Hrúður rifið af hálfgrónu sári 10. febrúar 2006 02:41 Halldór Ásgrímsson viðraði það sjónarmið sitt á Viðskiptaþingi í fyrradag að nauðsynlegt væri að Íslendingar huguðu að samningnum um evrópska efnahagssvæðið og samskiptum okkar við Evrópusambandið. Raunar taldi forsætisráðherra þessi samskiptamál vera orðin svo brýn að líklegt væri að Íslendingar yrðu orðnir fullgildir aðilar að ESB eftir tíu ár. Halldór var þarna að taka upp þráð sem hann spann nokkuð ötullega þegar hann var utanríkisráðherra, en hefur látið liggja óhreyfðan um nokkurt skeið. Þar með var hrúðrið rifið ofan af hálfgrónu sári. Í framhaldinu heyrðust sársaukastunur úr kunnuglegri átt, nema hvað áberandi var að sjálfur söngstjóri stunukórsins var nú víðs fjarri. Sjálfstæðismenn gripu sem sé þegar til varna og töldu af og frá að þessi framtíðarsýn forsætisráðherrans ætti við um ríkistjórnina alla. Þar vantaði ekkert nema rödd gamla kórstjórans, Davíðs Oddssonar. Á hliðarlínunni fagnaði hins vegar formaður Samfylkingarinnar og það var eins og landsmenn væru staddir mitt í hinu vinsæla lagi Johns Fogertys, Dejavu - það var einhvern veginn eins og þetta hefði allt saman gerst áður. Allt galleríið fór í gang eins og svo oft áður: Halldór lét ummælin falla og þau rötuðu strax inn í fréttir ljósvakamiðlanna. Í næsta fréttatíma var búið að bæta við viðbrögðum einhverra sjálfstæðisþingmanna og í fréttatímanum þar á eftir voru komin viðbrögð frá forustumönnum Samfylkingarinnar og síðan viðbrögð vinstri grænna. Handritið hafði ekkert breyst frá því síðast og uppákoman varð eins og vel æfð viðbragðsáætlun hjá Almannavörnum. Sjálfvirknin í málinu var raunar slík að fæstir ef nokkur miðill taldi ástæðu til að gera neitt úr öðrum atriðum í ræðu forsætisráðherrans, sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu ekki þótt síður markverð, eins og t.d. að hann sagði: "Ég tel líka tímabært að endurskoða fyrri ákvarðanir sem takmarka fjárfestingu erlendra aðila í tilteknum atvinnugreinum, til dæmis í sjávarútvegi. Hér áður fyrr voru góð og gild rök fyrir slíkum takmörkunum en við verðum að horfast í augu við það alþjóðlega viðskiptaumhverfi sem við búum nú við þar sem fjármagn, fólk og fjárfestingar flæða mikið til óhindrað yfir landamæri." En þrátt fyrir að umræðan dytti beint ofan í gömlu hjólförin þá er engu að síður ýmislegt sem hefur breyst frá því að málið var síðast í gangi á þessu pólitíska plani. Það augljósasta er að Halldór er orðinn forsætisráðherra og þarf ekki lengur að taka tillit til Davíðs Oddssonar. Breytingar í valdahlutföllum í forustu Sjálfstæðisflokksins ríma við og losa um nýjar áherslur í hinu pólitíska baklandi sjálfstæðismanna. Umtalsverðar efasemdir hafa líka komið upp á síðustu misserum varðandi hágengisstefnu og gildi þess að standa utan Myntbandalags Evrópu - ekki síst frá útflutningsgreinunum, einmitt þeim aðilum sem hin íslenska króna og hin íslenska stjórn á peningamálum á að gagnast ef í harðbakka slær. Fyrir þá sem hlusta grannt eftir blæbrigðum og pólitískum vísbendingum um stefnubreytingu er rétt að benda á viðbrögð Árna Mathiesen fjármálaráðherra sem kaus að opna í raun fyrir umræðu um gildi þess að taka upp evruna ef erfiðlega gengi að búa við krónuna. Árni sló vissulega þann mikilvæga varnagla að innviðir Myntbandalags Evrópu væru ekki allt of traustir og framtíð þess óráðin. En þrátt fyrir að gömlu slagorðin væru enn mest áberandi fór þó ekki hjá því að samhliða mætti greina nýjan tón úr þessari átt. Þó lagið sé nokkurn veginn það sama munar greinilega um að gamla kórstjórann vantar! Það kæmi því ekki á óvart þó framundan væri talsverð breyting á íslenskri Evrópuumræðu og að sjálfstæðismenn tileinki sér afslappaðra viðhorf til hennar en verið hefur. Halldór Ásgrímsson hefur til þessa ekki tapað á því að halda umræðunni gangandi og í þeirri stöðu sem Framsóknarflokkurinn er þessa dagana gæti forsætisráðherra talið þetta gagnast í vinsældum. Málið mun því verða áfram lifandi. Spurningin er bara hvenær og hvort menn bera gæfu til að kasta frá sér gömlu stöðluðu viðbragðsáætlununum og fara að ræða efnislega um Evróputengsl Íslendinga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Halldór Ásgrímsson viðraði það sjónarmið sitt á Viðskiptaþingi í fyrradag að nauðsynlegt væri að Íslendingar huguðu að samningnum um evrópska efnahagssvæðið og samskiptum okkar við Evrópusambandið. Raunar taldi forsætisráðherra þessi samskiptamál vera orðin svo brýn að líklegt væri að Íslendingar yrðu orðnir fullgildir aðilar að ESB eftir tíu ár. Halldór var þarna að taka upp þráð sem hann spann nokkuð ötullega þegar hann var utanríkisráðherra, en hefur látið liggja óhreyfðan um nokkurt skeið. Þar með var hrúðrið rifið ofan af hálfgrónu sári. Í framhaldinu heyrðust sársaukastunur úr kunnuglegri átt, nema hvað áberandi var að sjálfur söngstjóri stunukórsins var nú víðs fjarri. Sjálfstæðismenn gripu sem sé þegar til varna og töldu af og frá að þessi framtíðarsýn forsætisráðherrans ætti við um ríkistjórnina alla. Þar vantaði ekkert nema rödd gamla kórstjórans, Davíðs Oddssonar. Á hliðarlínunni fagnaði hins vegar formaður Samfylkingarinnar og það var eins og landsmenn væru staddir mitt í hinu vinsæla lagi Johns Fogertys, Dejavu - það var einhvern veginn eins og þetta hefði allt saman gerst áður. Allt galleríið fór í gang eins og svo oft áður: Halldór lét ummælin falla og þau rötuðu strax inn í fréttir ljósvakamiðlanna. Í næsta fréttatíma var búið að bæta við viðbrögðum einhverra sjálfstæðisþingmanna og í fréttatímanum þar á eftir voru komin viðbrögð frá forustumönnum Samfylkingarinnar og síðan viðbrögð vinstri grænna. Handritið hafði ekkert breyst frá því síðast og uppákoman varð eins og vel æfð viðbragðsáætlun hjá Almannavörnum. Sjálfvirknin í málinu var raunar slík að fæstir ef nokkur miðill taldi ástæðu til að gera neitt úr öðrum atriðum í ræðu forsætisráðherrans, sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu ekki þótt síður markverð, eins og t.d. að hann sagði: "Ég tel líka tímabært að endurskoða fyrri ákvarðanir sem takmarka fjárfestingu erlendra aðila í tilteknum atvinnugreinum, til dæmis í sjávarútvegi. Hér áður fyrr voru góð og gild rök fyrir slíkum takmörkunum en við verðum að horfast í augu við það alþjóðlega viðskiptaumhverfi sem við búum nú við þar sem fjármagn, fólk og fjárfestingar flæða mikið til óhindrað yfir landamæri." En þrátt fyrir að umræðan dytti beint ofan í gömlu hjólförin þá er engu að síður ýmislegt sem hefur breyst frá því að málið var síðast í gangi á þessu pólitíska plani. Það augljósasta er að Halldór er orðinn forsætisráðherra og þarf ekki lengur að taka tillit til Davíðs Oddssonar. Breytingar í valdahlutföllum í forustu Sjálfstæðisflokksins ríma við og losa um nýjar áherslur í hinu pólitíska baklandi sjálfstæðismanna. Umtalsverðar efasemdir hafa líka komið upp á síðustu misserum varðandi hágengisstefnu og gildi þess að standa utan Myntbandalags Evrópu - ekki síst frá útflutningsgreinunum, einmitt þeim aðilum sem hin íslenska króna og hin íslenska stjórn á peningamálum á að gagnast ef í harðbakka slær. Fyrir þá sem hlusta grannt eftir blæbrigðum og pólitískum vísbendingum um stefnubreytingu er rétt að benda á viðbrögð Árna Mathiesen fjármálaráðherra sem kaus að opna í raun fyrir umræðu um gildi þess að taka upp evruna ef erfiðlega gengi að búa við krónuna. Árni sló vissulega þann mikilvæga varnagla að innviðir Myntbandalags Evrópu væru ekki allt of traustir og framtíð þess óráðin. En þrátt fyrir að gömlu slagorðin væru enn mest áberandi fór þó ekki hjá því að samhliða mætti greina nýjan tón úr þessari átt. Þó lagið sé nokkurn veginn það sama munar greinilega um að gamla kórstjórann vantar! Það kæmi því ekki á óvart þó framundan væri talsverð breyting á íslenskri Evrópuumræðu og að sjálfstæðismenn tileinki sér afslappaðra viðhorf til hennar en verið hefur. Halldór Ásgrímsson hefur til þessa ekki tapað á því að halda umræðunni gangandi og í þeirri stöðu sem Framsóknarflokkurinn er þessa dagana gæti forsætisráðherra talið þetta gagnast í vinsældum. Málið mun því verða áfram lifandi. Spurningin er bara hvenær og hvort menn bera gæfu til að kasta frá sér gömlu stöðluðu viðbragðsáætlununum og fara að ræða efnislega um Evróputengsl Íslendinga?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun