Leyndardómar Landsvirkjunar 2. júlí 2006 00:01 Í leiðara í Fréttablaðsins í fyrradag færði Þorsteinn Pálsson, ritstjóri, rök fyrir því að ekki færi saman að Landsvirkjun væri í eigu hins opinbera jafnframt því sem leynd hvíldi yfir því á hvaða verði fyrirtækið seldi erlendum álverum orku. Þeirri leynd yrði að aflétta. Tildrög þessara skrifa voru umræður um hvort heimila hefði átt Alcoa að aflétta leynd á orkuverði sínu frá Landsvirkjun, líkt og Helgi Hjörvar lagði til í stjórn fyrirtækisins. Ég er þeirrar skoðunar að fyrirtæki í samkeppni á orkumarkaði, sem selur orkuna á mismunandi verði til samkeppnisaðila, geti ekki birt viðskiptasamninga sína og verð án þess að bera skaða af. Á þessu byggði ég þegar ég greiddi atkvæði gegn tillögu Helga í stjórn Landsvirkjunnar á dögunum. Jafnframt skipti það mig máli að virða fyrri ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar frá 1995 um að orkuverð til stóriðju yrði ekki gert opinbert, en hún var staðfest af iðnaðarráðherra. Opinbert er opinbertEn ég tek undir það með Þorsteini Pálssyni að á meðan fyrirtæki eru í eigu hins opinbera hljóta almennar reglur um meðferð peninga skattborgaranna að gilda. Fyrirtæki getur vart talist vera opinbert ef lykilupplýsingar um það eru ekki opinberar. Það er því í sjálfu sér erfitt að standa gegn þeirri kröfu að Landsvirkjun opinberi verðlagninu sína. Á hinn bóginn hefur almenningur í landinu ríka hagsmuni af því að fá sem mestan arð af eign sinni. Það er í ljósi þessara hagsmuna sem ákvörðunin um leynd er tekin. Frá 1995 hefur það síðan gerst að ekki er einungis verið að semja við erlend iðnfyrirtæki heldur bætist við samkeppni við önnur innlend orkufyrirtæki, sem hefur gerbreytt starfsumhverfi orkufyrirtækjanna og ljóst að samkeppni á milli þeirra mun fara harðnandi á næstu árum. Undirbúningur söluAð mínu viti er aðeins ein leið fær til að leysa þann vanda sem uppi er og hún er næsta augljós. Landsvirkjun getur ekki verið í opinberri eigu mikið lengur. Rökin fyrir einkavæðingu eru almennt þau að ekki sé ástæða fyrir ríkið að standa í rekstri, sem einstaklingar og fyrirtæki þeirra geta sinnt. Hlutverk ríkisins sé að stuðla að heilbrigðu umhverfi atvinnulífs þar sem samkeppni er virk og þeir stóru oka ekki hina litlu. Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið eiga þau rök ágætlega við Landsvirkjun núna. Forsætisráðherra hefur enda lýst því yfir að stefna beri að sölu Landsvirkjunar innan fárra ára og þá til langtímafjárfesta eins og lífeyrissjóðanna. Það er tímabært að hefja undirbúning þeirrar sölu. Landsvirkjun er um margt sérstakt fyrirtæki og nauðsynlegt að vanda mjög til sölunnar. Tryggja þarf hæfilega dreifða eignaraðild að fyrirtækinu og jafnframt er mikilvægt að almenningur fái sem hæst verð fyrir þessa eign sína. Flókið eignarhaldLandsvirkjun er nú í eigu ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar. Þetta eignarhald hefur áratugum saman reynst ágætlega þar til fyrir skemmstu. Samkeppni í raforkuframleiðslu er nú staðreynd og þá er uppi sú staða að Orkuveita Reykjavíkur, sem er í eigu Reykjavíkurborgar er í samkeppni við Landsvirkjun. Reykjavíkurborg er þar með í þeirri erfiðu stöðu að eiga fulltrúa í stjórnum tveggja fyrirtækja sem eru í keppni sín á milli. Til að leysa þennan vanda hafa staðið viðræður á milli ríkisins annars vegar og Reykjavíkur og Akureyrar hins vegar, en þær hafa lítinn árangur borið til þessa. Einn vandi er sá að Reykjavíkurborg og Akureyrarbær hafa af því áhyggjur að það verð sem ríkið gæti fengið með því að selja Landsvirkjun á markaði verði hærra en það verð sem sveitarfélögin tvö semdu um við ríkið. Tillaga að lausnEn það er einfalt að leysa þennan vanda, þannig að enginn beri skarðan hlut frá borði. Reynist það verð sem fæst við einkavæðingu Landsvirkjunnar hærra en það sem um var samið þá greiðir ríkið til sveitafélaganna mismuninn til baka í hlutfalli við upphaflegan eignarhlut sveitafélaganna. Þar með væru sveitafélögin tryggð fyrir því að semja ekki af sér hvað þetta varðaði. Það er að mínu mati sanngirniskrafa að eftir 40 ára farsælt samstarf í Landsvirkjun njóti allir til jafns mögulegs hagnaðar af einkavæðingu. Komi til þess að ríkið fái lægra verð fyrir Landsvirkjun en greitt var fyrir til sveitafélaganna ætti ríkið að bera þann halla. Það ræður tímasetningu og framkvæmd einkavæðingarinnar og hefði þá einungis við sjálft sig að sakast ef ekki tekst til sem skyldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun
Í leiðara í Fréttablaðsins í fyrradag færði Þorsteinn Pálsson, ritstjóri, rök fyrir því að ekki færi saman að Landsvirkjun væri í eigu hins opinbera jafnframt því sem leynd hvíldi yfir því á hvaða verði fyrirtækið seldi erlendum álverum orku. Þeirri leynd yrði að aflétta. Tildrög þessara skrifa voru umræður um hvort heimila hefði átt Alcoa að aflétta leynd á orkuverði sínu frá Landsvirkjun, líkt og Helgi Hjörvar lagði til í stjórn fyrirtækisins. Ég er þeirrar skoðunar að fyrirtæki í samkeppni á orkumarkaði, sem selur orkuna á mismunandi verði til samkeppnisaðila, geti ekki birt viðskiptasamninga sína og verð án þess að bera skaða af. Á þessu byggði ég þegar ég greiddi atkvæði gegn tillögu Helga í stjórn Landsvirkjunnar á dögunum. Jafnframt skipti það mig máli að virða fyrri ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar frá 1995 um að orkuverð til stóriðju yrði ekki gert opinbert, en hún var staðfest af iðnaðarráðherra. Opinbert er opinbertEn ég tek undir það með Þorsteini Pálssyni að á meðan fyrirtæki eru í eigu hins opinbera hljóta almennar reglur um meðferð peninga skattborgaranna að gilda. Fyrirtæki getur vart talist vera opinbert ef lykilupplýsingar um það eru ekki opinberar. Það er því í sjálfu sér erfitt að standa gegn þeirri kröfu að Landsvirkjun opinberi verðlagninu sína. Á hinn bóginn hefur almenningur í landinu ríka hagsmuni af því að fá sem mestan arð af eign sinni. Það er í ljósi þessara hagsmuna sem ákvörðunin um leynd er tekin. Frá 1995 hefur það síðan gerst að ekki er einungis verið að semja við erlend iðnfyrirtæki heldur bætist við samkeppni við önnur innlend orkufyrirtæki, sem hefur gerbreytt starfsumhverfi orkufyrirtækjanna og ljóst að samkeppni á milli þeirra mun fara harðnandi á næstu árum. Undirbúningur söluAð mínu viti er aðeins ein leið fær til að leysa þann vanda sem uppi er og hún er næsta augljós. Landsvirkjun getur ekki verið í opinberri eigu mikið lengur. Rökin fyrir einkavæðingu eru almennt þau að ekki sé ástæða fyrir ríkið að standa í rekstri, sem einstaklingar og fyrirtæki þeirra geta sinnt. Hlutverk ríkisins sé að stuðla að heilbrigðu umhverfi atvinnulífs þar sem samkeppni er virk og þeir stóru oka ekki hina litlu. Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið eiga þau rök ágætlega við Landsvirkjun núna. Forsætisráðherra hefur enda lýst því yfir að stefna beri að sölu Landsvirkjunar innan fárra ára og þá til langtímafjárfesta eins og lífeyrissjóðanna. Það er tímabært að hefja undirbúning þeirrar sölu. Landsvirkjun er um margt sérstakt fyrirtæki og nauðsynlegt að vanda mjög til sölunnar. Tryggja þarf hæfilega dreifða eignaraðild að fyrirtækinu og jafnframt er mikilvægt að almenningur fái sem hæst verð fyrir þessa eign sína. Flókið eignarhaldLandsvirkjun er nú í eigu ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar. Þetta eignarhald hefur áratugum saman reynst ágætlega þar til fyrir skemmstu. Samkeppni í raforkuframleiðslu er nú staðreynd og þá er uppi sú staða að Orkuveita Reykjavíkur, sem er í eigu Reykjavíkurborgar er í samkeppni við Landsvirkjun. Reykjavíkurborg er þar með í þeirri erfiðu stöðu að eiga fulltrúa í stjórnum tveggja fyrirtækja sem eru í keppni sín á milli. Til að leysa þennan vanda hafa staðið viðræður á milli ríkisins annars vegar og Reykjavíkur og Akureyrar hins vegar, en þær hafa lítinn árangur borið til þessa. Einn vandi er sá að Reykjavíkurborg og Akureyrarbær hafa af því áhyggjur að það verð sem ríkið gæti fengið með því að selja Landsvirkjun á markaði verði hærra en það verð sem sveitarfélögin tvö semdu um við ríkið. Tillaga að lausnEn það er einfalt að leysa þennan vanda, þannig að enginn beri skarðan hlut frá borði. Reynist það verð sem fæst við einkavæðingu Landsvirkjunnar hærra en það sem um var samið þá greiðir ríkið til sveitafélaganna mismuninn til baka í hlutfalli við upphaflegan eignarhlut sveitafélaganna. Þar með væru sveitafélögin tryggð fyrir því að semja ekki af sér hvað þetta varðaði. Það er að mínu mati sanngirniskrafa að eftir 40 ára farsælt samstarf í Landsvirkjun njóti allir til jafns mögulegs hagnaðar af einkavæðingu. Komi til þess að ríkið fái lægra verð fyrir Landsvirkjun en greitt var fyrir til sveitafélaganna ætti ríkið að bera þann halla. Það ræður tímasetningu og framkvæmd einkavæðingarinnar og hefði þá einungis við sjálft sig að sakast ef ekki tekst til sem skyldi.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun