13. janúar 1993 Birgir Guðmundsson skrifar 16. júní 2006 00:01 Í 3. bindi ævisögu Steingríms Hermannssonar, sem ber heitið Forsætisráðherrann og Dagur B. Eggertsson skráði, er að finna eftirfarandi setningu um ákvörðun Steingríms um að hætta. Í fyrsta skipti á formannsferli mínum snerist stór hópur þingflokks Framsóknarflokksins gegn leiðsögn minni. Eftir þá niðurstöðu taldi ég tímabært að hætta stjórnmálaafskiptum. Steingrímur er þarna að vísa til uppgjörs sem varð í kringum atkvæðagreiðsluna um EES-samninginn á Alþingi 13. janúar 1993. Þingflokkurinn klofnaði þá í tvo nánast jafnstóra arma, annars vegar fylgismenn Steingríms sem greiddu atkvæði gegn samningnum á þeirri forsendu að hann bryti gegn stjórnarskránni og hins vegar Halldórsarmur sem sat hjá. Það er fróðlegt að skoða nöfnin sem hér komu við sögu: Þau sem tóku þátt í uppreisninni gegn formanninum og sátu hjá voru: Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Jón Kristjánsson og Valgerður Sverrisdóttir. Þeir sem stóðu með Steingrími voru hins vegar Guðmundur Bjarnason, Guðni Ágústsson, Jón Helgason, Ólafur Þ. Þórðarson, Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson. Í þessari atkvæðagreiðslu kristallaðist tvískipting flokksins, hún varð sýnileg og segja má að hún hafi við það að ýmsu leyti fest sig betur í sessi. Ekki endilega vegna afstöðunnar til EES-samningsins sem slíks, (hún hefur breyst) heldur fyrir þann málatilbúnað og pólitísku áherslur sem lágu að baki þeirri afstöðu. Sérstök blanda hefðbundinnar borgaralegrar frjálslyndisstefnu þéttbýlis annars vegar og þjóðlegar samvinnu- og ungmennafélagshugmyndir hins vegar höfðu verið einkenni á hugmyndafræði flokksins. Þarna kom fram í Halldórsarminum mun meiri áhersla á þéttbýlið og borgaralegt frjálslyndi á meðan ungmennafélagsandinn var meira áberandi í hinum arminum. Eftir að Halldór Ásgrímsson tekur við formennskunni árið 1994 verður sá armur sem við hann er kenndur ráðandi í flokknum þó ungmennafélagsarmurinn hafi ætíð lágmarksviðveru í forustunni líka. Það þarf ekki annað en líta á lista þeirra þingmanna sem sátu hjá í EES-málinu til að sjá að þar var á ferðinni fólk, sem hefur verið mjög handgengið Halldóri í formannstíð hans og komist til mikilla áhrifa. Í hinum hópnum eru það eingöngu Páll Pétursson og Guðni Ágústsson sem setið hafa á ráðherrastóli í formannstíð Halldórs. Athygli vekur nú, að úr þessum hópi öllum frá 1993 eru einungis tveir eftir í ríkisstjórn, Valgerður Sverrisdóttir og Guðni Ágústsson. Gamli Halldórsarmurinn er semsé að draga sig í hlé þessa dagana, og þrátt fyrir meinta tilraun til að framlengja yfirráð þessa hóps með því að koma Finni Ingólfssyni að aftur, þá er greinilegt að tími handstýrðra yfirráða þessa arms er liðinn. Í því ljósi er yfirlýsing Valgerðar Sverrisdóttur um að hún hyggist ekki sækjast eftir forustuembætti í flokknum táknræn - því þetta segir hún þrátt fyrir að Halldór hafi sett hana í virðingarmesta embættið sem Framsókn hefur í ríkisstjórninni. Það er ekki óeðlilegt að spyrja hvort hún sé farin að íhuga að draga sig í hlé eins og félagar hennar frá 1993. Á sama tíma vekur athygli að Guðni Ágústsson varaformaður sem kemur úr ungmennafélagsarmi flokksins heldur vissulega sínum pósti í öllum hrókeringunum en fær samt ekki þá stöðu sem eðlileg hefði verið fyrir varaformann. Því til viðbótar situr hann uppi með að hafa tekið þátt í pólitískri innanflokks refskák sem hann á erfitt með að komast út úr. Fylkingarnar frá atkvæðagreiðslunni frægu árið 1993 eru því hvorugar með góða stöðu þessa dagana, og í formannsbaráttunni sem framundan er mun þessi saga öll hafa þýðingu ¿ hvort sem flokksmenn eru meðvitaðir um hana eða ekki. Líklegast er að menn reyni að taka skrefið áfram og stíga út úr þessari tvískiptingu. Það þýðir að finna verður samnefnara sem ekki er bundinn í fylkingarnar. Framsóknarflokkurinn þarf á því að halda að synthesa komi út úr stríðandi andstæðum flokksins. Jón Sigurðsson hefur áður verið sáttasemjari milli þessara afla og hann hefur endurvakið kunnuglega orðræðu og talar nú fimlega um borgaralegt frjálslyndi sem eigi rót í þjóðlegum samvinnu og ungmennafélagshugsjónum. Hann kallar þetta sambland frjálslyndis og þjóðhyggju (sem er augljóslega annað en þjóðernishyggja). Jón er þannig augljós frambjóðandi í formennsku, þó það séu vitaskuld fleiri sem hafa metnað til forustu og eru ekki beintengdir inn í gömul átök og flokkadrætti. Spurningin er hvort Jón verði ekki sá sem nær flokknum saman á ný og nýtur við það hjálpar yngra fólks, sem þá tæki við í fyllingu tímans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun
Í 3. bindi ævisögu Steingríms Hermannssonar, sem ber heitið Forsætisráðherrann og Dagur B. Eggertsson skráði, er að finna eftirfarandi setningu um ákvörðun Steingríms um að hætta. Í fyrsta skipti á formannsferli mínum snerist stór hópur þingflokks Framsóknarflokksins gegn leiðsögn minni. Eftir þá niðurstöðu taldi ég tímabært að hætta stjórnmálaafskiptum. Steingrímur er þarna að vísa til uppgjörs sem varð í kringum atkvæðagreiðsluna um EES-samninginn á Alþingi 13. janúar 1993. Þingflokkurinn klofnaði þá í tvo nánast jafnstóra arma, annars vegar fylgismenn Steingríms sem greiddu atkvæði gegn samningnum á þeirri forsendu að hann bryti gegn stjórnarskránni og hins vegar Halldórsarmur sem sat hjá. Það er fróðlegt að skoða nöfnin sem hér komu við sögu: Þau sem tóku þátt í uppreisninni gegn formanninum og sátu hjá voru: Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Jón Kristjánsson og Valgerður Sverrisdóttir. Þeir sem stóðu með Steingrími voru hins vegar Guðmundur Bjarnason, Guðni Ágústsson, Jón Helgason, Ólafur Þ. Þórðarson, Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson. Í þessari atkvæðagreiðslu kristallaðist tvískipting flokksins, hún varð sýnileg og segja má að hún hafi við það að ýmsu leyti fest sig betur í sessi. Ekki endilega vegna afstöðunnar til EES-samningsins sem slíks, (hún hefur breyst) heldur fyrir þann málatilbúnað og pólitísku áherslur sem lágu að baki þeirri afstöðu. Sérstök blanda hefðbundinnar borgaralegrar frjálslyndisstefnu þéttbýlis annars vegar og þjóðlegar samvinnu- og ungmennafélagshugmyndir hins vegar höfðu verið einkenni á hugmyndafræði flokksins. Þarna kom fram í Halldórsarminum mun meiri áhersla á þéttbýlið og borgaralegt frjálslyndi á meðan ungmennafélagsandinn var meira áberandi í hinum arminum. Eftir að Halldór Ásgrímsson tekur við formennskunni árið 1994 verður sá armur sem við hann er kenndur ráðandi í flokknum þó ungmennafélagsarmurinn hafi ætíð lágmarksviðveru í forustunni líka. Það þarf ekki annað en líta á lista þeirra þingmanna sem sátu hjá í EES-málinu til að sjá að þar var á ferðinni fólk, sem hefur verið mjög handgengið Halldóri í formannstíð hans og komist til mikilla áhrifa. Í hinum hópnum eru það eingöngu Páll Pétursson og Guðni Ágústsson sem setið hafa á ráðherrastóli í formannstíð Halldórs. Athygli vekur nú, að úr þessum hópi öllum frá 1993 eru einungis tveir eftir í ríkisstjórn, Valgerður Sverrisdóttir og Guðni Ágústsson. Gamli Halldórsarmurinn er semsé að draga sig í hlé þessa dagana, og þrátt fyrir meinta tilraun til að framlengja yfirráð þessa hóps með því að koma Finni Ingólfssyni að aftur, þá er greinilegt að tími handstýrðra yfirráða þessa arms er liðinn. Í því ljósi er yfirlýsing Valgerðar Sverrisdóttur um að hún hyggist ekki sækjast eftir forustuembætti í flokknum táknræn - því þetta segir hún þrátt fyrir að Halldór hafi sett hana í virðingarmesta embættið sem Framsókn hefur í ríkisstjórninni. Það er ekki óeðlilegt að spyrja hvort hún sé farin að íhuga að draga sig í hlé eins og félagar hennar frá 1993. Á sama tíma vekur athygli að Guðni Ágústsson varaformaður sem kemur úr ungmennafélagsarmi flokksins heldur vissulega sínum pósti í öllum hrókeringunum en fær samt ekki þá stöðu sem eðlileg hefði verið fyrir varaformann. Því til viðbótar situr hann uppi með að hafa tekið þátt í pólitískri innanflokks refskák sem hann á erfitt með að komast út úr. Fylkingarnar frá atkvæðagreiðslunni frægu árið 1993 eru því hvorugar með góða stöðu þessa dagana, og í formannsbaráttunni sem framundan er mun þessi saga öll hafa þýðingu ¿ hvort sem flokksmenn eru meðvitaðir um hana eða ekki. Líklegast er að menn reyni að taka skrefið áfram og stíga út úr þessari tvískiptingu. Það þýðir að finna verður samnefnara sem ekki er bundinn í fylkingarnar. Framsóknarflokkurinn þarf á því að halda að synthesa komi út úr stríðandi andstæðum flokksins. Jón Sigurðsson hefur áður verið sáttasemjari milli þessara afla og hann hefur endurvakið kunnuglega orðræðu og talar nú fimlega um borgaralegt frjálslyndi sem eigi rót í þjóðlegum samvinnu og ungmennafélagshugsjónum. Hann kallar þetta sambland frjálslyndis og þjóðhyggju (sem er augljóslega annað en þjóðernishyggja). Jón er þannig augljós frambjóðandi í formennsku, þó það séu vitaskuld fleiri sem hafa metnað til forustu og eru ekki beintengdir inn í gömul átök og flokkadrætti. Spurningin er hvort Jón verði ekki sá sem nær flokknum saman á ný og nýtur við það hjálpar yngra fólks, sem þá tæki við í fyllingu tímans.