Bíó og sjónvarp

Fræðsla í máli og myndum

Frá sýningu ljósmyndarans Alexandar Kelic Serbneskir menningardagar standa yfir í Borgarbókasafninu.
Frá sýningu ljósmyndarans Alexandar Kelic Serbneskir menningardagar standa yfir í Borgarbókasafninu.

Nú standa yfir serbneskir dagar í Borgarbókasafninu og af því tilefni eru skipulagðir fyrirlestrar og kvikmyndasýningar í safninu. Meðal viðfangsefna fyrirlestranna er serbnesk miðaldalist og arkitektúr auk þess sem forstöðukona Nikola Tesla-safnsins í Belgrad fjallar um þann heimsþekkta vísindamann.

Kvikmyndasýningar hófust í gær en það verða daglegar sýningar í safninu til mánaðamóta. Sýndar verða myndir eftir serbneska leikstjóra, s.s. Darko Bajic og Radivoje Andric, teiknimyndir eftir einn þekktasta teiknimyndaleikstjóra Serba, Rastko Ciric, auk heimilda- og fræðslumynda. Myndirnar verða sýndar kl. 14 um helgar en kl. 17 á virkum dögum.

Í safninu stendur einnig yfir ljósmyndasýning á verkum Alexandar Kelic „Serbía: Ófullkomin og ófullgerð saga“ og sýningin „Austur-Serbía: falin menning“ sem hefur að geyma muni af minjasafninu í Zajecar í Austur-Serbíu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Borgarbókasafnsins eða á síðunni www.balkankult.org.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×