Innlent

Anna fagnar framboði Björns Inga

Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. MYND/E.Ól.
A nna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, fagnar því að Björn Ingi Hrafnsson skuli bjóða sig fram til forystu fyrir Framsóknarflokkinn í borginni, en hún hefur sjálf lýst því yfir að hún stefni á efsta sæti hjá flokknum fyrir kosningar í vor. Anna segist enn fremur vona að fleiri bjóði sig fram og það skapist áhugi og stemmning fyrir prófkjöri framsóknarmanna á næsta ári.

Aðspurð hvort hún telja að framboð Björns Inga myndi breyta einhverju um fylgi flokksins í borginni, sem hefur verið afar lítið samkvæmt skoðanakönnunum, segist Anna ekki efast um það. Gert sé ráð fyrir því að framsóknarmenn fari af stað fyrir sitt prófkjör í janúar og vonandi fái þeir jafnmikla fjölmiðlaathygli og sjálfstæðismenn fengu í sínu prófkjöri. Þá geri hún ráð fyrir því að þegar byrjað verði að ræða um málefnin, takast á og stemmning fari að myndast að fylgi flokksins fari upp á við.

Spurð hversu margar menn hún telji raunhæft að Framsóknarflokkurinn stefndi í borgarstjórnarkosningunum segir Anna að flokkurinn hljóti alltaf að stefna að einum manni og það sé raunsætt. Það þurfi rúm fimm prósent til að ná inn einum manni og 14 prósentum til að ná tveimur. Þar sé á brattann að sækja, en flokkurin hafi fengið um 11 prósent í hvoru Reykjavíkurkjördæmi í síðustu alþingiskosningum en það sé aldrei að vita að flokkurinn nái tveimur mönnum inn í borgarstjórn ef góð stemnning myndast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×