Innlent

Spáir verðhjöðnun

Forsætisráðherra segir að tölur Hagstofunnar í dag, um að vísitala neysluverðs hafi lækkað á milli mánaða, séu vendipunktur og fram undan sé verðhjöðnun.

Eftir miklar verðhækkanir í haust kom það mörgum gleðilega á óvart að sú vísitala sem mælir útgjöld heimilanna skyldi hafa lækkað milli mánaðanna október og nóvember. Athygli vekur að þetta gerist þrátt fyrir að húsnæðisliðurinn hafi haldið áfram að hækka. Lækkun vísitölunnar nemur 0,2 prósentum, sem miðað við heilt ár þýddi tveggja prósenta verðhjöðnun. Meginskýringin er verðlækkun á bensíni og olíu um nærri 5 prósent að jafnaði.

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gat ekki leynt gleði sinni þegar hann gerði þessi tíðindi að sérstöku umtalsefni á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í morgun. Hann sagði framundan væru breyttir tímar og verðhjöðnun væri á næsta leiti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×