Sérstakt framsal merkir hræðilegir glæpir 15. janúar 2006 00:01 Sérstakt framsal (e, extraordinary rendition) er án nokkurs vafa skelfilegasta orðasambandið sem byrjað var að nota í enskri tungu árið 2005. Það felur í sér skrumskælda merkingu og er í augum okkar sem unnum orðum er greinilegt merki þess að það sé ætlað til að blekkja. Sérstakt (e. extraordinary) er í sjálfu sér hefbundið lýsingarorð, en hér er merking þess teygð til að það nái yfir neikvæða merkingu sem ekki er að finna í orðabókum: leynilegt, miskunnarlaust og ólöglegt. Framsal (e. rendition) getur haft ferns konar merkingu í ensku: framsetning, þýðing, framsal - en sú merking er nú álitin úrelt - eða jafnvel an act of rendering. Þetta leiðir okkur að sögninni to render, en meðal þeirra 17 mögulegu merkingarbrigða sagnarinnar sem gefin eru í orðabókum er ekki að finna: að ræna einstaklingi eða einstaklingum og flytja þá á leynilegan áfangastað í ótilgreindu landi þar sem pyndingar eru ekki bannaðar með lögum. Tungumálið lýtur einnig lögum, og lög tungumálsins segja okkur að þessi nýja notkun Bandaríkjamanna á orðasambandinu sé röng; hún er glæpur gegn tungumálinu. Endrum og eins verða til orðasambönd í orðræðu stjórnmálanna sem fela í sér svo úthugsað kaldlyndi að um okkur fer bæði hræðsla og andstyggð.Orð sem hylja merkinguSkýr orð geta falið mikla glæpi, sagði William Safire, dálkahöfundur New York Times, árið 1993 í umfjöllun sinni um annað slíkt orðasamband sem byrjað var að nota: þjóðernishreinsun (e. ethnic cleansing). Hin endanlega lausn er jafnvel enn hræðilegra orðalag af þessari gerð; nasistarnir notuðu það um iðnaðarmorðin á gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Annað slíkt orðasamband er: Viðbrögð við dauðsföllum (e. mortality response); skrúðmælgi notuð um það að drepa mann sem ég heyrði fyrst á dögum Víetnamstríðsins. Ekkert orðasamband ætti að vera að stolt af slíkum uppruna.Fólk notar slík orðasambönd til að komast hjá því að nota önnur sem færu vandræðalega nálægt því að lýsa sannleikanum. Þjóðernishreinsun og hin endanlega lausn voru notuð til þess að komast hjá því að nota orðið þjóðarmorð, og að nota orðasambandið sérstakt framsal felur í sér að málnotandinn er of mikil kveif til að segja: stríðsfangar sem pyndaðir eru í öðrum löndum.Hins vegar, líkt og Cecily segir í leikriti Oscars Wilde The Importance of Being Earnest: Þegar ég sé stunguskóflu þá kalla ég hana stunguskóflu, og það sem við höfum hér er ekki eingöngu stunguskófla heldur skófla ætluð til moksturs, og hún mokar upp ansi miklu magni af sora.Pyndingar og siðleysiNú hefur öldungadeildarþingmaðurinn John McCain þröngvað stjórnarskrárbreytingu upp á Hvíta húsið. Stjórnarskrárbreytingin felur í sér að hin alþjóðlega viðurkennda skilgreining á pyndingum - miskunnarlaus, ómanneskjuleg eða lítillækkandi refsing er orðin að bandarískum lögum, þrátt fyrir að Dick Cheney varaforseti hafi beitt sér fyrir því að skilgreiningin yrði ekki bundin í bandarísk lög. Sá möguleiki að Bush-stjórnin reyni að sniðganga lagabreytingu McCains með framsali fanga, sem álitið er æskilegt að pynda, til landa þar sem lög gegn pyndingum eru ekki eins ströng, þarfnast nánari skoðunar.Við erum byrjuð að heyra nöfn og frásagnir manna sem handteknir voru og fluttir á milli landa á þennan hátt: Maher Arar, Sýrlendingur búsettur í Kanada, var handtekinn af CIA á leið sinni til Bandaríkjanna og var hann fluttur í gegnum Jórdaníu og til Sýrlands þar sem hann var pyndaður á hrottafullan hátt að sögn lögfræðings hans. Khaled el-Masri, þýskur ríkisborgari sem á ættir að rekja til Kúveit og Líbanon, var rænt í Makedóníu og farið með hann til yfirheyrslna í Afganistan þar sem hann mátti þola síendurteknar barsmíðar. Mohammed Haydar Zammar, sem fæddur er í Sýrlandi, segist hafa verið tekinn höndum í Marokkó og hafi dúsað næstu fjögur árin í fangelsi í Sýrlandi.Verið er að undirbúa málshöfðanir. Lögmenn stefnenda segja að skjólstæðingar þeirra séu aðeins nokkur fórnarlambanna því að enn eigi eftir komast til botns í því hversu margir máttu sæta slíkri meðferð í Afganistan, Egyptalandi, Sýrlandi og hugsanlega einnig í öðrum löndum. Rannsóknir munu brátt hefjast í Kanada, Þýskalandi, Ítalíu og Sviss. Rannsókn CIA hefur leitt í ljós að slík tilfelli eru innan við 10 talsins, sem í eyrum margra hljómar sem þvættingur. Verkfæri eru gerð til þess að vera notuð, og það virðist ólíklegt, svo ekki sé meira sagt, að kerfi sem er eins pólitískt áhættusamt og siðferðilega vafasamt væri skapað án þess að vera notað í meira mæli.Bandarísk yfirvöld hafa valið að taka á málinu á fremur óheflaðan hátt, eins og við var að búast. Þegar Condoleezza Rice utanríkisráðherra var nýlega á ferð um Evrópu sagði hún ríkisstjórnum landa Evrópu, á nokkuð berorðan hátt, að skipta sér ekki af málinu - sem þeir á á endanum gerðu, á skilvísan og auðsveipan hátt, og báru því við að þær væru sáttar við þau loforð sem Rice gaf.Skömmu síðar, í lok desember, fyrirskipaði þýska ríkisstjórnin að samkomuhúsi múhameðstrúarmanna nærri München skyldi lokað eftir að þar höfðu fundist skjöl þar sem hvatt var til sjálfsmorðsárása í Írak. Okkur er sagt að Khaled al-Masri hafi sótt þetta samkomuhús reglulega áður en hann var framseldur á sérstakan máta til Afganistan. Aha! gætum við hugsað. Hann er augljóslega vondur karl! Handtakið ræfilinn og farið með hann hvert sem ykkur lystir!Bandaríkjastjórn ekki refsaðÞað sem er að slíkum hugsunarhætti, líkt og Isabel Hilton á dagblaðinu Guardian benti á í júlí í fyrra. Sú ranghugmynd að stjórnmálamenn viti betur en lögin kveða á um er ein af þeim hættum sem fylgja því að gegna starfi sem felur í sér mikil völd. Ranghugmynd sem þeir er líta á land sitt sem heimsveldi eru líklegri til að hafa en aðrir [...] Þegar ríkisstjórnir víða í Suður-Ameríku tóku upp á því í auknum mæli á áttunda áratugnum að láta menn hverfa sporlaust, kallaði það á hörð viðbrögð í lýðræðisríkjum, þar sem það er eitt af grundvallaratriðum ríkisstjórna sem vilja starfa á lögmætan hátt, að þær haldi ekki föngnum né drepi manneskjur án þess að þær fái réttláta málsmeðferð fyrir dómi.Með öðrum orðum, spurningin er ekki sú hvort einhver ákveðinn maður er góður eða slæmur. Spurningin er sú hvort við erum góð eða slæm; hvort ríkisstjórnir okkar hafa dregið okkur með sér í siðleysið með því að virða viðeigandi lagaferli að vettugi, sem almennt er talið að sé mikilvægasti máttarstólpi frjálsra samfélaga ásamt réttindum einstaklingsins.Hvíta húsið trúir því hins vegar augljóslega að það hafi vilja almennings á bakvið sig í þessu máli sem og í öðrum umdeildum málum líkt og leynilegum hlerunum. Cheney sagði blaðamönnum nýlega: Þegar hinn almenni bandaríski borgari myndar sér skoðun á málinu mun hann skilja og kunna að meta það sem við erum að gera og jafnframt skilja af hverju við gerum það.Það kann að vera að hann hafi rétt fyrir sér eins og málum er háttað um þessar mundir, þrátt fyrir að deilan sé ekki við það að leysast. Það mun koma í ljós hversu lengi bandarískur almenningur muni sætta sig við að tilgangurinn helgi alltaf meðalið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar.Í upphafi er orðið. Þegar menn byrja á því að spilla tungumálinu fylgir frekari spilling í kjölfarið. Í desember töluðu nokkrir breskir lögfræðingar til umheimsins á einfaldan og skýran hátt er þeir komu saman sem hæstiréttur til að kveða upp dóm sinn um pyndingar. Sá sem pyndar mann er uppfullur af hryllingi, ekki vegna þess að þær upplýsingar sem hann kann að fá frá fórnarlambinu kunni að vera óáreiðanlegar, heldur vegna þeirra villimannslegu leiða sem hann beitir til að komast yfir þessar upplýsingar, sagði Rodger lávarður frá Earlsferry.Pyndingar eru óskilgreinanleg illska, bætti Brown lávarður við. Þær er aldrei hægt að réttlæta. Það á alltaf að refsa fyrir þær. Það eru því miður miklar líkur á því að Bandaríkin munu ekki sæta refsingu fyrir þær pyndingar sem þau hafa framkvæmt. Þrátt fyrir það munu Bandaríkin ekki losna við að fá á sig óorð vegna þess siðleysis sem þeir hafa gerst sekir um.Greinin birtist áður í New York Times. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Salman Rushdie Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Sérstakt framsal (e, extraordinary rendition) er án nokkurs vafa skelfilegasta orðasambandið sem byrjað var að nota í enskri tungu árið 2005. Það felur í sér skrumskælda merkingu og er í augum okkar sem unnum orðum er greinilegt merki þess að það sé ætlað til að blekkja. Sérstakt (e. extraordinary) er í sjálfu sér hefbundið lýsingarorð, en hér er merking þess teygð til að það nái yfir neikvæða merkingu sem ekki er að finna í orðabókum: leynilegt, miskunnarlaust og ólöglegt. Framsal (e. rendition) getur haft ferns konar merkingu í ensku: framsetning, þýðing, framsal - en sú merking er nú álitin úrelt - eða jafnvel an act of rendering. Þetta leiðir okkur að sögninni to render, en meðal þeirra 17 mögulegu merkingarbrigða sagnarinnar sem gefin eru í orðabókum er ekki að finna: að ræna einstaklingi eða einstaklingum og flytja þá á leynilegan áfangastað í ótilgreindu landi þar sem pyndingar eru ekki bannaðar með lögum. Tungumálið lýtur einnig lögum, og lög tungumálsins segja okkur að þessi nýja notkun Bandaríkjamanna á orðasambandinu sé röng; hún er glæpur gegn tungumálinu. Endrum og eins verða til orðasambönd í orðræðu stjórnmálanna sem fela í sér svo úthugsað kaldlyndi að um okkur fer bæði hræðsla og andstyggð.Orð sem hylja merkinguSkýr orð geta falið mikla glæpi, sagði William Safire, dálkahöfundur New York Times, árið 1993 í umfjöllun sinni um annað slíkt orðasamband sem byrjað var að nota: þjóðernishreinsun (e. ethnic cleansing). Hin endanlega lausn er jafnvel enn hræðilegra orðalag af þessari gerð; nasistarnir notuðu það um iðnaðarmorðin á gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Annað slíkt orðasamband er: Viðbrögð við dauðsföllum (e. mortality response); skrúðmælgi notuð um það að drepa mann sem ég heyrði fyrst á dögum Víetnamstríðsins. Ekkert orðasamband ætti að vera að stolt af slíkum uppruna.Fólk notar slík orðasambönd til að komast hjá því að nota önnur sem færu vandræðalega nálægt því að lýsa sannleikanum. Þjóðernishreinsun og hin endanlega lausn voru notuð til þess að komast hjá því að nota orðið þjóðarmorð, og að nota orðasambandið sérstakt framsal felur í sér að málnotandinn er of mikil kveif til að segja: stríðsfangar sem pyndaðir eru í öðrum löndum.Hins vegar, líkt og Cecily segir í leikriti Oscars Wilde The Importance of Being Earnest: Þegar ég sé stunguskóflu þá kalla ég hana stunguskóflu, og það sem við höfum hér er ekki eingöngu stunguskófla heldur skófla ætluð til moksturs, og hún mokar upp ansi miklu magni af sora.Pyndingar og siðleysiNú hefur öldungadeildarþingmaðurinn John McCain þröngvað stjórnarskrárbreytingu upp á Hvíta húsið. Stjórnarskrárbreytingin felur í sér að hin alþjóðlega viðurkennda skilgreining á pyndingum - miskunnarlaus, ómanneskjuleg eða lítillækkandi refsing er orðin að bandarískum lögum, þrátt fyrir að Dick Cheney varaforseti hafi beitt sér fyrir því að skilgreiningin yrði ekki bundin í bandarísk lög. Sá möguleiki að Bush-stjórnin reyni að sniðganga lagabreytingu McCains með framsali fanga, sem álitið er æskilegt að pynda, til landa þar sem lög gegn pyndingum eru ekki eins ströng, þarfnast nánari skoðunar.Við erum byrjuð að heyra nöfn og frásagnir manna sem handteknir voru og fluttir á milli landa á þennan hátt: Maher Arar, Sýrlendingur búsettur í Kanada, var handtekinn af CIA á leið sinni til Bandaríkjanna og var hann fluttur í gegnum Jórdaníu og til Sýrlands þar sem hann var pyndaður á hrottafullan hátt að sögn lögfræðings hans. Khaled el-Masri, þýskur ríkisborgari sem á ættir að rekja til Kúveit og Líbanon, var rænt í Makedóníu og farið með hann til yfirheyrslna í Afganistan þar sem hann mátti þola síendurteknar barsmíðar. Mohammed Haydar Zammar, sem fæddur er í Sýrlandi, segist hafa verið tekinn höndum í Marokkó og hafi dúsað næstu fjögur árin í fangelsi í Sýrlandi.Verið er að undirbúa málshöfðanir. Lögmenn stefnenda segja að skjólstæðingar þeirra séu aðeins nokkur fórnarlambanna því að enn eigi eftir komast til botns í því hversu margir máttu sæta slíkri meðferð í Afganistan, Egyptalandi, Sýrlandi og hugsanlega einnig í öðrum löndum. Rannsóknir munu brátt hefjast í Kanada, Þýskalandi, Ítalíu og Sviss. Rannsókn CIA hefur leitt í ljós að slík tilfelli eru innan við 10 talsins, sem í eyrum margra hljómar sem þvættingur. Verkfæri eru gerð til þess að vera notuð, og það virðist ólíklegt, svo ekki sé meira sagt, að kerfi sem er eins pólitískt áhættusamt og siðferðilega vafasamt væri skapað án þess að vera notað í meira mæli.Bandarísk yfirvöld hafa valið að taka á málinu á fremur óheflaðan hátt, eins og við var að búast. Þegar Condoleezza Rice utanríkisráðherra var nýlega á ferð um Evrópu sagði hún ríkisstjórnum landa Evrópu, á nokkuð berorðan hátt, að skipta sér ekki af málinu - sem þeir á á endanum gerðu, á skilvísan og auðsveipan hátt, og báru því við að þær væru sáttar við þau loforð sem Rice gaf.Skömmu síðar, í lok desember, fyrirskipaði þýska ríkisstjórnin að samkomuhúsi múhameðstrúarmanna nærri München skyldi lokað eftir að þar höfðu fundist skjöl þar sem hvatt var til sjálfsmorðsárása í Írak. Okkur er sagt að Khaled al-Masri hafi sótt þetta samkomuhús reglulega áður en hann var framseldur á sérstakan máta til Afganistan. Aha! gætum við hugsað. Hann er augljóslega vondur karl! Handtakið ræfilinn og farið með hann hvert sem ykkur lystir!Bandaríkjastjórn ekki refsaðÞað sem er að slíkum hugsunarhætti, líkt og Isabel Hilton á dagblaðinu Guardian benti á í júlí í fyrra. Sú ranghugmynd að stjórnmálamenn viti betur en lögin kveða á um er ein af þeim hættum sem fylgja því að gegna starfi sem felur í sér mikil völd. Ranghugmynd sem þeir er líta á land sitt sem heimsveldi eru líklegri til að hafa en aðrir [...] Þegar ríkisstjórnir víða í Suður-Ameríku tóku upp á því í auknum mæli á áttunda áratugnum að láta menn hverfa sporlaust, kallaði það á hörð viðbrögð í lýðræðisríkjum, þar sem það er eitt af grundvallaratriðum ríkisstjórna sem vilja starfa á lögmætan hátt, að þær haldi ekki föngnum né drepi manneskjur án þess að þær fái réttláta málsmeðferð fyrir dómi.Með öðrum orðum, spurningin er ekki sú hvort einhver ákveðinn maður er góður eða slæmur. Spurningin er sú hvort við erum góð eða slæm; hvort ríkisstjórnir okkar hafa dregið okkur með sér í siðleysið með því að virða viðeigandi lagaferli að vettugi, sem almennt er talið að sé mikilvægasti máttarstólpi frjálsra samfélaga ásamt réttindum einstaklingsins.Hvíta húsið trúir því hins vegar augljóslega að það hafi vilja almennings á bakvið sig í þessu máli sem og í öðrum umdeildum málum líkt og leynilegum hlerunum. Cheney sagði blaðamönnum nýlega: Þegar hinn almenni bandaríski borgari myndar sér skoðun á málinu mun hann skilja og kunna að meta það sem við erum að gera og jafnframt skilja af hverju við gerum það.Það kann að vera að hann hafi rétt fyrir sér eins og málum er háttað um þessar mundir, þrátt fyrir að deilan sé ekki við það að leysast. Það mun koma í ljós hversu lengi bandarískur almenningur muni sætta sig við að tilgangurinn helgi alltaf meðalið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar.Í upphafi er orðið. Þegar menn byrja á því að spilla tungumálinu fylgir frekari spilling í kjölfarið. Í desember töluðu nokkrir breskir lögfræðingar til umheimsins á einfaldan og skýran hátt er þeir komu saman sem hæstiréttur til að kveða upp dóm sinn um pyndingar. Sá sem pyndar mann er uppfullur af hryllingi, ekki vegna þess að þær upplýsingar sem hann kann að fá frá fórnarlambinu kunni að vera óáreiðanlegar, heldur vegna þeirra villimannslegu leiða sem hann beitir til að komast yfir þessar upplýsingar, sagði Rodger lávarður frá Earlsferry.Pyndingar eru óskilgreinanleg illska, bætti Brown lávarður við. Þær er aldrei hægt að réttlæta. Það á alltaf að refsa fyrir þær. Það eru því miður miklar líkur á því að Bandaríkin munu ekki sæta refsingu fyrir þær pyndingar sem þau hafa framkvæmt. Þrátt fyrir það munu Bandaríkin ekki losna við að fá á sig óorð vegna þess siðleysis sem þeir hafa gerst sekir um.Greinin birtist áður í New York Times.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun