Á hlut í níu Eddu-tilnefningum 4. nóvember 2006 18:30 Ragnar Bragason Verk tengd honum eru tilnefnd til níu Eddu-verðlauna. MYND/Heiða Tilnefningar til Eddu-verðlaunanna voru tilkynntar á fimmtudaginn og fullyrða má að verk tengd leikstjóranum Ragnari Bragasyni hafi staðið upp úr. Sjálfur er Ragnar tilnefndur til fjögurra verðlauna, eina tilnefningu hlaut hann sem leikstjóri ársins fyrir sjónvarpsþáttinn Stelpurnar og þrjár fyrir kvikmyndina Börn sem keppir við bæði Mýrina og Blóðbönd um titilinn besta kvikmynd ársins. Ragnar viðurkenndi að þessi fjöldi tilnefninga hefði komið honum skemmtilega óvart. „Mikið gleðiefni fyrir alla þá sem tóku þátt í gerð Barna," sagði leikstjórinn sem lýsti yfir sérstakri ánægju sinni með hversu margir leikarar Barna hefðu verið tilnefndir en þau Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Margrét Helga Jóhannesdóttir fengu öll sína tilnefninguna hvert. Kvikmyndin er nú sýnd á American Film Market þar sem þúsundir dreifingar-og sýningaraðila koma saman til að berjast um bestu bitana og vonaðist Ragnar eftir góðum árangri þar vestra. Ragnar og leikhópurinn Vesturport fóru óvenjulega leið þegar gerð Barna hófst því það getur reynst erfitt fyrir kvikmyndagerðarmann að fá styrk fyrir mynd sem nánast ekkert handrit er að. „Við byrjuðum því bara og treystum á yfirdrætti en þetta er nú aðferð sem ég myndi ekki mæla með," segir Ragnar en þegar tökur voru hafnar kom Kvikmyndamiðstöð Íslands inn í heildardæmið. Kostnaðurinn við gerð Barna var ekki hár, rúmar þrjátíu milljónir sem þykja ekki miklir peningar, jafnvel á íslenskan mælikvarða, en myndin hefur fengið frábæra dóma þótt aðsóknin hafi ekki verið neitt fagnaðarefni, alls fjórtán þúsund manns hafa séð hana í bíó. Ragnar viðurkenndi líka að vera eilítið vonsvikinn með aðsóknina en vonaðist hins vegar til að Eddu-tilnefningarnar yrðu til þess að fleiri sæju sér fært að skella sér á hana. Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tilnefningar til Eddu-verðlaunanna voru tilkynntar á fimmtudaginn og fullyrða má að verk tengd leikstjóranum Ragnari Bragasyni hafi staðið upp úr. Sjálfur er Ragnar tilnefndur til fjögurra verðlauna, eina tilnefningu hlaut hann sem leikstjóri ársins fyrir sjónvarpsþáttinn Stelpurnar og þrjár fyrir kvikmyndina Börn sem keppir við bæði Mýrina og Blóðbönd um titilinn besta kvikmynd ársins. Ragnar viðurkenndi að þessi fjöldi tilnefninga hefði komið honum skemmtilega óvart. „Mikið gleðiefni fyrir alla þá sem tóku þátt í gerð Barna," sagði leikstjórinn sem lýsti yfir sérstakri ánægju sinni með hversu margir leikarar Barna hefðu verið tilnefndir en þau Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Margrét Helga Jóhannesdóttir fengu öll sína tilnefninguna hvert. Kvikmyndin er nú sýnd á American Film Market þar sem þúsundir dreifingar-og sýningaraðila koma saman til að berjast um bestu bitana og vonaðist Ragnar eftir góðum árangri þar vestra. Ragnar og leikhópurinn Vesturport fóru óvenjulega leið þegar gerð Barna hófst því það getur reynst erfitt fyrir kvikmyndagerðarmann að fá styrk fyrir mynd sem nánast ekkert handrit er að. „Við byrjuðum því bara og treystum á yfirdrætti en þetta er nú aðferð sem ég myndi ekki mæla með," segir Ragnar en þegar tökur voru hafnar kom Kvikmyndamiðstöð Íslands inn í heildardæmið. Kostnaðurinn við gerð Barna var ekki hár, rúmar þrjátíu milljónir sem þykja ekki miklir peningar, jafnvel á íslenskan mælikvarða, en myndin hefur fengið frábæra dóma þótt aðsóknin hafi ekki verið neitt fagnaðarefni, alls fjórtán þúsund manns hafa séð hana í bíó. Ragnar viðurkenndi líka að vera eilítið vonsvikinn með aðsóknina en vonaðist hins vegar til að Eddu-tilnefningarnar yrðu til þess að fleiri sæju sér fært að skella sér á hana.
Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira