Clint ánægður með Ísland 18. október 2006 12:00 Fáninn reistur Hér má sjá hvar hinir sex reisa fánann, reyndar ekki í Japan heldur á Reykjanesi. Rúmt ár er síðan Sandvík var hertekin af kvikmyndagerðarfólki frá Hollywood og Clint Eastwood fyrir kvikmyndina Flags of Our Fathers. Óðum styttist í að Íslendingar fái að sjá afraksturinn af þessum rúmlega mánaðartökum á Reykjanesi. Veftímaritið About.com ræddi stuttlega við Clint Eastwood um dvölina hér á landi og hvernig þær hefðu gengið fyrir sig. Flags of Our Fathers fjallar um innrás Bandaríkjahers á Iwo Jima en í kjölfarið á henni tók Joe Rosenthal eina frægustu ljósmynd síðari heimsstyrjaldarinar þar sem sést hvar sex hermenn reisa bandaríska fánann á eyjunni til merkis um sigur. Leikstjórinn aldni sagðist hafa notið þess að vera hér á landi og hrósaði landsmönnum fyrir samstarfsvilja sinn. Þegar fyrst var stungið upp á Íslandi gat ég ómögulega skilið hvernig það gæti gengið, segir Eastwood við about.com. En þegar ég skoðaði málið enn frekar varð mér ljóst að Sandvík á sumrin er alls ekki svo ólík Iwo Jima að vetrarlagi, útskýrir leikstjórinn. Flags of Our Fathers þykir koma sterklega til greina þegar Óskarsakademían sest niður og ákveður hvaða myndir hljóta tilnefningu til virtustu verðlauna bandarískrar kvikmyndagerðar. Eastwood viðurkennir hins vegar að margt sé ólíkt með Sandvík og Iwo Jima en hinar svörtu strendur hafi gert útslagið. Við leituðum út um allan heima að svona svörtum ströndum fórum til Hawaii og athuguðum hvort svona strendur væru ekki að finna í grennd við lúxushótelið 4 Seasons, segir Eastwood og hlær. Að endingu varð ákvörðunin sú að fara til Íslands, segir hann. Leikstjórinn útskýrir jafnframt hvers vegna ekki var farið til Iwo Jima. Strendurnar þar eru helgur staður og Japanar stunda engan ferðamannaiðnað þar, sagði Eastwood. Enginn fær að fara þangað án leyfis frá ríkisstjórninni enda er talið að þar liggi um tólf þúsund hermenn, bætir Eastwood við og segir að sökum þessa hafi þeir ekki getað endurskapað þær bardagasenur með tilheyrandi sprengingum sem þá langaði. Íslendingar voru samstarfsfúsir og þess vegna fórum við þangað, segir Eastwood. Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Rúmt ár er síðan Sandvík var hertekin af kvikmyndagerðarfólki frá Hollywood og Clint Eastwood fyrir kvikmyndina Flags of Our Fathers. Óðum styttist í að Íslendingar fái að sjá afraksturinn af þessum rúmlega mánaðartökum á Reykjanesi. Veftímaritið About.com ræddi stuttlega við Clint Eastwood um dvölina hér á landi og hvernig þær hefðu gengið fyrir sig. Flags of Our Fathers fjallar um innrás Bandaríkjahers á Iwo Jima en í kjölfarið á henni tók Joe Rosenthal eina frægustu ljósmynd síðari heimsstyrjaldarinar þar sem sést hvar sex hermenn reisa bandaríska fánann á eyjunni til merkis um sigur. Leikstjórinn aldni sagðist hafa notið þess að vera hér á landi og hrósaði landsmönnum fyrir samstarfsvilja sinn. Þegar fyrst var stungið upp á Íslandi gat ég ómögulega skilið hvernig það gæti gengið, segir Eastwood við about.com. En þegar ég skoðaði málið enn frekar varð mér ljóst að Sandvík á sumrin er alls ekki svo ólík Iwo Jima að vetrarlagi, útskýrir leikstjórinn. Flags of Our Fathers þykir koma sterklega til greina þegar Óskarsakademían sest niður og ákveður hvaða myndir hljóta tilnefningu til virtustu verðlauna bandarískrar kvikmyndagerðar. Eastwood viðurkennir hins vegar að margt sé ólíkt með Sandvík og Iwo Jima en hinar svörtu strendur hafi gert útslagið. Við leituðum út um allan heima að svona svörtum ströndum fórum til Hawaii og athuguðum hvort svona strendur væru ekki að finna í grennd við lúxushótelið 4 Seasons, segir Eastwood og hlær. Að endingu varð ákvörðunin sú að fara til Íslands, segir hann. Leikstjórinn útskýrir jafnframt hvers vegna ekki var farið til Iwo Jima. Strendurnar þar eru helgur staður og Japanar stunda engan ferðamannaiðnað þar, sagði Eastwood. Enginn fær að fara þangað án leyfis frá ríkisstjórninni enda er talið að þar liggi um tólf þúsund hermenn, bætir Eastwood við og segir að sökum þessa hafi þeir ekki getað endurskapað þær bardagasenur með tilheyrandi sprengingum sem þá langaði. Íslendingar voru samstarfsfúsir og þess vegna fórum við þangað, segir Eastwood.
Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira