Innlent

Byggðastofnun ekki forystuafl

Byggðastofnun er ekki það forystuafl í uppbyggingu atvinnustarfssemi á landsbyggðinni sem ætla mætti og sinnir ýmsum grundvallarhlutverkum ekki nægilega vel.

Þetta segir meðal annars í skýrslu um framtíðarþróun Byggðastofnunar, sem unnin var fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Fjárhagsstaðan er mjög erfið og fátt bendir til þess að fjármögnunarstarfssemin geti orðið fjárhagslega sjálfbær. Vafi leikur á hvort stefnan í atvinnuþróun og fjármögnun sé skynsamleg og hafi leitt til tilætlaðs árangurs, segir enn fremur. Viðraðar eru hugmyndir um að sérhæfa starfssemina eða stokka alveg upp lána- og fjármögnunarþjónustu , og atvinnuþróunarstarfssemi á vegum opinberra aðilla.

Skýrsluna vann fyrirtækið Stjórnhættir, fyrir ráðuneytið. Eins og við sögðum frá í gær hætti stofnunin snemma á árinu að veita sstyrki og kaupa hlutafé í félögum og fyrir nokkrum dögum var öllum útlánum líka hætt vegna fjárskorts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×