Sissel syngur jólin inn á Íslandi í ár 4. nóvember 2006 10:30 Sissel Kyrkjebø syngur jólin inn fyrir milljónir Evrópubúa frá Hallgrímskirkju. Norska óperusöngkonan Sissel Kyrkjebø verður ein af þeim fimm söngkonum sem koma fram á jólatónleikum í Laugardalshöll þann fimmta desember samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sissel er einhver skærasta stjarna sígildrar tónlistar og nýtur mikilla vinsælda hér á landi þá ekki síst jólaplötur hennar. Tónleikarnir, sem heita European Divas, koma í staðinn fyrir árlega tónleika íslensku Frostrósanna en þær troðfylltu Höllina í fyrra. Reikna má með að Kyrkjebø njóti fulltingis annarra evrópskra söngkvenna. Það er útgáfufyrirtækið Frost sem stendur að þessum glæsilegu tónleikum en ekki var hægt að fá upplýsingar hjá fyrirtækinu og var vísað til blaðamannafundar sem væntanlega verður haldinn á mánudaginn. Sissel Kyrkjebø kom hingað til lands fyrir tæpu ári og hélt rómaða tónleika í Háskólabíói þar sem færri komust að en vildu. Í kjölfarið gaf hún út plötuna Nordisk Vinternatt þar sem norska dívan söng meðal annars Sofðu unga ástin mín eftir Jóhann Sigurjónsson á íslensku og verður fróðlegt að sjá hvort Kyrkjebø taki íslenskt jólalag upp á sína arma. Hallgrímskirkja verður jafnframt lögð undir sérstaka sjónvarpsútsendingu sem send verður út til tíu Evrópulanda og verður ekki selt inn á þá tónleika, en þarna verður um að ræða einn stærsta sjónvarpsviðburð sem Íslendingar hafa lagt í. Sissel mun því syngja inn jólin fyrir milljónir Evrópubúa frá Íslandi og þykir þetta vera einstök kynning fyrir bæði Reykjavík og landið sjálft. Menning Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Norska óperusöngkonan Sissel Kyrkjebø verður ein af þeim fimm söngkonum sem koma fram á jólatónleikum í Laugardalshöll þann fimmta desember samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sissel er einhver skærasta stjarna sígildrar tónlistar og nýtur mikilla vinsælda hér á landi þá ekki síst jólaplötur hennar. Tónleikarnir, sem heita European Divas, koma í staðinn fyrir árlega tónleika íslensku Frostrósanna en þær troðfylltu Höllina í fyrra. Reikna má með að Kyrkjebø njóti fulltingis annarra evrópskra söngkvenna. Það er útgáfufyrirtækið Frost sem stendur að þessum glæsilegu tónleikum en ekki var hægt að fá upplýsingar hjá fyrirtækinu og var vísað til blaðamannafundar sem væntanlega verður haldinn á mánudaginn. Sissel Kyrkjebø kom hingað til lands fyrir tæpu ári og hélt rómaða tónleika í Háskólabíói þar sem færri komust að en vildu. Í kjölfarið gaf hún út plötuna Nordisk Vinternatt þar sem norska dívan söng meðal annars Sofðu unga ástin mín eftir Jóhann Sigurjónsson á íslensku og verður fróðlegt að sjá hvort Kyrkjebø taki íslenskt jólalag upp á sína arma. Hallgrímskirkja verður jafnframt lögð undir sérstaka sjónvarpsútsendingu sem send verður út til tíu Evrópulanda og verður ekki selt inn á þá tónleika, en þarna verður um að ræða einn stærsta sjónvarpsviðburð sem Íslendingar hafa lagt í. Sissel mun því syngja inn jólin fyrir milljónir Evrópubúa frá Íslandi og þykir þetta vera einstök kynning fyrir bæði Reykjavík og landið sjálft.
Menning Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira