Orrustan um Alsír sýnd 14. nóvember 2006 13:30 Gillo Pontecorvo Við lát ítalska leikstjórans Gillo Pontecorvo fyrir skemmstu hafa menn víða um lönd dustað rykið af meistaraverki hans frá 1966, Orrustunni um Alsír, eða La Battaglia di Algeri. Í kvöld og á laugardag verður hún sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafnsins. Þessi mynd var gerð með heimild Alsírstjórnar og Pontecorvo sýnir alsírsku uppreisnina meistaralega frá báðum hliðum. Franska útlendingahersveitin hefur yfirgefið Víetnam eftir ósigur og þarf nauðsynlega að sýna getu sína. Alsíringar berjast til sjálfstæðis. Andstæðingarnir mætast og allt fer í bál og brand. Frakkar nota pyntingar en Alsír-ingar beita sprengjutilræðum. Að lokum vinna Frakkar orrustuna en tapa stríðinu eins og svo algengt er í nútíma styrjöldum og einmitt er nú að endurtaka sig í Írak, Palestínu og Líbanon. Myndin speglar heimskulegar tilraunir stjórnvalda til þess að leysa ágreining með ofbeldi, hámarks mannfalli og endalausum þjáningum á báða bóga, auk þess að draga óhjákvæmileg endalokin, ítrekað, á langinn. Við sjáum stríð í sinni verstu mynd, sem skaðar og flekkar hvern sem í það blandast. Eins og margar aðrar klassískar myndir er hún um atburð á ákveðnum tíma en jafnframt tímalaus. Í henni felst lærdómur sem er hvorki fyrir uppreisnarmenn eða nýlenduherra, heldur fyrir mannkynið. Leikurinn er svo eðlilegur og sannfærandi að margir áhorfendur og jafnvel gagnrýnendur héldu að þetta væri heimildarmynd en ekki leikin bíómynd. Pontecorvo samdi sjálfur tónlistina við myndina í samvinnu við Ennio Morricone. Myndin er á ensku, frönsku og arabísku en sýnd með dönskum texta. Menning Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Við lát ítalska leikstjórans Gillo Pontecorvo fyrir skemmstu hafa menn víða um lönd dustað rykið af meistaraverki hans frá 1966, Orrustunni um Alsír, eða La Battaglia di Algeri. Í kvöld og á laugardag verður hún sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafnsins. Þessi mynd var gerð með heimild Alsírstjórnar og Pontecorvo sýnir alsírsku uppreisnina meistaralega frá báðum hliðum. Franska útlendingahersveitin hefur yfirgefið Víetnam eftir ósigur og þarf nauðsynlega að sýna getu sína. Alsíringar berjast til sjálfstæðis. Andstæðingarnir mætast og allt fer í bál og brand. Frakkar nota pyntingar en Alsír-ingar beita sprengjutilræðum. Að lokum vinna Frakkar orrustuna en tapa stríðinu eins og svo algengt er í nútíma styrjöldum og einmitt er nú að endurtaka sig í Írak, Palestínu og Líbanon. Myndin speglar heimskulegar tilraunir stjórnvalda til þess að leysa ágreining með ofbeldi, hámarks mannfalli og endalausum þjáningum á báða bóga, auk þess að draga óhjákvæmileg endalokin, ítrekað, á langinn. Við sjáum stríð í sinni verstu mynd, sem skaðar og flekkar hvern sem í það blandast. Eins og margar aðrar klassískar myndir er hún um atburð á ákveðnum tíma en jafnframt tímalaus. Í henni felst lærdómur sem er hvorki fyrir uppreisnarmenn eða nýlenduherra, heldur fyrir mannkynið. Leikurinn er svo eðlilegur og sannfærandi að margir áhorfendur og jafnvel gagnrýnendur héldu að þetta væri heimildarmynd en ekki leikin bíómynd. Pontecorvo samdi sjálfur tónlistina við myndina í samvinnu við Ennio Morricone. Myndin er á ensku, frönsku og arabísku en sýnd með dönskum texta.
Menning Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein