Lýðræði og skilvirkni 19. maí 2006 00:01 Staksteinar Morgunblaðsins hafa verið iðnir við að styðja kosningabaráttu sjálfstæðismanna vítt og breitt um landið síðustu daga. Í gær spilar ritstjóri blaðsins út í dálki sínum enn einu spili í þessari baráttu og gerir Alfreð Þorsteinsson að viðvörun sem hengja mætti út kjósendum til glöggvunar um hvað gæti gerst ef þeir ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ritstjóri Morgunblaðsins segir: Jafnvel milljarðabyggingin yfir Orkuveitu Reykjavíkur stóð hvorki í Ingibjörgu Sólrúnu né öðru Reykjavíkurlistafólki. Hvers vegna ekki? Vegna þess, að Alfreð gat ráðið úrslitum um hvort Reykjavíkurlistinn héldi völdum, til þess að halda völdum var Reykjavíkurlistinn tilbúinn að borga hvað sem var. Síðan heldur ritstjórinn áfram og spyr hvað komi í raun í veg fyrir að fulltrúar litlu flokkanna í Reykjavík komist í svona lykilaðstöðu eftir kosningar og vill að sjálfstæðismenn bendi kjósendum á að þetta gæti orðið raunin ef þeir ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt þessu munu þau Björn Ingi Hrafnsson, Ólafur Magnússon eða Svandís Svavarsdóttir hafa það markmið helst að kreista eins mikið út úr samstarfsflokkunum og mögulegt er, svo notað sé orðalag Morgunblaðsins. Sá tónn sem Morgunblaðið vill slá með þessum málflutningi er athyglisverður - ekki vegna þess að það sem blaðið er að segja sé efnislega rétt - heldur vegna þeirrar almennu þjóðfélagssýnar og lýðræðisskilnings sem endurspeglast í þessum pistli. Blaðið er greinilega hneykslað á því að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson skuli ekki nota þessa röksemdafærslu í sínum málflutningi, en gerir sér greinilega ekki grein fyrir því að Vilhjálmur kann sem betur fer að hafa ólíkar grundvallarhugmyndir um lýðræðið, auk þess sem hann kynni að vera efnislega ósammála þessum málatilbúnaði. En hvaða spurning er það sem Morgunblaði er að velta upp - hvaða lýðræðisskilningur? Almennt má segja að helsta togstreita lýðræðislegs fyrirkomulags sé á milli skilvirkni annars vegar og lýðræðis og þátttöku hins vegar. Misjafnt er hvernig þessu hefur verið lent í praxís en við höfum á sveitarstjórnarstiginu farið leið fulltrúalýðræðis þar sem fulltrúarnir eru kosnir með hlutfallskosningu. Slíkt er líklegt til að ala af sér fleiri en eitt og fleiri en tvö framboð. Flestir telja það eðlileg og eftirsóknarverð lýðræðisleg réttindi að geta boðið fram eigin lista vilji þeir það. Morgunblaðsritstjórinn dregur aftur á móti í efa gildi þessa kerfis með því að halda því fram að smáflokkar eigi í raun takmarkaðan tilverurétt - þeir muni sífellt reyna að kreista út úr samstarfsflokkum eins mikið og mögulegt er. Þess vegna eigi eingöngu að kjósa stóru flokkana - eins og Sjálfstæðisflokkinn - sem hafi möguleika á hreinum meirihluta. Sé lýðræðisskilningi Morgunblaðsins stillt upp með öðru orðalagi, þá telur ritstjórinn skilvirkni hins stóra mikilvægari en möguleika þess smáa að veita hinum stóra aðhald og hafa raunveruleg áhrif. Þetta sjónarhorn er raunar ekki bundið við ritstjóra Morgunblaðsins því í umræðunni heyrast oft raddir sem gagnrýna að smáflokkar hafi hlutfallslega of mikil áhrif. Allt er það raunar vel þekkt úr fræðilegri umfjöllun um pólitík líka. Þó hafa menn ógjarnan gengið eins langt og Mogginn í gær, sem lýsir um leið sérstakri siðfræðilegri hugsun. Í raun er verið að halda því fram að smáflokkar séu að stela völdum með einhvers konar valdakúgun. Sú valdakúgun snýst þá um að hinn kúgaði heldur sínum völdum með því að gefa eftir til smáflokksins - en ef sá litli er að stela völdum þá er sá stóri vissulega þjófsnautur! Samkvæmt kenningu Mogga er það samt bara smáflokkurinn sem er að misnota aðstöðu sína - ekki sá stóri!? Öll umræða af þessu tagi er hins vegar á villigötum, því hin rökrétta niðurstaða hennar yrði að smáflokkar ættu ekki rétt á sér. Er Morgunblaðið kannski að biðja um að hér verði teknar upp tvær umferðir í sveitarstjórnarkosningum þar sem aðeins tveir flokkar gætu boðið fram í síðari umferð? Það hefur aldrei heyrst. Á meðan menn vilja ekki breyta því kerfi sem við höfum í grundvallaratriðum þá er ljóst að draumurinn um skilvirkni tveggja flokka kerfis á ekkert erindi - hér á landi hafa menn valið að hafa heldur lýðræðið meira. Það er svo kannski söguleg kaldhæðni að Morgunblaðið virðist telja smáflokka eins konar frumorsök sérhagsmunaspillingar og steinsteypustjórnmála. Foringjastjórnmál og afgerandi flokksagaður pólitískur meirihluti hafa ekki beinlínis verið trygging gegn spillingu eins og menn þekkja - þó slíkt kunni að vera skilvirkt. Það þurfti heldur ekki Alfreð Þorsteinsson til að finna upp steinsteypustjórnmálin í Reykjavík - sá tónn hafði verið gefinn með Ráðhúsi og Perlu uppi á heitavatnstönkum Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Staksteinar Morgunblaðsins hafa verið iðnir við að styðja kosningabaráttu sjálfstæðismanna vítt og breitt um landið síðustu daga. Í gær spilar ritstjóri blaðsins út í dálki sínum enn einu spili í þessari baráttu og gerir Alfreð Þorsteinsson að viðvörun sem hengja mætti út kjósendum til glöggvunar um hvað gæti gerst ef þeir ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ritstjóri Morgunblaðsins segir: Jafnvel milljarðabyggingin yfir Orkuveitu Reykjavíkur stóð hvorki í Ingibjörgu Sólrúnu né öðru Reykjavíkurlistafólki. Hvers vegna ekki? Vegna þess, að Alfreð gat ráðið úrslitum um hvort Reykjavíkurlistinn héldi völdum, til þess að halda völdum var Reykjavíkurlistinn tilbúinn að borga hvað sem var. Síðan heldur ritstjórinn áfram og spyr hvað komi í raun í veg fyrir að fulltrúar litlu flokkanna í Reykjavík komist í svona lykilaðstöðu eftir kosningar og vill að sjálfstæðismenn bendi kjósendum á að þetta gæti orðið raunin ef þeir ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt þessu munu þau Björn Ingi Hrafnsson, Ólafur Magnússon eða Svandís Svavarsdóttir hafa það markmið helst að kreista eins mikið út úr samstarfsflokkunum og mögulegt er, svo notað sé orðalag Morgunblaðsins. Sá tónn sem Morgunblaðið vill slá með þessum málflutningi er athyglisverður - ekki vegna þess að það sem blaðið er að segja sé efnislega rétt - heldur vegna þeirrar almennu þjóðfélagssýnar og lýðræðisskilnings sem endurspeglast í þessum pistli. Blaðið er greinilega hneykslað á því að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson skuli ekki nota þessa röksemdafærslu í sínum málflutningi, en gerir sér greinilega ekki grein fyrir því að Vilhjálmur kann sem betur fer að hafa ólíkar grundvallarhugmyndir um lýðræðið, auk þess sem hann kynni að vera efnislega ósammála þessum málatilbúnaði. En hvaða spurning er það sem Morgunblaði er að velta upp - hvaða lýðræðisskilningur? Almennt má segja að helsta togstreita lýðræðislegs fyrirkomulags sé á milli skilvirkni annars vegar og lýðræðis og þátttöku hins vegar. Misjafnt er hvernig þessu hefur verið lent í praxís en við höfum á sveitarstjórnarstiginu farið leið fulltrúalýðræðis þar sem fulltrúarnir eru kosnir með hlutfallskosningu. Slíkt er líklegt til að ala af sér fleiri en eitt og fleiri en tvö framboð. Flestir telja það eðlileg og eftirsóknarverð lýðræðisleg réttindi að geta boðið fram eigin lista vilji þeir það. Morgunblaðsritstjórinn dregur aftur á móti í efa gildi þessa kerfis með því að halda því fram að smáflokkar eigi í raun takmarkaðan tilverurétt - þeir muni sífellt reyna að kreista út úr samstarfsflokkum eins mikið og mögulegt er. Þess vegna eigi eingöngu að kjósa stóru flokkana - eins og Sjálfstæðisflokkinn - sem hafi möguleika á hreinum meirihluta. Sé lýðræðisskilningi Morgunblaðsins stillt upp með öðru orðalagi, þá telur ritstjórinn skilvirkni hins stóra mikilvægari en möguleika þess smáa að veita hinum stóra aðhald og hafa raunveruleg áhrif. Þetta sjónarhorn er raunar ekki bundið við ritstjóra Morgunblaðsins því í umræðunni heyrast oft raddir sem gagnrýna að smáflokkar hafi hlutfallslega of mikil áhrif. Allt er það raunar vel þekkt úr fræðilegri umfjöllun um pólitík líka. Þó hafa menn ógjarnan gengið eins langt og Mogginn í gær, sem lýsir um leið sérstakri siðfræðilegri hugsun. Í raun er verið að halda því fram að smáflokkar séu að stela völdum með einhvers konar valdakúgun. Sú valdakúgun snýst þá um að hinn kúgaði heldur sínum völdum með því að gefa eftir til smáflokksins - en ef sá litli er að stela völdum þá er sá stóri vissulega þjófsnautur! Samkvæmt kenningu Mogga er það samt bara smáflokkurinn sem er að misnota aðstöðu sína - ekki sá stóri!? Öll umræða af þessu tagi er hins vegar á villigötum, því hin rökrétta niðurstaða hennar yrði að smáflokkar ættu ekki rétt á sér. Er Morgunblaðið kannski að biðja um að hér verði teknar upp tvær umferðir í sveitarstjórnarkosningum þar sem aðeins tveir flokkar gætu boðið fram í síðari umferð? Það hefur aldrei heyrst. Á meðan menn vilja ekki breyta því kerfi sem við höfum í grundvallaratriðum þá er ljóst að draumurinn um skilvirkni tveggja flokka kerfis á ekkert erindi - hér á landi hafa menn valið að hafa heldur lýðræðið meira. Það er svo kannski söguleg kaldhæðni að Morgunblaðið virðist telja smáflokka eins konar frumorsök sérhagsmunaspillingar og steinsteypustjórnmála. Foringjastjórnmál og afgerandi flokksagaður pólitískur meirihluti hafa ekki beinlínis verið trygging gegn spillingu eins og menn þekkja - þó slíkt kunni að vera skilvirkt. Það þurfti heldur ekki Alfreð Þorsteinsson til að finna upp steinsteypustjórnmálin í Reykjavík - sá tónn hafði verið gefinn með Ráðhúsi og Perlu uppi á heitavatnstönkum Orkuveitunnar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun