Kúlan fyrir yngsta aldurshópinn 4. nóvember 2006 14:30 Brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik. Sýningin Ljóð á hreyfingu vakti mikla hrifningu fyrr á árinu en hún var frumsýnd í vor. mynd/þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsið opnar nýtt leikrými í dag svonefnda Kúlu, sem er helgað ungum áhorfendum og nýrri leikhúsreynslu. Kúlan er þar sem áður var Litla svið Þjóðleikhússins. Eitt af hlutverkum Þjóðleikhússins er að stuðla að leikhúsuppeldi barna. Lengi hefur skort stað í húsinu sem helgaður væri börnum, þótt barnasýningar hafi frá upphafi verið stór hluti af verkefnaskrá hússins. Þá hefur leikhúsinu ekki verið fært að halda úti virkum leikferðum í skóla nema einstaka ár. Það er því mikilvægur áfangi í rekstri hússins þegar þar er komið svið sem helgað er börnum. Í tilkynningu frá Þjóðleikhúsi segir svo: „Kúlunni er ætlað að vera tilraunasvið helgað leiklistaruppeldi. Þar mun leikhúsið kynna ungum áhorfendum leikhúsið með smábarnasýningum og smærri barna- og unglingasýningum. Í Kúlunni munu einnig áhorfendur á öllum aldri geta öðlast nýja leikhúsreynslu, og meðal annars kynnst leikhúsinu á nýjan hátt í gegnum brúðuleiksýningar af ýmsu tagi. Kúlan er í sama húsi og sýningarrýmið Kassinn, í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu 7. Kassinn og Kúlan eru hvort um sig vettvangur tilrauna á sviði leiklistar, þar sem bæði leikhúsfólk og áhorfendur nálgast leikhúsið á nýjan hátt. Vígslusýning Kúlunnar verður Umbreyting – Ljóð á hreyfingu, brúðuleiksýning Bernds Ogrodnik sem er einkum ætluð fullorðnum. Umbreyting var frumsýnd á Listahátíð í Reykjavík á liðnu vori. Gullfalleg sýning samsett úr fjölda fínstilltra atriða og leiðir vel í ljós hvílík tök Ogrodnik hefur á list sinni. Eftir áramót verður sýning fyrir yngstu áhorfendurna í Kúlunni, brúðusýning Bernds um Pétur og úlfinn. Sýningin er byggð á samnefndri sögu og tónverki Sergeis Prokofiefs, sem tónskáldið samdi í þeim tilgangi að kenna börnum að skilja og njóta tónlistar. Í sýningunni birtist okkur þetta óviðjafnanlega ævintýri myndrænt með aðstoð handútskorinna leikbrúða sem Bernd stjórnar af sinni alkunnu snilld. Menning Mest lesið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þjóðleikhúsið opnar nýtt leikrými í dag svonefnda Kúlu, sem er helgað ungum áhorfendum og nýrri leikhúsreynslu. Kúlan er þar sem áður var Litla svið Þjóðleikhússins. Eitt af hlutverkum Þjóðleikhússins er að stuðla að leikhúsuppeldi barna. Lengi hefur skort stað í húsinu sem helgaður væri börnum, þótt barnasýningar hafi frá upphafi verið stór hluti af verkefnaskrá hússins. Þá hefur leikhúsinu ekki verið fært að halda úti virkum leikferðum í skóla nema einstaka ár. Það er því mikilvægur áfangi í rekstri hússins þegar þar er komið svið sem helgað er börnum. Í tilkynningu frá Þjóðleikhúsi segir svo: „Kúlunni er ætlað að vera tilraunasvið helgað leiklistaruppeldi. Þar mun leikhúsið kynna ungum áhorfendum leikhúsið með smábarnasýningum og smærri barna- og unglingasýningum. Í Kúlunni munu einnig áhorfendur á öllum aldri geta öðlast nýja leikhúsreynslu, og meðal annars kynnst leikhúsinu á nýjan hátt í gegnum brúðuleiksýningar af ýmsu tagi. Kúlan er í sama húsi og sýningarrýmið Kassinn, í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu 7. Kassinn og Kúlan eru hvort um sig vettvangur tilrauna á sviði leiklistar, þar sem bæði leikhúsfólk og áhorfendur nálgast leikhúsið á nýjan hátt. Vígslusýning Kúlunnar verður Umbreyting – Ljóð á hreyfingu, brúðuleiksýning Bernds Ogrodnik sem er einkum ætluð fullorðnum. Umbreyting var frumsýnd á Listahátíð í Reykjavík á liðnu vori. Gullfalleg sýning samsett úr fjölda fínstilltra atriða og leiðir vel í ljós hvílík tök Ogrodnik hefur á list sinni. Eftir áramót verður sýning fyrir yngstu áhorfendurna í Kúlunni, brúðusýning Bernds um Pétur og úlfinn. Sýningin er byggð á samnefndri sögu og tónverki Sergeis Prokofiefs, sem tónskáldið samdi í þeim tilgangi að kenna börnum að skilja og njóta tónlistar. Í sýningunni birtist okkur þetta óviðjafnanlega ævintýri myndrænt með aðstoð handútskorinna leikbrúða sem Bernd stjórnar af sinni alkunnu snilld.
Menning Mest lesið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein