Margmenni á miðjunni 5. maí 2006 00:01 Af hverju er kosningabaráttan svona róleg? Svona spyr höfundur Staksteina í Mogganum í gær og heldur áfram: Elztu menn muna ekki svona rólega kosningabaráttu vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík eða sveitarstjórnarkosninga almennt. Þar með endurómar höfundur spurningar sem heyrst hafa víða um land síðustu dagana. Af framhaldi greinarinnar má ráða að Staksteinahöfundur er fyrst og fremst að hugsa um baráttuna í Reykjavík en fullyrða má að svipaða sögu virðist vera að segja að minnsta kosti frá öllum stærri þéttbýlissveitarfélögum. Kosningabaráttan virðist óvenju sein af stað og þar til í gær hefur umræðan frá Alþingi yfirskyggt hina pólitísku umræðu síðustu vikur. Frestun þingstarfa kann að valda breytingu, en það mun koma í ljós. En spurning Staksteina, og raunar fleiri, er engu að síður áhugaverð, hvers vegna er kosningabaráttan ekki átakameiri en raun ber vitni? Ekki er nokkur vafi á því að í þessu eins og í flestum öðrum málum liggur skýringin í samspili fjölmargra þátta. Þó er ein skýring sérstaklega áberandi og vert að draga hana fram sérstaklega. Hún lýtur að stefnumálum framboðanna. Fullyrða má að það gæti orðið afar snúin æfing fyrir hvaða stjórnmálafræðing sem er að greina niður hugmyndafræðilegar áherslur í stefnumálum hinna ýmsu flokka - t.d. í Reykjavík eða á Akureyri svo dæmi séu tekin. Ef það próf yrði lagt fyrir hóp stjórnmálafræðinga og gamalreyndra stjórnmálaskýrenda að fara yfir stefnuskrár flokkanna án þess að vita hvaða flokkur hefur hvaða stefnuskrá - þeir fengju semsé í hendur hauslausar stefnuskrár - og segja til um hvaða stefna ætti við hvaða flokk, er hætt við að þeir lentu í miklum vandræðum. Vissulega snúast sveitarstjórnarmál iðulega um praktísk mál og það er vel þekkt að sú hugmyndafræðilega flokkaskipting sem gildir á landsvísu riðlast iðulega í sveitarstjórnarmálum. Þetta er þó alls ekki algilt og oft hefur verið tekist á með hugmyndafræðilegum undirtónum - t.d. um félagslegar áherslur - sérstaklega í stærri sveitarfélögum. Í þeim kosningum sem nú fara í hönd virðist hins vegar sem áherslur flokkanna muni í öllum grundvallaratriðum verða mjög svipaðar og beinast að hinni hugmyndafræðilegu miðju. Félagslegar áherslur, eiginlega kratískar, eru áberandi, ekki síst gagnvart eldri borgurum. Meira að segja mál sem hugsanlega gætu skerpt línur milli flokka, s.s. skipulagsmál, hafa verið sett í farveg sem slævir átökin. Það á að minnsta kosti við um stærri flokkana, t.d. í flugvallarmálinu í Reykjavík og varðandi Dalsbraut og Íþróttavöllinn á Akureyri. Miðjusæknin er ekki tilviljun né er þetta í raun séríslenskt fyrirbæri, en útreikningar og athuganir ráðgjafa og spunameistara flokkanna sýna einfaldlega að í því felist tækifærin, í því felist möguleikinn á að vera talinn alvöru framboð sem fólk treysti til að stjórna. Miðjusæknin er niðurstaða pólitískra markaðsrannsókna. Ýmislegt bendir til að þessi þróun nú gangi lengra og sé víðtækari en oft áður, og fyrir vikið eru átökin hvorki eins skörp né hatrömm. Þetta hefur tvenns konar afleiðingar í för með sér. Í fyrsta lagi minni almennan áhuga á kosningabaráttunni og líklegt er að hún muni vara skemur en ella. Almennur áhugi er meiri fyrir pólitískum öldugangi en þegar lágsjávað er. Mjög líklegt er ennfremur að einmitt þessi kröftuga sókn inn á miðjuna spilli fyrir þeim flokkum sem til þessa hafa talið það sína sérstöðu að vera á miðjunni. Enginn vafi er á því að í þessu liggur rótin að þeim vanda sem Framsóknarflokkurinn hefur verið að mæta í skoðanakönnunum nánast um allt land núna, vanda sem hefur raunar verið að ágerast smám saman undanfarin ár. Framsókn er ekki lengur ein teboðinu á hinni pólitísku miðju - þar er orðið fullt út úr dyrum. Í öðru lagi mun einsleitnin og miðjusækni pólitíkurinnar þýða að kosningabaráttan mun snúast upp í pólitíska fegurðarsamkeppni og ímyndarkapphlaup þar sem dagsform stjórnmálaforingja og auglýsingar munu hafa mikið að segja. Þegar mismuninn milli flokkanna er helst að finna á bögglauppboði einstakra hugmynda úr einhverjum almennum hugmyndabönkum og tæknilegum útfærslum - sem ekki tengjast beint neinni grundvallarpólitík - ræður sölumennskan ríkjum. Í slíkri sölumennsku hafa allir flokkar hins vegar tækifæri. Auglýsingar munu skipta máli, en mest mun þó mæða á forustumönnum framboðanna, því í kosningabaráttu af þessu tagi vegur þeirra frammistaða og útgeislun þyngst á endanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun
Af hverju er kosningabaráttan svona róleg? Svona spyr höfundur Staksteina í Mogganum í gær og heldur áfram: Elztu menn muna ekki svona rólega kosningabaráttu vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík eða sveitarstjórnarkosninga almennt. Þar með endurómar höfundur spurningar sem heyrst hafa víða um land síðustu dagana. Af framhaldi greinarinnar má ráða að Staksteinahöfundur er fyrst og fremst að hugsa um baráttuna í Reykjavík en fullyrða má að svipaða sögu virðist vera að segja að minnsta kosti frá öllum stærri þéttbýlissveitarfélögum. Kosningabaráttan virðist óvenju sein af stað og þar til í gær hefur umræðan frá Alþingi yfirskyggt hina pólitísku umræðu síðustu vikur. Frestun þingstarfa kann að valda breytingu, en það mun koma í ljós. En spurning Staksteina, og raunar fleiri, er engu að síður áhugaverð, hvers vegna er kosningabaráttan ekki átakameiri en raun ber vitni? Ekki er nokkur vafi á því að í þessu eins og í flestum öðrum málum liggur skýringin í samspili fjölmargra þátta. Þó er ein skýring sérstaklega áberandi og vert að draga hana fram sérstaklega. Hún lýtur að stefnumálum framboðanna. Fullyrða má að það gæti orðið afar snúin æfing fyrir hvaða stjórnmálafræðing sem er að greina niður hugmyndafræðilegar áherslur í stefnumálum hinna ýmsu flokka - t.d. í Reykjavík eða á Akureyri svo dæmi séu tekin. Ef það próf yrði lagt fyrir hóp stjórnmálafræðinga og gamalreyndra stjórnmálaskýrenda að fara yfir stefnuskrár flokkanna án þess að vita hvaða flokkur hefur hvaða stefnuskrá - þeir fengju semsé í hendur hauslausar stefnuskrár - og segja til um hvaða stefna ætti við hvaða flokk, er hætt við að þeir lentu í miklum vandræðum. Vissulega snúast sveitarstjórnarmál iðulega um praktísk mál og það er vel þekkt að sú hugmyndafræðilega flokkaskipting sem gildir á landsvísu riðlast iðulega í sveitarstjórnarmálum. Þetta er þó alls ekki algilt og oft hefur verið tekist á með hugmyndafræðilegum undirtónum - t.d. um félagslegar áherslur - sérstaklega í stærri sveitarfélögum. Í þeim kosningum sem nú fara í hönd virðist hins vegar sem áherslur flokkanna muni í öllum grundvallaratriðum verða mjög svipaðar og beinast að hinni hugmyndafræðilegu miðju. Félagslegar áherslur, eiginlega kratískar, eru áberandi, ekki síst gagnvart eldri borgurum. Meira að segja mál sem hugsanlega gætu skerpt línur milli flokka, s.s. skipulagsmál, hafa verið sett í farveg sem slævir átökin. Það á að minnsta kosti við um stærri flokkana, t.d. í flugvallarmálinu í Reykjavík og varðandi Dalsbraut og Íþróttavöllinn á Akureyri. Miðjusæknin er ekki tilviljun né er þetta í raun séríslenskt fyrirbæri, en útreikningar og athuganir ráðgjafa og spunameistara flokkanna sýna einfaldlega að í því felist tækifærin, í því felist möguleikinn á að vera talinn alvöru framboð sem fólk treysti til að stjórna. Miðjusæknin er niðurstaða pólitískra markaðsrannsókna. Ýmislegt bendir til að þessi þróun nú gangi lengra og sé víðtækari en oft áður, og fyrir vikið eru átökin hvorki eins skörp né hatrömm. Þetta hefur tvenns konar afleiðingar í för með sér. Í fyrsta lagi minni almennan áhuga á kosningabaráttunni og líklegt er að hún muni vara skemur en ella. Almennur áhugi er meiri fyrir pólitískum öldugangi en þegar lágsjávað er. Mjög líklegt er ennfremur að einmitt þessi kröftuga sókn inn á miðjuna spilli fyrir þeim flokkum sem til þessa hafa talið það sína sérstöðu að vera á miðjunni. Enginn vafi er á því að í þessu liggur rótin að þeim vanda sem Framsóknarflokkurinn hefur verið að mæta í skoðanakönnunum nánast um allt land núna, vanda sem hefur raunar verið að ágerast smám saman undanfarin ár. Framsókn er ekki lengur ein teboðinu á hinni pólitísku miðju - þar er orðið fullt út úr dyrum. Í öðru lagi mun einsleitnin og miðjusækni pólitíkurinnar þýða að kosningabaráttan mun snúast upp í pólitíska fegurðarsamkeppni og ímyndarkapphlaup þar sem dagsform stjórnmálaforingja og auglýsingar munu hafa mikið að segja. Þegar mismuninn milli flokkanna er helst að finna á bögglauppboði einstakra hugmynda úr einhverjum almennum hugmyndabönkum og tæknilegum útfærslum - sem ekki tengjast beint neinni grundvallarpólitík - ræður sölumennskan ríkjum. Í slíkri sölumennsku hafa allir flokkar hins vegar tækifæri. Auglýsingar munu skipta máli, en mest mun þó mæða á forustumönnum framboðanna, því í kosningabaráttu af þessu tagi vegur þeirra frammistaða og útgeislun þyngst á endanum.