Stólar og tjöld 19. júní 2006 00:01 Sat og horfði á Grímuna. Leikhúsfólk að fagna. Og nota tækifærið til að bauna á stjórnvöld. Í einu hléinu var því hvíslað að mér að ef Sjálfstæðis- eða Framsóknarmenn í hópi leikara hefðu nýtt sér kynningarorð og þakkarræður til að punda á stjórnarandstöðuna myndi heyrast orð úr horni. Slíkt yrði ekki liðið. Þannig er eðli þjóðfélagsins. Sumir hafa völdin og aðrir hafa þau ekki. Og stundum hvarflar að manni að svona vilji menn einmitt hafa það. "Ekkert vesen og allt í góðu lagi." Andstöðufólkinu líður ekki síður vel í sinni andstöðu en ráðherrunum í stólunum. Kannski þess vegna sem ekkert breytist. Geir H. Haarde er orðinn forsætisráðherra. Hann er vel að því kominn og við óskum honum velfarnaðar í starfi. Úr utanríkisráðuneytinu heyrist að sjaldan hafi betri maður stjórnað því, vinnusamur fagmaður og tungumálaséní að auki. Geir virðist tiltölulega óflekkaður af stjórnmálastarfi sínu og fer mun betur af stað í nýja starfinu en flokksbróðir hans í Ráðhúsinu sem er þegar sestur við gamlan keip og útdeilir nú titlum og bitlingum til kosningasmala sinna. "Gamli góði Villi" borgar mönnum í "gömlum og góðum" gjaldmiðli: Stólum. Að lesa um biðröðina við Orkuveitustólinn minnti mann á leiktækin í Kringlunni: Á meðan eitt barn situr hlæjandi undir stýri bíða tvö önnur eftir að röðin komi að þeim. "Gulli Þór fyrst og svo mátt þú, Björn Ingi, og þú... Hvað heitir þú, vinur?" Í tilefni lyklaskipta í Stjórnarráði rifjaði NFS upp að á stóli forsætisráðherra hafa Sjálfstæðismenn setið í 39 ár af 52. Framsóknarmenn hafa átt forsætið í 18 ár. Þá eru eftir 4 sem komu í hlut Alþýðuflokksins sáluga. Aðrir flokkar hafa aldrei sest í þann stól. Enginn vinstra megin við Krata. Lögmálið blasir við. Þjóðin treystir ekki vinstri mönnum til að stjórna landinu. Eða treysta vinstri menn sér ekki til að stjórna landinu? Stundum hvarflar hið síðarnefnda að manni; að vandinn sé ekki valdsins heldur hinumegin, í heitum hjörtum andstöðunnar; að innst inni vilji vinstri menn ekki taka völdin því þá verði þeir sviptir réttinum til að mótmæla, þeirri grundvallar lífsafstöðu sinni; að vera á móti. Í einu af leikhléum vikunnar hvíslaði kunningi að mér: "Þetta er heilagt fólk sem vill halda hugsjónum sínum jafn hreinum og ósnertum og hálendinu sem það elskar meira en maka sína. Enda vill það helst vera þar, eins langt frá valdastólunum og það getur komist. Þetta fólk vill í raun ekki völd. Vinstri-grænir eru valdafælnir. Sjáðu bara hvað þeir fóru í margar sveitastjórnir... Og nú er þetta fólk búið að fá sína Alþýðubók og líður orðið eins og sönnum kreppukommum, getur yljað sér við hugsjónaeldinn um ókomin ár. Á meðan þarf enginn að óttast áhrif þess." Undir orðum hans sá ég fyrir mér fundinn góða þar sem allir þekktustu sérvitringar borgarinnar komu saman fyrir tæpu ári til að samþykkja að leggja niður R-listann. Ályktunin hefði allt eins getað hljómað: "Við undirrituð samþykkjum að afhenda Sjálfstæðisflokknum lyklavöld í Ráðhúsinu að loknum næstu kosningum. Við erum búin að fá alveg nóg af þessu viðbjóðslega valdabrölti." Síðar í vikunni hitti ég svo óvart einn af þessum sérvitringum sem sat í eldhúsi í miðbænum og bölsótaðist út í ójafnréttisstefnu nýja meirihlutans. Ég vissi ekki hvort ég átti að gráta eða hlæja en benti honum á að kannski hefði verið heppilegra að halda R-lista-samstarfinu áfram. Svar hans: "Já, nei, við vorum komin með alveg nóg af því. Sem sósíalisti var ég alveg búinn að fá nóg af því að starfa með Samfylkingunni, flokki þar sem frjálshyggjuöflin fá að vaða uppi, allt þetta fólk úr gömlu Birtingu eins og Mörður Árnason og fleiri." Það kom aðeins á mig. Ekki bara vegna þess að Mörður væri kallaður frjálshyggjumaður, heldur vegna þess að ég hafði ekki heyrt orðið "sósíalisti" notað þannig í yfir fimmtán ár. Ég fylltist svartsýni og sá fyrir mér stólaflokkana B og D sitja til eilífðar að völdum á Íslandi. Seint mun stjórnarandstaðan sigra kosningar og enn síður vinna saman að þeim loknum ef þannig er hugsað í ysta vinstrinu. Ef heilaga fólkið setur meydóminn samförum ofar og kýs heldur að pipra í eilífri stjórnarandstöðu. Líklegast er það ekki tilviljun að vinstri menn hafa aðeins setið 4 ár af 52 í forsætisráðuneyti. Kannski er þetta þjóðfélagslögmál númer eitt. Einum er ætlað að stjórna og öðrum að mótmæla. Einir sitja penir og sælir í stólum valdsins á meðan aðrir hírast reiðir í tjöldum sínum á hálendinu. Og þeir síðarnefndu eru jafnvel sáttari við þá fyrrnefndu en öfugt, því án vonda karlsins verður enginn góður. Þannig eru í raun allir sáttir þótt þeir geri sér kannski ekki grein fyrir því. Þannig er Ísland ein stór fjölskylda. Því samband ráðamanna og reiðra manna líkist sambandi foreldra og barna. Barna sem neita hinsvegar að verða fullorðin vegna þess að því fylgir "viðbjóðslegt valdabrölt". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Skoðanir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Sat og horfði á Grímuna. Leikhúsfólk að fagna. Og nota tækifærið til að bauna á stjórnvöld. Í einu hléinu var því hvíslað að mér að ef Sjálfstæðis- eða Framsóknarmenn í hópi leikara hefðu nýtt sér kynningarorð og þakkarræður til að punda á stjórnarandstöðuna myndi heyrast orð úr horni. Slíkt yrði ekki liðið. Þannig er eðli þjóðfélagsins. Sumir hafa völdin og aðrir hafa þau ekki. Og stundum hvarflar að manni að svona vilji menn einmitt hafa það. "Ekkert vesen og allt í góðu lagi." Andstöðufólkinu líður ekki síður vel í sinni andstöðu en ráðherrunum í stólunum. Kannski þess vegna sem ekkert breytist. Geir H. Haarde er orðinn forsætisráðherra. Hann er vel að því kominn og við óskum honum velfarnaðar í starfi. Úr utanríkisráðuneytinu heyrist að sjaldan hafi betri maður stjórnað því, vinnusamur fagmaður og tungumálaséní að auki. Geir virðist tiltölulega óflekkaður af stjórnmálastarfi sínu og fer mun betur af stað í nýja starfinu en flokksbróðir hans í Ráðhúsinu sem er þegar sestur við gamlan keip og útdeilir nú titlum og bitlingum til kosningasmala sinna. "Gamli góði Villi" borgar mönnum í "gömlum og góðum" gjaldmiðli: Stólum. Að lesa um biðröðina við Orkuveitustólinn minnti mann á leiktækin í Kringlunni: Á meðan eitt barn situr hlæjandi undir stýri bíða tvö önnur eftir að röðin komi að þeim. "Gulli Þór fyrst og svo mátt þú, Björn Ingi, og þú... Hvað heitir þú, vinur?" Í tilefni lyklaskipta í Stjórnarráði rifjaði NFS upp að á stóli forsætisráðherra hafa Sjálfstæðismenn setið í 39 ár af 52. Framsóknarmenn hafa átt forsætið í 18 ár. Þá eru eftir 4 sem komu í hlut Alþýðuflokksins sáluga. Aðrir flokkar hafa aldrei sest í þann stól. Enginn vinstra megin við Krata. Lögmálið blasir við. Þjóðin treystir ekki vinstri mönnum til að stjórna landinu. Eða treysta vinstri menn sér ekki til að stjórna landinu? Stundum hvarflar hið síðarnefnda að manni; að vandinn sé ekki valdsins heldur hinumegin, í heitum hjörtum andstöðunnar; að innst inni vilji vinstri menn ekki taka völdin því þá verði þeir sviptir réttinum til að mótmæla, þeirri grundvallar lífsafstöðu sinni; að vera á móti. Í einu af leikhléum vikunnar hvíslaði kunningi að mér: "Þetta er heilagt fólk sem vill halda hugsjónum sínum jafn hreinum og ósnertum og hálendinu sem það elskar meira en maka sína. Enda vill það helst vera þar, eins langt frá valdastólunum og það getur komist. Þetta fólk vill í raun ekki völd. Vinstri-grænir eru valdafælnir. Sjáðu bara hvað þeir fóru í margar sveitastjórnir... Og nú er þetta fólk búið að fá sína Alþýðubók og líður orðið eins og sönnum kreppukommum, getur yljað sér við hugsjónaeldinn um ókomin ár. Á meðan þarf enginn að óttast áhrif þess." Undir orðum hans sá ég fyrir mér fundinn góða þar sem allir þekktustu sérvitringar borgarinnar komu saman fyrir tæpu ári til að samþykkja að leggja niður R-listann. Ályktunin hefði allt eins getað hljómað: "Við undirrituð samþykkjum að afhenda Sjálfstæðisflokknum lyklavöld í Ráðhúsinu að loknum næstu kosningum. Við erum búin að fá alveg nóg af þessu viðbjóðslega valdabrölti." Síðar í vikunni hitti ég svo óvart einn af þessum sérvitringum sem sat í eldhúsi í miðbænum og bölsótaðist út í ójafnréttisstefnu nýja meirihlutans. Ég vissi ekki hvort ég átti að gráta eða hlæja en benti honum á að kannski hefði verið heppilegra að halda R-lista-samstarfinu áfram. Svar hans: "Já, nei, við vorum komin með alveg nóg af því. Sem sósíalisti var ég alveg búinn að fá nóg af því að starfa með Samfylkingunni, flokki þar sem frjálshyggjuöflin fá að vaða uppi, allt þetta fólk úr gömlu Birtingu eins og Mörður Árnason og fleiri." Það kom aðeins á mig. Ekki bara vegna þess að Mörður væri kallaður frjálshyggjumaður, heldur vegna þess að ég hafði ekki heyrt orðið "sósíalisti" notað þannig í yfir fimmtán ár. Ég fylltist svartsýni og sá fyrir mér stólaflokkana B og D sitja til eilífðar að völdum á Íslandi. Seint mun stjórnarandstaðan sigra kosningar og enn síður vinna saman að þeim loknum ef þannig er hugsað í ysta vinstrinu. Ef heilaga fólkið setur meydóminn samförum ofar og kýs heldur að pipra í eilífri stjórnarandstöðu. Líklegast er það ekki tilviljun að vinstri menn hafa aðeins setið 4 ár af 52 í forsætisráðuneyti. Kannski er þetta þjóðfélagslögmál númer eitt. Einum er ætlað að stjórna og öðrum að mótmæla. Einir sitja penir og sælir í stólum valdsins á meðan aðrir hírast reiðir í tjöldum sínum á hálendinu. Og þeir síðarnefndu eru jafnvel sáttari við þá fyrrnefndu en öfugt, því án vonda karlsins verður enginn góður. Þannig eru í raun allir sáttir þótt þeir geri sér kannski ekki grein fyrir því. Þannig er Ísland ein stór fjölskylda. Því samband ráðamanna og reiðra manna líkist sambandi foreldra og barna. Barna sem neita hinsvegar að verða fullorðin vegna þess að því fylgir "viðbjóðslegt valdabrölt".
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun