Innlent

Íbúðalánasjóður óskar eftir skjótum viðbrögðum stjórnvalda

Íbúðalánasjóður hefur skrifað félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra og óskað eftir skjótum viðbrögðum stjórnvalda við frétt í kvöldfréttum NFS í gær. Þar var haft eftir Lánasýslu ríkisins að ekki væri hægt að mæla með ríkisábyrgð á lántökum sjóðsins upp á áttatíu og átta milljarða króna, eins og fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir, nema ráðist verði í úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins, eins og samkomulag ráðherra fjármála og félagsmála kvað á um í júní. Óskað er eftir því að stjórnvöld gefi hið fyrsta skýra yfirlýsingu um ríkisábyrgð á lántökum Íbúðalánasjóðs. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×