Innlent

Kjörsókn sögð góð í prófkjöri í Hafnarfirði

Prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði fer senn að ljúka og hefur kjörsókn verið góð samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Um klukkan fimm höfðu um 1300 manns neytt atkvæðisréttar síns og eru þar með talin utankjörfundaratkvæði. Þetta þýðir að kjörsókn er um 50 prósent en á bilinu 2600-2700 voru á kjörskrá. Kosið er í Víðistaðaskóla og lýkur kjörfundi klukkan átta. Um það leyti er búist við fyrstu tölum en endanleg úrslit eiga að liggja fyrir um og eftir tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×