Melódískt orgelpopp 20. október 2006 10:30 Mates of State Bring it Back Niðurstaða: Hjónakornin í Mates of State halda áfram að fóðra okkur á melódísku indí-poppi sem er borið uppi af hljómborðs- og trommuleik. Ágæt plata sem ætti að geta höfðað til nokkuð stórs hóps poppaðdáenda. Mates of State er ein af þeim sveitum sem koma fram á Airwaves-hátíðinni í ár. Bring it Back er fjórða platan hennar, en sveitin var stofnuð af þeim Kori Gardner, söngkonu og hljómborðsleikara, og Jason Hammel, söngvara og trommuleikara, í Kansas árið 1997. Þau giftu sig árið 2001. Bring it Back er gefin út af gæðafyrirtækinu Moshi Moshi og er fyrsta platan þeirra sem er gefin út í Evrópu, en fyrri plöturnar hafa bara verið fáanlegar þar innfluttar í takmörkuðu upplagi. Tónlist Mates of State er indí-popp sem er borið uppi af hljómborðs- og trommuleik, en þeim tekst samt að fá fyllingu í hljóminn, m.a. með notkun aukahljóðfæra. Samsöngur þeirra Kori og Jasons er líka einkennandi. Tónlistin er melódísk og krúttleg, en með dimmum undirtóni. Það er hægt að greina áhrif frá ýmsum flytjendum og stefnum úr poppsögunni (t.d. Beach Boys og orgelsveitum eins og Stereolab), en samt hafa Mates of State alveg sinn stíl. Ég veit ekki hvort eitthvert þessara laga á eftir að ná því að verða klassík, en mörg þeirra eru vel samin og skemmtileg, t.d. Like U Crazy, Beautiful Dreamer og Punchlines. Bring it Back er nokkuð fjölbreytt plata. Það hefur verið töluvert hlaðið á sum laganna til þess að fá feitari hljóm og auka fjölbreytnina. Á heildina litið er Bring it Back athyglisverð plata sem ætti að geta höfðað til nokkuð stórs hóps poppaðdáenda. Menning Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Mates of State er ein af þeim sveitum sem koma fram á Airwaves-hátíðinni í ár. Bring it Back er fjórða platan hennar, en sveitin var stofnuð af þeim Kori Gardner, söngkonu og hljómborðsleikara, og Jason Hammel, söngvara og trommuleikara, í Kansas árið 1997. Þau giftu sig árið 2001. Bring it Back er gefin út af gæðafyrirtækinu Moshi Moshi og er fyrsta platan þeirra sem er gefin út í Evrópu, en fyrri plöturnar hafa bara verið fáanlegar þar innfluttar í takmörkuðu upplagi. Tónlist Mates of State er indí-popp sem er borið uppi af hljómborðs- og trommuleik, en þeim tekst samt að fá fyllingu í hljóminn, m.a. með notkun aukahljóðfæra. Samsöngur þeirra Kori og Jasons er líka einkennandi. Tónlistin er melódísk og krúttleg, en með dimmum undirtóni. Það er hægt að greina áhrif frá ýmsum flytjendum og stefnum úr poppsögunni (t.d. Beach Boys og orgelsveitum eins og Stereolab), en samt hafa Mates of State alveg sinn stíl. Ég veit ekki hvort eitthvert þessara laga á eftir að ná því að verða klassík, en mörg þeirra eru vel samin og skemmtileg, t.d. Like U Crazy, Beautiful Dreamer og Punchlines. Bring it Back er nokkuð fjölbreytt plata. Það hefur verið töluvert hlaðið á sum laganna til þess að fá feitari hljóm og auka fjölbreytnina. Á heildina litið er Bring it Back athyglisverð plata sem ætti að geta höfðað til nokkuð stórs hóps poppaðdáenda.
Menning Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira