NFS (2005 2006) 25. september 2006 06:00 Fyrst örlítil saga úr hversdagslífinu: Í liðinni viku flutti kunningi minn af landi brott. Konan fékk vinnu við þróunarhjálp. Þau ætla að dvelja í fjarlægu landi í fjögur ár. Síðasta vikan í Reykjavík var nýtt til að ganga frá íbúð og eignum, segja upp samningum og áskriftum. Hann hringdi upp í Efstaleiti og tilkynnti að fjölskyldan myndi hætta að borga afnotagjöldin af RÚV. „Af hverju?" var spurt á móti. „Við erum að flytja burt af landinu." „Nú? Og hvað verðiði lengi?" „Fjögur ár." „Þú verður að sýna fram á það." „Hvernig þá?" „Geturðu komið með farseðlana?" „Koma með farseðlana? Ég hef nú eiginlega ekki tíma til þess. Við erum að pakka allri búslóðinni og leigjendurnir flytja inn á morgun." „Já, það er líka nóg að koma bara með ljósrit af þeim." Hérna var kunninginn orðinn pirraður og svaraði með örlitlum þjósti: „Það tekur nú alveg jafn mikinn tíma. Ég er búinn að henda sjónvarpinu." „Hvar er það?" spurði starfsmaður innheimtudeildar Ríkisútvarpsins. „Það er í kerru hérna fyrir utan. Ég get tekið mynd af því og sent þér í tölvupósti." „Nei. Þú verður að koma með sjónvarpið." „Ha? Koma með sjónvarpið?" „Já. Þú verður að koma með sjónvarpið hingað upp í Efstaleiti." Hér varð kunninginn kjaftstopp. Allt í einu leið honum eins og hann væri að tala við Skömmtunarskrifstofu gjaldeyris árið 1956. Þá gall við í vinkonu þeirra hjóna sem var að hjálpa til við að bera kassa út úr íbúðinni: „Má ég ekki bara eiga sjónvarpið?" Kunninginn spurði þá starfsmann RÚV: „En ef ég gef sjónvarpið?" „Já, þú getur gefið það. En þá verð ég að fá kennitölu þess sem fær það." Kunninginn gaf innheimtudeildinni upp kennitölu vinkonu sinnar og málið var leyst. Sama dag var NFS lokað. Hér kristallaðist hið skringilega ástand sem ríkir á fjölmiðlamarkaði okkar. Á meðan ein stöð hefur slíkt tröllatak á áskrifendum sínum að þeir eru jafnvel eltir til útlanda af innheimtumönnum hennar neyðast aðrar til að loka vegna taprekstrar. Ríkisútvarpið gefur ekkert eftir; auglýsir sjálft sig jafn grimmt og það auglýsir fyrir aðra, innheimtir skylduáskrift af ofangreindri hörku og tapar samt hundruðum milljóna á ári hverju. En það er ríkisverndað tap og því verður aldrei neinum rásum lokað á RÚV. Ég sé eftir NFS. Vissulega fannst manni hugmyndin brött í upphafi. Var ekki ráðlegra að leyfa Talstöðinni að lifa í nokkur ár og leyfa sjónvarpsstöðinni að þróast upp úr henni? En stöðin varð þó skemmtileg viðbót við markaðinn. Eins og Róbert Marshall lýsti fallega í umdeildu bréfi var stöðin lýðræðislegur samfélagsfundur þar sem þúsund raddir fengu að hljóma. Ég hlustaði reyndar meira en horfði og sé nú á bak félaga í dagsins önn; þegar Talstöðin er horfin úr loftinu er fátt eftir í útvarpinu. Það var líka skemmtilegur heimsborgarablær yfir því að sjá alíslenska fréttaþuli flökta á flatskjám í búðum og bönkum, anddyrum sundlauga og hótela, með allra nýjustu fyrirsagnir á textafloti yfir skjáinn. En eftir á að hyggja var þetta bara lúxus sem við fengum að njóta í eitt ár. Ég nota því tækifærið og segi takk fyrir mig. Líklega var NFS bara tíu árum of snemma á ferð. Þar til þá verður Nýja fréttastofan Næsta fréttastöðin. Stöðin fékk aldrei þann byr sem hún átti skilið og var beinlínis lögð í einelti af ákveðnum fjölmiðlum. Ég skildi aldrei hvernig blaðamenn gátu verið á móti sjónvarpsrás sem flutti þjóðfélagsumræðu og fréttir allan sólarhringinn. Aldrei hef ég heyrt nokkurn íþróttamann tala niðrandi um íþróttarásina Sýn. Þórðargleðin sem heyrist nú úr herbúðum sumra yfir látnum félaga lýsir heldur ekki mikilli stórmennsku. Víst voru margir skrýtnir þættir á NFS — heimatrúboð sjálfstæðismanna á Hrafnaþingi föstudags líklega besta dæmið — en þar fengu líka málið afskiptir hópar líkt og feministar, umhverfisverndarfólk, nýbúar og framsóknarmenn. Og þar fengu líka andstæðingar „Baugsmiðla" endalaus tækifæri til að tala gegn ljósinu sem á þá skein. Þar var líka fréttaskýringaþátturinn Kompás sem setti ný viðmið í íslenskri þáttargerð. Og þegar mikið lá við var NFS á staðnum í beinni. Nýjabrum sem neyddi gamlan risa á fætur. NFS var gluggi að samtímanum, gluggi sem nú hefur verið lokað. Íslenskt þjóðfélag er fátækara að stöðinni genginni. Blessuð sé minning hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Skoðanir Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir Skoðun
Fyrst örlítil saga úr hversdagslífinu: Í liðinni viku flutti kunningi minn af landi brott. Konan fékk vinnu við þróunarhjálp. Þau ætla að dvelja í fjarlægu landi í fjögur ár. Síðasta vikan í Reykjavík var nýtt til að ganga frá íbúð og eignum, segja upp samningum og áskriftum. Hann hringdi upp í Efstaleiti og tilkynnti að fjölskyldan myndi hætta að borga afnotagjöldin af RÚV. „Af hverju?" var spurt á móti. „Við erum að flytja burt af landinu." „Nú? Og hvað verðiði lengi?" „Fjögur ár." „Þú verður að sýna fram á það." „Hvernig þá?" „Geturðu komið með farseðlana?" „Koma með farseðlana? Ég hef nú eiginlega ekki tíma til þess. Við erum að pakka allri búslóðinni og leigjendurnir flytja inn á morgun." „Já, það er líka nóg að koma bara með ljósrit af þeim." Hérna var kunninginn orðinn pirraður og svaraði með örlitlum þjósti: „Það tekur nú alveg jafn mikinn tíma. Ég er búinn að henda sjónvarpinu." „Hvar er það?" spurði starfsmaður innheimtudeildar Ríkisútvarpsins. „Það er í kerru hérna fyrir utan. Ég get tekið mynd af því og sent þér í tölvupósti." „Nei. Þú verður að koma með sjónvarpið." „Ha? Koma með sjónvarpið?" „Já. Þú verður að koma með sjónvarpið hingað upp í Efstaleiti." Hér varð kunninginn kjaftstopp. Allt í einu leið honum eins og hann væri að tala við Skömmtunarskrifstofu gjaldeyris árið 1956. Þá gall við í vinkonu þeirra hjóna sem var að hjálpa til við að bera kassa út úr íbúðinni: „Má ég ekki bara eiga sjónvarpið?" Kunninginn spurði þá starfsmann RÚV: „En ef ég gef sjónvarpið?" „Já, þú getur gefið það. En þá verð ég að fá kennitölu þess sem fær það." Kunninginn gaf innheimtudeildinni upp kennitölu vinkonu sinnar og málið var leyst. Sama dag var NFS lokað. Hér kristallaðist hið skringilega ástand sem ríkir á fjölmiðlamarkaði okkar. Á meðan ein stöð hefur slíkt tröllatak á áskrifendum sínum að þeir eru jafnvel eltir til útlanda af innheimtumönnum hennar neyðast aðrar til að loka vegna taprekstrar. Ríkisútvarpið gefur ekkert eftir; auglýsir sjálft sig jafn grimmt og það auglýsir fyrir aðra, innheimtir skylduáskrift af ofangreindri hörku og tapar samt hundruðum milljóna á ári hverju. En það er ríkisverndað tap og því verður aldrei neinum rásum lokað á RÚV. Ég sé eftir NFS. Vissulega fannst manni hugmyndin brött í upphafi. Var ekki ráðlegra að leyfa Talstöðinni að lifa í nokkur ár og leyfa sjónvarpsstöðinni að þróast upp úr henni? En stöðin varð þó skemmtileg viðbót við markaðinn. Eins og Róbert Marshall lýsti fallega í umdeildu bréfi var stöðin lýðræðislegur samfélagsfundur þar sem þúsund raddir fengu að hljóma. Ég hlustaði reyndar meira en horfði og sé nú á bak félaga í dagsins önn; þegar Talstöðin er horfin úr loftinu er fátt eftir í útvarpinu. Það var líka skemmtilegur heimsborgarablær yfir því að sjá alíslenska fréttaþuli flökta á flatskjám í búðum og bönkum, anddyrum sundlauga og hótela, með allra nýjustu fyrirsagnir á textafloti yfir skjáinn. En eftir á að hyggja var þetta bara lúxus sem við fengum að njóta í eitt ár. Ég nota því tækifærið og segi takk fyrir mig. Líklega var NFS bara tíu árum of snemma á ferð. Þar til þá verður Nýja fréttastofan Næsta fréttastöðin. Stöðin fékk aldrei þann byr sem hún átti skilið og var beinlínis lögð í einelti af ákveðnum fjölmiðlum. Ég skildi aldrei hvernig blaðamenn gátu verið á móti sjónvarpsrás sem flutti þjóðfélagsumræðu og fréttir allan sólarhringinn. Aldrei hef ég heyrt nokkurn íþróttamann tala niðrandi um íþróttarásina Sýn. Þórðargleðin sem heyrist nú úr herbúðum sumra yfir látnum félaga lýsir heldur ekki mikilli stórmennsku. Víst voru margir skrýtnir þættir á NFS — heimatrúboð sjálfstæðismanna á Hrafnaþingi föstudags líklega besta dæmið — en þar fengu líka málið afskiptir hópar líkt og feministar, umhverfisverndarfólk, nýbúar og framsóknarmenn. Og þar fengu líka andstæðingar „Baugsmiðla" endalaus tækifæri til að tala gegn ljósinu sem á þá skein. Þar var líka fréttaskýringaþátturinn Kompás sem setti ný viðmið í íslenskri þáttargerð. Og þegar mikið lá við var NFS á staðnum í beinni. Nýjabrum sem neyddi gamlan risa á fætur. NFS var gluggi að samtímanum, gluggi sem nú hefur verið lokað. Íslenskt þjóðfélag er fátækara að stöðinni genginni. Blessuð sé minning hennar.