Latabæ spáð meiri vinsældum en Justin 4. nóvember 2006 14:00 Er eitt vinsælasta sjónvarpsefnið í Bretlandi og diskurinn með lögum úr þættinum þykir líklegur til vinsælda Smáskífa Latabæjar, Bing Bang, þykir líkleg til vinsælda um jólin í Bretlandi ef marka má veðbankann Wiliam Hill sem er einn sá virtasti í sínu fagi. Smáskífan er meðal þeirra fimm sem líklegastar þykja til að hreppa fyrsta sætið á vinsældarlistanum og eru líkurnar sagðar einn á móti tuttugu en listinn verður gerður opinber á jóladag. Efst á blaði er fyrsta smáskífa sigurvegarans í X-Factor en þættirnir njóta mikilla vinsælda hjá Bretununum. Fast á hæla hans eru skallapopparinn Cliff Richard, All Angels og Take That en meðal þeirra sem Glanni glæpur og Íþróttaálfurinn skjóta ref fyrir rass eru Girls Aloud, Westlife, Justin Timberlake og Gwen Stefani. Bing Bang er lokalagið í Latabæjar-þáttunum og á smáskífunni er það í nokkrum útgáfum, meðal annars í karókí-útgáfu svo að börnin geti spreytt sig á því. Vinsældir Latabæjar verða sífellt meiri hjá breskum börnum en þátturinn var nýlega tilnefndur til Bafta-verðlaunanna bresku sem þykja með þeim virtustu í heimi. Þátturinn er sýndur á tveimur vinsælustu sjónvarpsstöðvum Bretlands, BBC og Nickledeon, sem er að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, upplýsingafulltrúa LazyTown, algjört einsdæmi. "Þær hafa yfirleitt barist um bestu bitana en þetta samstarf gerir það að verkum að flest börn geta með góðu móti horft á þættina," segir Kjartan. -fgg Menning Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Smáskífa Latabæjar, Bing Bang, þykir líkleg til vinsælda um jólin í Bretlandi ef marka má veðbankann Wiliam Hill sem er einn sá virtasti í sínu fagi. Smáskífan er meðal þeirra fimm sem líklegastar þykja til að hreppa fyrsta sætið á vinsældarlistanum og eru líkurnar sagðar einn á móti tuttugu en listinn verður gerður opinber á jóladag. Efst á blaði er fyrsta smáskífa sigurvegarans í X-Factor en þættirnir njóta mikilla vinsælda hjá Bretununum. Fast á hæla hans eru skallapopparinn Cliff Richard, All Angels og Take That en meðal þeirra sem Glanni glæpur og Íþróttaálfurinn skjóta ref fyrir rass eru Girls Aloud, Westlife, Justin Timberlake og Gwen Stefani. Bing Bang er lokalagið í Latabæjar-þáttunum og á smáskífunni er það í nokkrum útgáfum, meðal annars í karókí-útgáfu svo að börnin geti spreytt sig á því. Vinsældir Latabæjar verða sífellt meiri hjá breskum börnum en þátturinn var nýlega tilnefndur til Bafta-verðlaunanna bresku sem þykja með þeim virtustu í heimi. Þátturinn er sýndur á tveimur vinsælustu sjónvarpsstöðvum Bretlands, BBC og Nickledeon, sem er að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, upplýsingafulltrúa LazyTown, algjört einsdæmi. "Þær hafa yfirleitt barist um bestu bitana en þetta samstarf gerir það að verkum að flest börn geta með góðu móti horft á þættina," segir Kjartan. -fgg
Menning Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira