Lúxushamborgari með sætum kartöflum 13. júlí 2006 13:00 Brynja Baldursdóttir. Hinn fullkomni borgari á rætur sínar að rekja til lítillar hamborgarabúllu í Los Angeles. MYND/Stefán Karlsson Brynja Baldursdóttir deildarstjóri hjá Símanum er þekkt fyrir góða takta í eldhúsinu meðal vina og vandamanna. Hér gefur hún uppskrift þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi. Ég smakkaði þennan borgara fyrst á lítilli hamborgarabúllu í Los Angeles, Fathers Office. Vinkona mín sem býr í LA var svo snjöll að finna út hvað var í borgaranum. Það er rúmlega ár síðan ég fékk uppskriftina en ég breytti henni svolítið og pússlaði þessu saman, segir Brynja, en lúxushamborgararnir vekja alltaf mikla lukku í matarboðum Brynju. Ég hef eldað þetta mjög oft og viðheld þeirri reglu sem er á veitingastaðnum að það er ekki hægt að breyta eða bæta. Þetta er bara hinn fullkomni hamborgari, hin eina og sanna uppskrift, segir Brynja. Hún segir að meðlætið, sætar kartöflur með hvítlauksrjómaosti og sýrðum rjóma, sé ómissandi, en það er einnig ættað frá Fathers Office. Brynja er dugleg að prófa eitthvað nýtt þegar hún eldar. Ég er hrifnust af réttum þar sem hráefnið fær að njóta sín og einfaldleikinn er í fyrirrúmi. Ég vil ekki drekkja hráefninu í kryddi og sósum, segir hún. Hún mælir með lúxushamborgarakjöti frá Gallerí Kjöti en ciabatta brauðin er hægt að fá í flestum bakaríum og stórverslunum.LA borgari fyrir fjóra:4 200 gr. hamborgarar4 ciabatta brauðRucola salatGráðaosturSaltPiparSultaður laukur:2 laukarhálft box sveppir (má sleppa)5-6 msk púðursykur Meðlæti:2-3 sætar kartöflurein dós hvítlauksrjómaostur (t.d. Boursin)ein dós sýrður rjómi Aðalatriðið er sultaði laukurinn. Það má alveg setja nóg af púðursykri og ég set stundum miklu meira en ég tilgreini hér, segir Brynja. Fyrst eru laukurinn og sveppirnir skornir í hæfilega bita og brúnaðir á pönnu í ólífuolíu þangað til laukurinn er gylltur. Þá er púðursykrinum bætt útí. Gott getur verið að setja eina til tvær matskeiðar af sjóðandi vatni á pönnuna um leið og sykurinn er settur útá. Þá er lok sett á pönnuna og þetta látið malla í minnst hálftíma. Hamborgararnir eru grillaðir á útigrilli en hægt er að steikja þá á pönnu ef veðrið býður ekki upp á grill. Hamborgararnir eru saltaðir og pipraðir og undir lokin er gráðaosti bætt ofaná. Hamborgararnir eru bornir fram í ciabatta brauðinu með rucolasalati og sultaða lauknum. Kartöflurnar eru skornar í ræmur eða bita og settar í eldfast mót. Þá er ólífuolía sett útá og sjávarsalt mulið yfir. Þetta er bakað við háan hita í ofni í ca. hálftíma. Hvítlauksrjómaostinum og sýrða rjómanum er blandað saman og sósan er borin fram með kartöflunum. Grillréttir Hamborgarar Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Brynja Baldursdóttir deildarstjóri hjá Símanum er þekkt fyrir góða takta í eldhúsinu meðal vina og vandamanna. Hér gefur hún uppskrift þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi. Ég smakkaði þennan borgara fyrst á lítilli hamborgarabúllu í Los Angeles, Fathers Office. Vinkona mín sem býr í LA var svo snjöll að finna út hvað var í borgaranum. Það er rúmlega ár síðan ég fékk uppskriftina en ég breytti henni svolítið og pússlaði þessu saman, segir Brynja, en lúxushamborgararnir vekja alltaf mikla lukku í matarboðum Brynju. Ég hef eldað þetta mjög oft og viðheld þeirri reglu sem er á veitingastaðnum að það er ekki hægt að breyta eða bæta. Þetta er bara hinn fullkomni hamborgari, hin eina og sanna uppskrift, segir Brynja. Hún segir að meðlætið, sætar kartöflur með hvítlauksrjómaosti og sýrðum rjóma, sé ómissandi, en það er einnig ættað frá Fathers Office. Brynja er dugleg að prófa eitthvað nýtt þegar hún eldar. Ég er hrifnust af réttum þar sem hráefnið fær að njóta sín og einfaldleikinn er í fyrirrúmi. Ég vil ekki drekkja hráefninu í kryddi og sósum, segir hún. Hún mælir með lúxushamborgarakjöti frá Gallerí Kjöti en ciabatta brauðin er hægt að fá í flestum bakaríum og stórverslunum.LA borgari fyrir fjóra:4 200 gr. hamborgarar4 ciabatta brauðRucola salatGráðaosturSaltPiparSultaður laukur:2 laukarhálft box sveppir (má sleppa)5-6 msk púðursykur Meðlæti:2-3 sætar kartöflurein dós hvítlauksrjómaostur (t.d. Boursin)ein dós sýrður rjómi Aðalatriðið er sultaði laukurinn. Það má alveg setja nóg af púðursykri og ég set stundum miklu meira en ég tilgreini hér, segir Brynja. Fyrst eru laukurinn og sveppirnir skornir í hæfilega bita og brúnaðir á pönnu í ólífuolíu þangað til laukurinn er gylltur. Þá er púðursykrinum bætt útí. Gott getur verið að setja eina til tvær matskeiðar af sjóðandi vatni á pönnuna um leið og sykurinn er settur útá. Þá er lok sett á pönnuna og þetta látið malla í minnst hálftíma. Hamborgararnir eru grillaðir á útigrilli en hægt er að steikja þá á pönnu ef veðrið býður ekki upp á grill. Hamborgararnir eru saltaðir og pipraðir og undir lokin er gráðaosti bætt ofaná. Hamborgararnir eru bornir fram í ciabatta brauðinu með rucolasalati og sultaða lauknum. Kartöflurnar eru skornar í ræmur eða bita og settar í eldfast mót. Þá er ólífuolía sett útá og sjávarsalt mulið yfir. Þetta er bakað við háan hita í ofni í ca. hálftíma. Hvítlauksrjómaostinum og sýrða rjómanum er blandað saman og sósan er borin fram með kartöflunum.
Grillréttir Hamborgarar Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira