Músíkalskur málaliði 2. nóvember 2006 13:45 Í góðum félagsskap Jóel Pálsson saxófónleikari leikur ásamt einvalaliði jazztónlistarmanna. Mynd/eddi Tónlistarmaðurinn Jóel Pálsson gaf á dögunum út sína fjórðu plötu með eigin tónsmíðum. Hann kveðst vera starfandi málaliði í tónlistarbransanum en nýjasta platan er sannkallaður suðupottur. Á plötunni Varp má merkja sterk áhrif rokktónlistar í bland við jazz, rafpoppi, kirkjumúsík og frjálsan spuna. Jóel fæst við allskonar tónlist en hann kveðst ávallt reyna að feta nýjar slóðir í tónsmíðum sínum. "Þetta er suðupottur af ýmiskonar áhrifum en það eru ansi mikil rokkáhrif á þessari plötu og hún er kannski ágengari fyrir vikið," segir Jóel. Einvalalið tónlistarmanna leikur með honum en Jóel útskýrir að félagar hans hafi allir sterk karktereinkenni sem skili sér vel á plötunni. Davíð Þór Jónsson leikur á Hammond orgel, píanó og Minimoog, Hilmar Jensson á raf- og kassagítar, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontra- og rafbassa og Matthías Hemstock leikur á trommur og slagverk auk þess að eiga við trommuheila sem er nokkuð óvenjulegt í jazzmúsík. "Það mætti alveg teljast skipulagslegt afrek að ná þessum mönnum saman inn í stúdíó í nokkra daga," segir Jóel, "við tókum plötuna upp í einni lotu - vorum allir í sama herberginu og það myndaðist skemmtileg orka og kraftur í stúdíóinu sem skilar sér vel í upptökunni. Ég skrifa lögin mín upp og mæti með þau á blaði upp á gamala mátann. Með þessum spilunum koma síðan fram milljón hugmyndir í viðbót og lögin eiga það til að fara í allt aðrar áttir en maður ætlaði." Titill plötunnar hefur viðeigandi skírskotun í vinnuferlið. Jóel útskýrir að varp geti þýtt jaðar, "varp er fjallshringur þar sem eru vatnaskil, en lögin verpast líka í meðförum hljómsveitarinnar," áréttar hann. Jóel kveðst spenntur að flytja efnið á tónleikum enda sé þarna dúndurhljómsveit á ferð. Útgáfutónleikarnir verða þó ekki fyrr en um miðjan desembermánuð enda ekki hlaupið að því að samstilla dagskrár tónlistarmannanna. Tónleikarnir verða haldnir innan vébanda Jazzklúbbsins Múlans og munu þeir fara fram í nýjum höfuðstöðvum þeirra á skemmtistaðnum Domo í Þingholtsstræti. Jóel hefur sjálfur í ýmsu að snúast og er til að mynda nýkominn heim úr sinni fyrstu ferð til Kína þar sem hann hélt tónleika á listahátíð í Sjanghæ ásamt Sigurði Flosasyni, Einari Scheving og Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni. "Það gekk vonum framar, við fengum mikla kynningu þarna úti og hljóðrituðum plötu sem kemur út í Kína á næstunni. Þetta var mjög sérstakt því við tókum hana upp í kommúnísku stúdíói, þarna er bara ríkisstúdíó, ríkisupptökumaður og ríkisútgáfa," útskýrir hann og kveðst lítið vita um skilvirkni þessa fyrirkomulags né um framhaldið á útrásinni austur. "Upptökumaðurinn var samt asi góður, við tókum líka upp tvö kínversk lög sem vöktu mikla lukku," segir hann sposkur. Jóel er þannig á músíkölsku flakki bæði í bókstaflegri og óeiginlegri merkingu. "Maður ferðast til misskrýtinna staða en það er pottþétt að maður lendir alltaf í einhverjum ævintýrum." Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jóel Pálsson gaf á dögunum út sína fjórðu plötu með eigin tónsmíðum. Hann kveðst vera starfandi málaliði í tónlistarbransanum en nýjasta platan er sannkallaður suðupottur. Á plötunni Varp má merkja sterk áhrif rokktónlistar í bland við jazz, rafpoppi, kirkjumúsík og frjálsan spuna. Jóel fæst við allskonar tónlist en hann kveðst ávallt reyna að feta nýjar slóðir í tónsmíðum sínum. "Þetta er suðupottur af ýmiskonar áhrifum en það eru ansi mikil rokkáhrif á þessari plötu og hún er kannski ágengari fyrir vikið," segir Jóel. Einvalalið tónlistarmanna leikur með honum en Jóel útskýrir að félagar hans hafi allir sterk karktereinkenni sem skili sér vel á plötunni. Davíð Þór Jónsson leikur á Hammond orgel, píanó og Minimoog, Hilmar Jensson á raf- og kassagítar, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontra- og rafbassa og Matthías Hemstock leikur á trommur og slagverk auk þess að eiga við trommuheila sem er nokkuð óvenjulegt í jazzmúsík. "Það mætti alveg teljast skipulagslegt afrek að ná þessum mönnum saman inn í stúdíó í nokkra daga," segir Jóel, "við tókum plötuna upp í einni lotu - vorum allir í sama herberginu og það myndaðist skemmtileg orka og kraftur í stúdíóinu sem skilar sér vel í upptökunni. Ég skrifa lögin mín upp og mæti með þau á blaði upp á gamala mátann. Með þessum spilunum koma síðan fram milljón hugmyndir í viðbót og lögin eiga það til að fara í allt aðrar áttir en maður ætlaði." Titill plötunnar hefur viðeigandi skírskotun í vinnuferlið. Jóel útskýrir að varp geti þýtt jaðar, "varp er fjallshringur þar sem eru vatnaskil, en lögin verpast líka í meðförum hljómsveitarinnar," áréttar hann. Jóel kveðst spenntur að flytja efnið á tónleikum enda sé þarna dúndurhljómsveit á ferð. Útgáfutónleikarnir verða þó ekki fyrr en um miðjan desembermánuð enda ekki hlaupið að því að samstilla dagskrár tónlistarmannanna. Tónleikarnir verða haldnir innan vébanda Jazzklúbbsins Múlans og munu þeir fara fram í nýjum höfuðstöðvum þeirra á skemmtistaðnum Domo í Þingholtsstræti. Jóel hefur sjálfur í ýmsu að snúast og er til að mynda nýkominn heim úr sinni fyrstu ferð til Kína þar sem hann hélt tónleika á listahátíð í Sjanghæ ásamt Sigurði Flosasyni, Einari Scheving og Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni. "Það gekk vonum framar, við fengum mikla kynningu þarna úti og hljóðrituðum plötu sem kemur út í Kína á næstunni. Þetta var mjög sérstakt því við tókum hana upp í kommúnísku stúdíói, þarna er bara ríkisstúdíó, ríkisupptökumaður og ríkisútgáfa," útskýrir hann og kveðst lítið vita um skilvirkni þessa fyrirkomulags né um framhaldið á útrásinni austur. "Upptökumaðurinn var samt asi góður, við tókum líka upp tvö kínversk lög sem vöktu mikla lukku," segir hann sposkur. Jóel er þannig á músíkölsku flakki bæði í bókstaflegri og óeiginlegri merkingu. "Maður ferðast til misskrýtinna staða en það er pottþétt að maður lendir alltaf í einhverjum ævintýrum."
Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira