Leiðtoginn leitar að stefnu 30. júlí 2006 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem er formaður Samfylkingarinnar, var í viðtali við Helga Seljan á NFS á sunnudaginn var. Þetta var fróðlegt viðtal og upplýsandi. Að sjálfsögðu spurði Helgi formanninn hvernig stæði á því að frá því að hún tók við flokknum skuli fylgi hans hafa minnkað jafnt og þétt. Mér fannst Ingibjörg svara því heiðarlega til að auðvitað þyrfti hún að líta í eigin barm og að mannlegi þátturinn hefði vissulega sitt að segja. En hún viðurkenndi einnig að það væri nokkuð til í því sem menn segja að stefna Samfylkingarinnar væri ekki nógu skýr og erfitt að keppa við til dæmis VG sem hefði alveg frámunalega skýra stefnu. En til þess að verða stór flokkur sem gæti keppt við Sjálfstæðisflokkinn gæti Samfylkingin ekki leyft sér svona skýra stefnu eins og VG hefur því Samfylkingin þyrfti að láta útfærslu fylgja sinni stefnu til að halda í trúverðuleika sinn. Mér hefur reyndar ekki þótt neitt vanta upp á að VG geri grein fyrir hvernig þeir hyggist koma stefnu sinni í framkvæmd, en það er annað mál. Samfylkingin vill skilgreina sig sem valkost við Sjálfstæðisflokkinn og telur að það sé best gert með fremur óljósri stefnu - gott og vel. En vandinn er ekki bara sá að kúrsinn sé óljós, því jafnvel þar sem tala má um stefnu er útfærslan illskiljanleg, mótsagnakennd og tilviljanakennd frá degi til dags. Í viðtalinu við Ingibjörgu var meðal annars rætt um sjávarútveginn og varnarmálin. Það var áhugavert sem þar kom fram. SjávarútvegsmálÍ síðustu kosningum lagði Samfylkingin mikla áherslu á svo kallaða fyrningarleið í kvótamálunum. Þá átti að afskrifa allan kvóta á ákveðnum árafjölda og gilti þá einu hvort menn höfðu keypt kvóta eða áunnið sér hann í árdaga kvótakerfisins. Í kosningabaráttunni kom í ljós að gengi þessi stefna Samfylkingarinnar fram væri það rothögg fyrir sjávarútveginn og tilræði við landsbyggðina. Kosningameistarar Samfylkingarinnar espuðust svo upp í þessu öllu saman að flokkurinn lét sig hafa það að birta ógeðfellda mynd af glottandi kalli sem lá á vindsæng (sennilega í útlöndum, veðrið virtist vera gott á myndinni) og skilaboðin voru að íslenskir útgerðarmenn væru arðræningjar og afætur á íslensku þjóðinni. Eftir kosningar varð þessi sérkennilega útfærsla Samfylkingarinnar á sjávarútvegsstefnu sinni flokksforystunni vitaskuld hið mesta feimnismál. Ingibjörg Sólrún mætti síðan á fund með LÍÚ og lofaði bót og betrun gegn gagnkvæmu þagnarbindindi. Mesta óréttlæti sögunnarHelgi Seljan spurði Ingibjörgu hver stefnan væri þessa dagana, hvort Samfylkingin væri enn sömu skoðunar og hún var fyrir þremur árum. Svarið var alveg makalaust. Samfylkingin ætlar að verða stór flokkur sem keppir við Sjálfstæðisflokkinn. Þess vegna segir Ingibjörg Sólrún að stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum verði útfærð í samvinnu við hagsmunaaðila í greininni. Það er innan við ár í næstu þingkosningar og Samfylkingin hefur ekki enn mótað og útfært stefnu sína í þessu einu veigamesta viðfangsefni íslenskra stjórnmála. Máli sem Samfylkingin hefur reyndar ítrekað haldið fram að sé dæmi um eitthvert mesta óréttlæti sögunnar. Og í þessu mikla óréttlætismáli ætlar flokkur jafnaðarmanna að móta útfærslu sína í samráði við LÍÚ! Ætli samningamenn Samfylkingarinnar panti þá viðtal við kallinn á vindsænginni? VarnarmálÍ viðtalinu innti Helgi Ingibjörgu líka eftir stefnu Samfylkingarinnar í þessu erfiða og viðkvæma máli. Svar Ingibjargar var að hún hefði farið með málið til Atlantshafsbandalagsins (NATO) um leið og það lá fyrir að Bandaríkjamenn hyggðust hætta fastri viðveru hér. Þar með hefði tvíhliða viðræðum verið hætt á milli þjóðanna og málið rætt á vettvangi NATO. Það er áhugavert að bera þetta saman við þá leið sem ríkisstjórnin hefur valið. Þegar Bandaríkjamenn lýstu því yfir í mars að þeir vildu ræða hvernig þeir gætu uppfyllt samningsbundnar skyldur sínar um varnir Íslands án þess að hér væri herstöð var ákveðið að ganga til þeirra viðræðna. Jafnframt var tekið fram hjá íslenskum stjórnvöldum að ef niðurstaðan viðræðanna yrði ekki viðunnandi myndu Íslendingar fara með málið til NATO. Í þessu máli er vandséð hvaða valkost Samfylkingin býður þjóðinni upp á. FramtíðarhópurinnÞað er áhugavert að kynna sér hvað framtíðarhópur Ingibjargar Sólrúnar um utanríkismál hafði að segja um varnarmálin: "Um afstöðu til herbúnaðar Bandaríkjastjórnar á Íslandi eru skiptar skoðanir innan hópsins. Sumir vilja helst slíta öllu hernaðarsamstarfi við Bandaríkin, en aðrir vilja viðhalda því eins og kostur er. Ráðlegt er að viðurkenna þennan ágreining hiklaust en sameinast jafnframt um stefnu sem flestir flokksmenn telja horfa til hins betra og næstum allir geta sætt sig við." Það var og! Kannski örvæntingarfull leit að fylgi sé að bera allt málefnastarf í Samfylkingunni ofurliði. En ef Ingibjörg Sólrún áttar sig ekki betur á stefnu eigin flokks en raun ber vitni, hvernig í ósköpunum getur hún ætlast til þess að kjósendur geti það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem er formaður Samfylkingarinnar, var í viðtali við Helga Seljan á NFS á sunnudaginn var. Þetta var fróðlegt viðtal og upplýsandi. Að sjálfsögðu spurði Helgi formanninn hvernig stæði á því að frá því að hún tók við flokknum skuli fylgi hans hafa minnkað jafnt og þétt. Mér fannst Ingibjörg svara því heiðarlega til að auðvitað þyrfti hún að líta í eigin barm og að mannlegi þátturinn hefði vissulega sitt að segja. En hún viðurkenndi einnig að það væri nokkuð til í því sem menn segja að stefna Samfylkingarinnar væri ekki nógu skýr og erfitt að keppa við til dæmis VG sem hefði alveg frámunalega skýra stefnu. En til þess að verða stór flokkur sem gæti keppt við Sjálfstæðisflokkinn gæti Samfylkingin ekki leyft sér svona skýra stefnu eins og VG hefur því Samfylkingin þyrfti að láta útfærslu fylgja sinni stefnu til að halda í trúverðuleika sinn. Mér hefur reyndar ekki þótt neitt vanta upp á að VG geri grein fyrir hvernig þeir hyggist koma stefnu sinni í framkvæmd, en það er annað mál. Samfylkingin vill skilgreina sig sem valkost við Sjálfstæðisflokkinn og telur að það sé best gert með fremur óljósri stefnu - gott og vel. En vandinn er ekki bara sá að kúrsinn sé óljós, því jafnvel þar sem tala má um stefnu er útfærslan illskiljanleg, mótsagnakennd og tilviljanakennd frá degi til dags. Í viðtalinu við Ingibjörgu var meðal annars rætt um sjávarútveginn og varnarmálin. Það var áhugavert sem þar kom fram. SjávarútvegsmálÍ síðustu kosningum lagði Samfylkingin mikla áherslu á svo kallaða fyrningarleið í kvótamálunum. Þá átti að afskrifa allan kvóta á ákveðnum árafjölda og gilti þá einu hvort menn höfðu keypt kvóta eða áunnið sér hann í árdaga kvótakerfisins. Í kosningabaráttunni kom í ljós að gengi þessi stefna Samfylkingarinnar fram væri það rothögg fyrir sjávarútveginn og tilræði við landsbyggðina. Kosningameistarar Samfylkingarinnar espuðust svo upp í þessu öllu saman að flokkurinn lét sig hafa það að birta ógeðfellda mynd af glottandi kalli sem lá á vindsæng (sennilega í útlöndum, veðrið virtist vera gott á myndinni) og skilaboðin voru að íslenskir útgerðarmenn væru arðræningjar og afætur á íslensku þjóðinni. Eftir kosningar varð þessi sérkennilega útfærsla Samfylkingarinnar á sjávarútvegsstefnu sinni flokksforystunni vitaskuld hið mesta feimnismál. Ingibjörg Sólrún mætti síðan á fund með LÍÚ og lofaði bót og betrun gegn gagnkvæmu þagnarbindindi. Mesta óréttlæti sögunnarHelgi Seljan spurði Ingibjörgu hver stefnan væri þessa dagana, hvort Samfylkingin væri enn sömu skoðunar og hún var fyrir þremur árum. Svarið var alveg makalaust. Samfylkingin ætlar að verða stór flokkur sem keppir við Sjálfstæðisflokkinn. Þess vegna segir Ingibjörg Sólrún að stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum verði útfærð í samvinnu við hagsmunaaðila í greininni. Það er innan við ár í næstu þingkosningar og Samfylkingin hefur ekki enn mótað og útfært stefnu sína í þessu einu veigamesta viðfangsefni íslenskra stjórnmála. Máli sem Samfylkingin hefur reyndar ítrekað haldið fram að sé dæmi um eitthvert mesta óréttlæti sögunnar. Og í þessu mikla óréttlætismáli ætlar flokkur jafnaðarmanna að móta útfærslu sína í samráði við LÍÚ! Ætli samningamenn Samfylkingarinnar panti þá viðtal við kallinn á vindsænginni? VarnarmálÍ viðtalinu innti Helgi Ingibjörgu líka eftir stefnu Samfylkingarinnar í þessu erfiða og viðkvæma máli. Svar Ingibjargar var að hún hefði farið með málið til Atlantshafsbandalagsins (NATO) um leið og það lá fyrir að Bandaríkjamenn hyggðust hætta fastri viðveru hér. Þar með hefði tvíhliða viðræðum verið hætt á milli þjóðanna og málið rætt á vettvangi NATO. Það er áhugavert að bera þetta saman við þá leið sem ríkisstjórnin hefur valið. Þegar Bandaríkjamenn lýstu því yfir í mars að þeir vildu ræða hvernig þeir gætu uppfyllt samningsbundnar skyldur sínar um varnir Íslands án þess að hér væri herstöð var ákveðið að ganga til þeirra viðræðna. Jafnframt var tekið fram hjá íslenskum stjórnvöldum að ef niðurstaðan viðræðanna yrði ekki viðunnandi myndu Íslendingar fara með málið til NATO. Í þessu máli er vandséð hvaða valkost Samfylkingin býður þjóðinni upp á. FramtíðarhópurinnÞað er áhugavert að kynna sér hvað framtíðarhópur Ingibjargar Sólrúnar um utanríkismál hafði að segja um varnarmálin: "Um afstöðu til herbúnaðar Bandaríkjastjórnar á Íslandi eru skiptar skoðanir innan hópsins. Sumir vilja helst slíta öllu hernaðarsamstarfi við Bandaríkin, en aðrir vilja viðhalda því eins og kostur er. Ráðlegt er að viðurkenna þennan ágreining hiklaust en sameinast jafnframt um stefnu sem flestir flokksmenn telja horfa til hins betra og næstum allir geta sætt sig við." Það var og! Kannski örvæntingarfull leit að fylgi sé að bera allt málefnastarf í Samfylkingunni ofurliði. En ef Ingibjörg Sólrún áttar sig ekki betur á stefnu eigin flokks en raun ber vitni, hvernig í ósköpunum getur hún ætlast til þess að kjósendur geti það?
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun