Poppkóngurinn Michael Jackson mun koma í fyrsta skiptið fram í Bretlandi í níu ár á World Music Awards sem haldið verður í Lundúnum í næsta mánuði. Jackson mun taka þar á móti demantaverðlaunum en þau eru gefin tónlistarmönnum sem hafa selt meira en 100 milljónir platna á ferlinum.
Jackson hefur verið búsettur á Írlandi í nokkra mánuði ásamt börnum sínum þremur og hefur komið örsjaldan fram opinberlega síðan hann var ákærður fyrir barnamisnotkun fyrir nokkrum misserum.
Það er partíljónið og leikkonan unga Lindsay Lohan sem verður kynnir við athöfnina.