourne og Simon Cowell hafa fengið sinn skerf af gagnrýni í bresku fjölmiðlunum. Hugmyndasmiðurinn á bak við X-Factor ætti að vera íslenskum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur en það er Idol-dómarinn Simon Cowell. Er talið að hann hafi viljað koma á fót þætti sem hann ætti sjálfur sjónvarpsréttinn að. Hugmyndin hjá Cowell hefur væntanlega verið sú að nýta eigin vinsældir, sem eru töluverðar, og átti X-Factor að koma í staðinn fyrir Pop Idol sem ýtt var út í kuldann eftir tvær þáttaraðir. Ekki gekk hins vegar þrautalaust fyrir Cowell og félaga að koma þættinum á legg á sínum tíma því gamall samstarfsfélagi Cowells, Simon Fuller, setti í fyrstu lögbann á þáttinn og taldi hann vera of líkan Pop Idol sem hann á heiðurinn að. Fyrirtækið hans 19 TV höfðaði því mál á hendur FreemantleMedia, Simon Cowell og fyrirtæki hans Simco and Syco. Málið rataði alla leið fyrir dómara en áður en hann komst að niðurstöðu sömdu nafnarnir um málalyktir og fær Fuller sinn skerf af öllum þeim gróða sem X-Factor aflar. Þáttaröðin í Bretlandi hefur jafnframt fengið sína útreið í bresku pressunni því götublöðin þar hafa verið dugleg við að herja á þáttastjórnendur og þátttakendur. Þannig hafa þau Louis Walsh og Sharon Osbourne verið sökuð um „óheiðarleg" vinnubrögð og Walsh sagður hygla keppendum sem hann þekkti áður en þeir tóku þátt. Hvað sem því líður hefur X-Factor á Bretlandi hlotið fjöldann allan af verðlaunum og hirti meðal annars The British Comedy Awards í fyrra. Breskir fjölmiðlar hafa hins vegar ósjaldan haldið því fram að þátturinn sé skipulagður í þaula, ákveðið sé fyrirfram hvaða atriði komist áfram og orðaskipti dómaranna séu skrifuð niður fyrirfram. Vakti það mikla undrun og athygli þegar Louis Walsh tilkynnti að hann hygðist ekki snúa aftur í einni þáttaröðinni og sakaði hina dómarana um einelti. Urðu fjölmiðlar enn sannfærðari um leikstýrðan þátt þegar Walsh settist í dómarasætið næstu helgi á eftir. Íslendingar tengjast bresku útgáfunni nokkuð því Nylon-flokkurinn hefur sungið með tveimur þátttakendanna sem náð hafa nokkuð langt; þær kveikja á jólaljósum í breskum smábæ með sigurvegara fyrstu keppninnar, Steve Brookstein, og voru á tónleikaferðalagi með strákasveitinni Journey South sem náðu þriðja sætinu í fyrra. Stjórnendur ITV sjá væntanlega ekki eftir þeirri ráðstöfun að leggja Cowell lið því yfir tíu milljónir manna horfa á hann, Sharon og Walsh berjast um bestu bitana. X-Factor-þátturinn er talinn vera eitt stærsta áheyrnarpróf Bretlands því þarna mega allir á aldrinum sextán ára og upp úr taka þátt. Áður en fyrsti þátturinn var gerður mættu fimmtíu þúsund þátttakendur, þeim fjölgaði í sjötíu og fimm þúsund fyrir næsta þátt og hafa verið í kringum hundrað þúsund fyrir þættina sem nú eru í gangi. Verðlaunin í Bretlandi eru heldur ekki af verri endanum, ein milljón sterlingspunda og plötusamningur og samkvæmt veðbönkum í Bretlandi fyrir þessi jól er líklegast að smáskífa sigurvegara X-Factor, sem krýndur verður í jólamánuðinum, komi til með að tróna á toppnum, en það ætti að gefa góða mynd af vinsældum þáttarins þar. Nú þegar Íslendingar halda X-Factor í fyrsta skipti komast þeir í hóp með löndum á borð við Kasakstan, Belgíu, Ástralíu, Hollandi og Kólumbíu auk Rússlands. Samkvæmt lagaákvæðum má ekki gera X-Factor í Bandaríkjunum þar sem Simon Cowell er skuldbundinn American Idol. Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hugmyndasmiðurinn á bak við X-Factor ætti að vera íslenskum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur en það er Idol-dómarinn Simon Cowell. Er talið að hann hafi viljað koma á fót þætti sem hann ætti sjálfur sjónvarpsréttinn að. Hugmyndin hjá Cowell hefur væntanlega verið sú að nýta eigin vinsældir, sem eru töluverðar, og átti X-Factor að koma í staðinn fyrir Pop Idol sem ýtt var út í kuldann eftir tvær þáttaraðir. Ekki gekk hins vegar þrautalaust fyrir Cowell og félaga að koma þættinum á legg á sínum tíma því gamall samstarfsfélagi Cowells, Simon Fuller, setti í fyrstu lögbann á þáttinn og taldi hann vera of líkan Pop Idol sem hann á heiðurinn að. Fyrirtækið hans 19 TV höfðaði því mál á hendur FreemantleMedia, Simon Cowell og fyrirtæki hans Simco and Syco. Málið rataði alla leið fyrir dómara en áður en hann komst að niðurstöðu sömdu nafnarnir um málalyktir og fær Fuller sinn skerf af öllum þeim gróða sem X-Factor aflar. Þáttaröðin í Bretlandi hefur jafnframt fengið sína útreið í bresku pressunni því götublöðin þar hafa verið dugleg við að herja á þáttastjórnendur og þátttakendur. Þannig hafa þau Louis Walsh og Sharon Osbourne verið sökuð um „óheiðarleg" vinnubrögð og Walsh sagður hygla keppendum sem hann þekkti áður en þeir tóku þátt. Hvað sem því líður hefur X-Factor á Bretlandi hlotið fjöldann allan af verðlaunum og hirti meðal annars The British Comedy Awards í fyrra. Breskir fjölmiðlar hafa hins vegar ósjaldan haldið því fram að þátturinn sé skipulagður í þaula, ákveðið sé fyrirfram hvaða atriði komist áfram og orðaskipti dómaranna séu skrifuð niður fyrirfram. Vakti það mikla undrun og athygli þegar Louis Walsh tilkynnti að hann hygðist ekki snúa aftur í einni þáttaröðinni og sakaði hina dómarana um einelti. Urðu fjölmiðlar enn sannfærðari um leikstýrðan þátt þegar Walsh settist í dómarasætið næstu helgi á eftir. Íslendingar tengjast bresku útgáfunni nokkuð því Nylon-flokkurinn hefur sungið með tveimur þátttakendanna sem náð hafa nokkuð langt; þær kveikja á jólaljósum í breskum smábæ með sigurvegara fyrstu keppninnar, Steve Brookstein, og voru á tónleikaferðalagi með strákasveitinni Journey South sem náðu þriðja sætinu í fyrra. Stjórnendur ITV sjá væntanlega ekki eftir þeirri ráðstöfun að leggja Cowell lið því yfir tíu milljónir manna horfa á hann, Sharon og Walsh berjast um bestu bitana. X-Factor-þátturinn er talinn vera eitt stærsta áheyrnarpróf Bretlands því þarna mega allir á aldrinum sextán ára og upp úr taka þátt. Áður en fyrsti þátturinn var gerður mættu fimmtíu þúsund þátttakendur, þeim fjölgaði í sjötíu og fimm þúsund fyrir næsta þátt og hafa verið í kringum hundrað þúsund fyrir þættina sem nú eru í gangi. Verðlaunin í Bretlandi eru heldur ekki af verri endanum, ein milljón sterlingspunda og plötusamningur og samkvæmt veðbönkum í Bretlandi fyrir þessi jól er líklegast að smáskífa sigurvegara X-Factor, sem krýndur verður í jólamánuðinum, komi til með að tróna á toppnum, en það ætti að gefa góða mynd af vinsældum þáttarins þar. Nú þegar Íslendingar halda X-Factor í fyrsta skipti komast þeir í hóp með löndum á borð við Kasakstan, Belgíu, Ástralíu, Hollandi og Kólumbíu auk Rússlands. Samkvæmt lagaákvæðum má ekki gera X-Factor í Bandaríkjunum þar sem Simon Cowell er skuldbundinn American Idol.
Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira