Valnefndarmenn Eddunnar hafa orðið fyrir áreitni 12. nóvember 2006 06:00 Ekki er gefið upp hverjir skipa hverja valnefnd um sig sem býður upp á bollaleggingar um hagsmunatengsl. „Að menn tilnefni sjálfa sig? Það er auðvitað ekki um það að ræða,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarmaður í kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni. Nokkur ólga er meðal kvikmyndagerðarmanna því stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út opinberlega hverjir skipa hverja valnefnd, þeirra sem völdu hverjir hlutu tilnefningu til Edduverðlauna. Þannig er nokkur skortur á gegnsæi og því gefið undir fótinn að um hagsmunatengsl geti verið að ræða. Að menn tilnefni jafnvel sjálfa sig. Þannig er til dæmis Marteinn St. Þórsson í valnefndarhópnum en hann er tilnefndur í flokki besta sjónvarpsþáttar fyrir Kompás. Ástæðan fyrir því að aðeins er nefnt hverjir eru í valnefndarhópnum öllum er sú að menn sem setið hafa í valnefndum hafa orðið fyrir áreitni í gegnum tíðina. Björn Brynjúlfur staðfestir að svo sé en málið hefur verið rætt mjög í stjórn. Þessu hafi verið hagað svona að þessu sinni til að beina umkvörtunum til stjórnar en ekki að þau beinist að valnefndarmönnum sem slíkum. „Sumir hafa orðið fyrir áreitni af einhverjum sem eiga hagsmuna að gæta. En þetta er ekkert leyndarmál, ef menn telja að eitthvað sé vafasamt varðandi tilnefningarnar geta þeir fengið nánari upplýsingar. Það væri hryllilegt slys ef kæmi í ljós að um hagsmunatengsl væri að ræða. Það myndi rýra trúverðugleika verðlaunanna og við pössum vel upp á það.“ Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir kvikmyndagerðarmenn að sögn Björns Brynjúlfs enda um íslensku „óskarsverðlaunin“ að ræða. Stimpill sem greitt getur götu kvikmyndagerðarmanna að styrkjum erlendis. Önnur gagnrýni sem Edduverðlaunin hafa mátt búa við er sú að hver verðlaun fyrir sig séu ekki nægjanlega vel skilgreind. Þannig er erfitt að bera saman teiknimynd og töku í kvikmynd en svo er í flokknum „Útlit myndar“. Björn segir rétt að stundum sé þetta eins og að bera saman epli og appelsínur en menn verði að meta hvert verk um sig en ekki í samanburði. Edduverðlaunin verða svo afhent með pompi og prakt 19. þessa mánaðar. Björn vonast til þess að umfjöllunin verði á jákvæðu nótunum og því er gaman að segja frá því að kynnar hátíðarinnar verða ekki af verri endanum, spaugarinn Pétur Jóhann og svo sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn sjá um það. Eddan Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Að menn tilnefni sjálfa sig? Það er auðvitað ekki um það að ræða,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarmaður í kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni. Nokkur ólga er meðal kvikmyndagerðarmanna því stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út opinberlega hverjir skipa hverja valnefnd, þeirra sem völdu hverjir hlutu tilnefningu til Edduverðlauna. Þannig er nokkur skortur á gegnsæi og því gefið undir fótinn að um hagsmunatengsl geti verið að ræða. Að menn tilnefni jafnvel sjálfa sig. Þannig er til dæmis Marteinn St. Þórsson í valnefndarhópnum en hann er tilnefndur í flokki besta sjónvarpsþáttar fyrir Kompás. Ástæðan fyrir því að aðeins er nefnt hverjir eru í valnefndarhópnum öllum er sú að menn sem setið hafa í valnefndum hafa orðið fyrir áreitni í gegnum tíðina. Björn Brynjúlfur staðfestir að svo sé en málið hefur verið rætt mjög í stjórn. Þessu hafi verið hagað svona að þessu sinni til að beina umkvörtunum til stjórnar en ekki að þau beinist að valnefndarmönnum sem slíkum. „Sumir hafa orðið fyrir áreitni af einhverjum sem eiga hagsmuna að gæta. En þetta er ekkert leyndarmál, ef menn telja að eitthvað sé vafasamt varðandi tilnefningarnar geta þeir fengið nánari upplýsingar. Það væri hryllilegt slys ef kæmi í ljós að um hagsmunatengsl væri að ræða. Það myndi rýra trúverðugleika verðlaunanna og við pössum vel upp á það.“ Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir kvikmyndagerðarmenn að sögn Björns Brynjúlfs enda um íslensku „óskarsverðlaunin“ að ræða. Stimpill sem greitt getur götu kvikmyndagerðarmanna að styrkjum erlendis. Önnur gagnrýni sem Edduverðlaunin hafa mátt búa við er sú að hver verðlaun fyrir sig séu ekki nægjanlega vel skilgreind. Þannig er erfitt að bera saman teiknimynd og töku í kvikmynd en svo er í flokknum „Útlit myndar“. Björn segir rétt að stundum sé þetta eins og að bera saman epli og appelsínur en menn verði að meta hvert verk um sig en ekki í samanburði. Edduverðlaunin verða svo afhent með pompi og prakt 19. þessa mánaðar. Björn vonast til þess að umfjöllunin verði á jákvæðu nótunum og því er gaman að segja frá því að kynnar hátíðarinnar verða ekki af verri endanum, spaugarinn Pétur Jóhann og svo sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn sjá um það.
Eddan Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira