Mýrin rakar inn peningum í miðasölu 31. október 2006 06:00 Baltasar Kormákur á ekki orð yfir því hversu vel Íslendingar hafa tekið Mýrinni. Kvikmyndin Mýrin gæti orðið vinsælasta kvikmyndin sem Íslendingar hafa gert en ekkert lát er á aðsókninni. "Þetta er svakalegt," segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrarinnar, en kvikmyndin slær hvert metið af fætur öðru. Alls hafa fjörtíu þúsund Íslendingar séð Erlend og félaga leysa morðgátuna í Norðurmýri á tíu dögum og er Baltasar nánast orðlaus yfir velgengninni. "Ég hefði aldrei farið útí þetta ef ég hefði ekki búist við áhorfi en þetta er framar öllum vonum," útskýrir leikstjórinn. "Aðferðin sem ég beiti í myndinni er svolítið öðruvísi en í bókinni þannig að ég vissi ekki hvort þetta myndi höfða til svona breiðs áhorfendahóps eins og raun ber vitni," bætir Baltasar við. Fjárhagsætlunin fyrir Mýrina hljóðaði uppá 160 milljónir og hefur miðasalan halað inn rúman fjórðung af þeim kostnaði eða 41 milljón. "Þetta lítur því vel út fjárhagslega," segir Baltasar sem er þessa stundina að slappa aðeins af eftir stressið sem fylgir því að frumsýna jafn stóra kvikmynd. Leikstjórinn getur þó varla farið útí búð án þess að fólk komið að máli við hann og þakki honum fyrir myndina. "Ég hef bara aldrei upplifað svona viðbrögð með kvikmynd," segir Baltasar. Mýrin hefur jafnframt verið víðförul, var frumsýnd á Sauðárkróki og verður væntanlega sýnd á Reyðafirði 10.nóvember. "Mig og Mugison langar líka mikið að fara til Ísafjarðar og sýna hana þar en þegar aðsóknin er svona mikil í borginni eru öll eintök í notkun," segir Baltasar og verða því íbúar landsbyggðarinnar að bíða enn um sinn eftir því að berja vinsælustu mynd landsins augum. Menning Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kvikmyndin Mýrin gæti orðið vinsælasta kvikmyndin sem Íslendingar hafa gert en ekkert lát er á aðsókninni. "Þetta er svakalegt," segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrarinnar, en kvikmyndin slær hvert metið af fætur öðru. Alls hafa fjörtíu þúsund Íslendingar séð Erlend og félaga leysa morðgátuna í Norðurmýri á tíu dögum og er Baltasar nánast orðlaus yfir velgengninni. "Ég hefði aldrei farið útí þetta ef ég hefði ekki búist við áhorfi en þetta er framar öllum vonum," útskýrir leikstjórinn. "Aðferðin sem ég beiti í myndinni er svolítið öðruvísi en í bókinni þannig að ég vissi ekki hvort þetta myndi höfða til svona breiðs áhorfendahóps eins og raun ber vitni," bætir Baltasar við. Fjárhagsætlunin fyrir Mýrina hljóðaði uppá 160 milljónir og hefur miðasalan halað inn rúman fjórðung af þeim kostnaði eða 41 milljón. "Þetta lítur því vel út fjárhagslega," segir Baltasar sem er þessa stundina að slappa aðeins af eftir stressið sem fylgir því að frumsýna jafn stóra kvikmynd. Leikstjórinn getur þó varla farið útí búð án þess að fólk komið að máli við hann og þakki honum fyrir myndina. "Ég hef bara aldrei upplifað svona viðbrögð með kvikmynd," segir Baltasar. Mýrin hefur jafnframt verið víðförul, var frumsýnd á Sauðárkróki og verður væntanlega sýnd á Reyðafirði 10.nóvember. "Mig og Mugison langar líka mikið að fara til Ísafjarðar og sýna hana þar en þegar aðsóknin er svona mikil í borginni eru öll eintök í notkun," segir Baltasar og verða því íbúar landsbyggðarinnar að bíða enn um sinn eftir því að berja vinsælustu mynd landsins augum.
Menning Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira