Heimsmynd Moggans hrynur 22. mars 2006 00:01 Miðvikudagurinn 15. mars var svartur dagur í sögu Moggans. Þá var kveðinn upp sýknudómur í Baugsmálinu eftir þriggja ára lögreglurannsókn og meira en hálfs árs dómsmeðferð fyrir héraðsdómi á þeim anga málsins, sem Hæstiréttur hafði ekki vísað frá. Málið hófst sem kunnugt er á ritstjóraskrifstofum Morgunblaðsins með því að ritstjóri þess, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og einn kunnasti lögmaður landsins, innmúraðir og innvígðir að eigin sögn, tókust á hendur að koma á framfæri við ríkislögreglustjóra, góðkunningja sinn, framburði manns, sem dómstóll hefur nú lýst ótrúverðugan og látið hafi stjórnast af heiftarhug til hinn ákærðu. Hvort þessir þremenningar blönduðu vini sínum, forsætisráðherra landsins, í þennan málatilbúnað hefur aldrei verið upplýst. Sama dag tilkynnti undirtylla í bandaríska utanríkisráðuneytinu með símtali þá einhliða ákvörðun Bandaríkjaforseta að þyrlur og herþotur varnarliðsins mundu hafa sig á brott af landinu í síðasta lagi fyrir lok september. Þar með hrundi öll sú viðleitni Moggans á undanförnum þremur árum að persónugera öryggi Íslands í forystumönnum Sjálfstæðisflokksins. Ekki aðeins hvíldu íslensk öryggismál á traustum samningum við stórveldið í vestri og órofa vináttu Íslands og Bandaríkjanna, sem teygði sig aftur til stríðsáranna og aðdragandans að stofnun íslensks lýðveldis, heldur kæmu nú einnig til persónuleg tengsl íslenskra ráðamanna við æðstu menn í Washington. Þannig hélt Mogginn því ítrekað hátt á loft að Davíð Oddsson hefði lagt sérstaka rækt við tengsl við Bush-fjölskylduna. Í krafti þeirra tengsla hefði tekist að færa forræði varnarsamningsins úr klóm hins óvinveitta Rumsfelds í varnarmálaráðuneytinu yfir til skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu, þar sem Íslendingar ættu skilningi að mæta. Því til sönnunar varð Davíð sér úti um áheyrn hjá George Bush og fékk sig myndaðan með honum. Við skyldum eigi óttast, málið væri nú komið úr höndum Rummys og þeir tveir, Davíð og George, mundu útkljá það sín á milli. Svo trúgjarnir voru menn á sannleiksgildi eigin áróðurs að Davíð taldi óhætt að hafa í hótunum og lýsa yfir að dirfðist Bandaríkjastjórn að taka einhliða ákvörðun um brottför þotna sinna og þyrlna héðan yrði litið á það sem samningsrof og þeir gætu haft sig brott með allt sitt hafurtask. Svo fór Davíð í Seðlabankann og þá voru góð ráð dýr. Hvað með persónulegu tengslin? Mogginn upplýsti okkur þá um að, ef eitthvað væri, þá hefði Geir Haarde jafnvel enn betri sambönd í Washington. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og Geir hefðu að vísu ekki verið samtíða í skóla, en þeir hefðu numið hjá sama prófessor. Og Geir fékk mynd af sér með Condoleezzu Rice og enn vorum við send í háttinn í fullvissu þess, að ekkert yrði úr þriggja ára gamalli hótun um brottflutning hersins, meðan okkar menn gætu kippt í spotta í Washington og afstýrt samningsrofum í krafti persónutöfra sinna. Haldleysi þessa uppspuna er nú glöggt komið í ljós. Þjóðir eiga sér ekki vini, eingöngu hagsmuni var einhvern tíma sagt og sannast það enn. Því að það er einfaldlega ekki satt hjá Mogga að Ísland hafi fylgt ósveigjanlegri utanríkisstefnu frá lýðveldisstofnun byggðri á órofa vináttu og fylgisspekt við Bandaríkin. Grunnurinn að auðlegð okkar í dag er byggður á útfærslu landhelginnar. Og þeir hagsmunir okkar kölluðu á það að við tefldum hugvitssamlega hvoru gegn öðru varnarsamningnum við Bandaríkin og viðskiptunum við Sovétríkin. Það útheimti að í þeim leik varð að skáka Sjálfstæðisflokknum frá stjórnvelinum við útfærsluna bæði í 12 og 50 mílur. Um aldarfjórðungsskeið eftir 1953 stóðum við af okkur viðskiptabann vinaþjóða okkar í V-Evrópu með aðgengi að tveimur mjög ólíkum mörkuðum: þeim bandaríska og þeim sovéska. Staðreyndin er sú að við höfum alltaf fylgt mjög sveigjanlegri utanríkispólitík og höfum aldrei þurft meira á henni að halda en nú. Einstrengingsafstaða Sjálfstæðisflokksins og Moggans er einfaldlega úr takti við tímann og veruleikann og sá flokkur sem fyrstur hristir af sér hugmyndaviðjar kalda stríðsins og kemur fram með sjálfstæða íslenska utanríkisstefnu, byggða á hagsmunum þjóðarinnar og sérstöðu íslensks samfélags, mun eiga leikinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Miðvikudagurinn 15. mars var svartur dagur í sögu Moggans. Þá var kveðinn upp sýknudómur í Baugsmálinu eftir þriggja ára lögreglurannsókn og meira en hálfs árs dómsmeðferð fyrir héraðsdómi á þeim anga málsins, sem Hæstiréttur hafði ekki vísað frá. Málið hófst sem kunnugt er á ritstjóraskrifstofum Morgunblaðsins með því að ritstjóri þess, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og einn kunnasti lögmaður landsins, innmúraðir og innvígðir að eigin sögn, tókust á hendur að koma á framfæri við ríkislögreglustjóra, góðkunningja sinn, framburði manns, sem dómstóll hefur nú lýst ótrúverðugan og látið hafi stjórnast af heiftarhug til hinn ákærðu. Hvort þessir þremenningar blönduðu vini sínum, forsætisráðherra landsins, í þennan málatilbúnað hefur aldrei verið upplýst. Sama dag tilkynnti undirtylla í bandaríska utanríkisráðuneytinu með símtali þá einhliða ákvörðun Bandaríkjaforseta að þyrlur og herþotur varnarliðsins mundu hafa sig á brott af landinu í síðasta lagi fyrir lok september. Þar með hrundi öll sú viðleitni Moggans á undanförnum þremur árum að persónugera öryggi Íslands í forystumönnum Sjálfstæðisflokksins. Ekki aðeins hvíldu íslensk öryggismál á traustum samningum við stórveldið í vestri og órofa vináttu Íslands og Bandaríkjanna, sem teygði sig aftur til stríðsáranna og aðdragandans að stofnun íslensks lýðveldis, heldur kæmu nú einnig til persónuleg tengsl íslenskra ráðamanna við æðstu menn í Washington. Þannig hélt Mogginn því ítrekað hátt á loft að Davíð Oddsson hefði lagt sérstaka rækt við tengsl við Bush-fjölskylduna. Í krafti þeirra tengsla hefði tekist að færa forræði varnarsamningsins úr klóm hins óvinveitta Rumsfelds í varnarmálaráðuneytinu yfir til skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu, þar sem Íslendingar ættu skilningi að mæta. Því til sönnunar varð Davíð sér úti um áheyrn hjá George Bush og fékk sig myndaðan með honum. Við skyldum eigi óttast, málið væri nú komið úr höndum Rummys og þeir tveir, Davíð og George, mundu útkljá það sín á milli. Svo trúgjarnir voru menn á sannleiksgildi eigin áróðurs að Davíð taldi óhætt að hafa í hótunum og lýsa yfir að dirfðist Bandaríkjastjórn að taka einhliða ákvörðun um brottför þotna sinna og þyrlna héðan yrði litið á það sem samningsrof og þeir gætu haft sig brott með allt sitt hafurtask. Svo fór Davíð í Seðlabankann og þá voru góð ráð dýr. Hvað með persónulegu tengslin? Mogginn upplýsti okkur þá um að, ef eitthvað væri, þá hefði Geir Haarde jafnvel enn betri sambönd í Washington. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og Geir hefðu að vísu ekki verið samtíða í skóla, en þeir hefðu numið hjá sama prófessor. Og Geir fékk mynd af sér með Condoleezzu Rice og enn vorum við send í háttinn í fullvissu þess, að ekkert yrði úr þriggja ára gamalli hótun um brottflutning hersins, meðan okkar menn gætu kippt í spotta í Washington og afstýrt samningsrofum í krafti persónutöfra sinna. Haldleysi þessa uppspuna er nú glöggt komið í ljós. Þjóðir eiga sér ekki vini, eingöngu hagsmuni var einhvern tíma sagt og sannast það enn. Því að það er einfaldlega ekki satt hjá Mogga að Ísland hafi fylgt ósveigjanlegri utanríkisstefnu frá lýðveldisstofnun byggðri á órofa vináttu og fylgisspekt við Bandaríkin. Grunnurinn að auðlegð okkar í dag er byggður á útfærslu landhelginnar. Og þeir hagsmunir okkar kölluðu á það að við tefldum hugvitssamlega hvoru gegn öðru varnarsamningnum við Bandaríkin og viðskiptunum við Sovétríkin. Það útheimti að í þeim leik varð að skáka Sjálfstæðisflokknum frá stjórnvelinum við útfærsluna bæði í 12 og 50 mílur. Um aldarfjórðungsskeið eftir 1953 stóðum við af okkur viðskiptabann vinaþjóða okkar í V-Evrópu með aðgengi að tveimur mjög ólíkum mörkuðum: þeim bandaríska og þeim sovéska. Staðreyndin er sú að við höfum alltaf fylgt mjög sveigjanlegri utanríkispólitík og höfum aldrei þurft meira á henni að halda en nú. Einstrengingsafstaða Sjálfstæðisflokksins og Moggans er einfaldlega úr takti við tímann og veruleikann og sá flokkur sem fyrstur hristir af sér hugmyndaviðjar kalda stríðsins og kemur fram með sjálfstæða íslenska utanríkisstefnu, byggða á hagsmunum þjóðarinnar og sérstöðu íslensks samfélags, mun eiga leikinn.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun